Börnin skömmuð á leiðinni heim eftir mótin Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. október 2023 14:01 Nálægð foreldra er oft mikil. Á N1 mótinu á Akureyri hefur það oft sést að áhorfendur eru komnir inn á völlinn. Vísir/Freyr Sum börn kvíða fyrir bílferðunum heim eftir fótboltaleiki þar sem foreldrar þeirra nota ferðirnar til að yfirheyra þau eða skamma. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir þetta hafa komið fram á ungmennaþingi sambandsins en foreldrar þurfi að láta af slæmri hegðun á fótboltamótum. Foreldrahegðun á íþróttamótum barna var til umræðu í síðasta þætti af Hliðarlínunni sem sýndur er á Stöð 2 og Stöð 2 Sport á mánudagskvöldum. Foreldrar láta oft í sér heyra og hrópa á börnin á meðan það þau eru að keppa. Vanda segir hegðun foreldra meðal annars hafa verið rædda á ungmennaþingi KSÍ í fyrra. Þingið sátu í kringum sextíu ungmenni á aldrinum 12-18 ára og var þetta það fyrsta sem þau tóku fyrir á þinginu. Það hafi komið alveg skýrt fram að börnin sjálf vilja ekki sjá þessa hegðun. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ segir margt hafa verið reynt til að sporna gegn slæmri foreldrahegðun á íþróttamótum barna. Vísir/Arnar „Þá voru þau svona að ræða að þetta geta verið náttúrulega leikirnir sjálfir en þetta getur líka verið fyrir leik og svo eftir leik. Það eru alveg til börn sem að kvíðir svolítið fyrir að fara í bílinn eftir leik af því mamma eða pabbi er að yfirheyra og jafnvel að skamma fyrir einhverjar frammistöðu í leiknum og svo framvegis.“ „Við viljum þetta ekki“ Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. Umboðsmanni barna hafa til að mynda borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. „Þegar að foreldrar svona missa sig í eitthvað rugl það er eitthvað sem að ég og við hjá KSÍ viljum náttúrulega alls ekki og heldur ekki félögin í landinu. Við viljum þetta ekki. Við viljum að börnin fái að vera börn og fái að spila fótbolta og íþróttir á þeirra forsendum sem er nú kannski bara að vera með vinum sínum fyrst og fremst og hafa gaman,“ segir Vanda. Hún segir KSÍ og félögin hafa verið að reyna að taka á þessu. Foreldrafundir í aðdraganda móta geti verið mikilvægir til að ræða hvaða hegðun sé viðeigandi. Mikilvægt sé að breyta þessari menningu sem myndast hefur á mótunum. „Tökum ákvörðun bara fullorðna fólk og hættum þessu. Minnum hvort annað á. Ef einhver er að fara yfir strikið. Það er svo týpískt að við skiptum okkur ekki af. Stundum gleymir fólk sér bara aðeins í hita leiksins og svona. Við eigum að hnippa í hvort annað. Við þurfum að taka okkur á fullorðna fólkið og við hjá KSÍ styðjum það að sjálfsögðu og höldum okkar vinnu áfram og félögin gera það áfram en við þurfum að fá foreldra í lið með okkur og það er svolítið það sem ég er að kalla eftir.“ Dómarar í leikjum barna eru oft sjálfir börn og geta verið allt niður í þrettán ára. Vanda segir æskilegra að dómarar séu eldri en á mótum sé leikjafjöldi oft það mikill að það náist ekki að manna nema að líka séu ungir dómarar. „Ef þú ert foreldri á móti og það er fjórtán ára dómari að dæma þá sérðu alveg að þetta er ungur dómari og ef eitthvað er þá áttu að vera með enn þá betri hegðun. Þó reyndin virðist vera að þá sé verri hegðun ef hann er ungur en það á að vera öfugt.“ Þá geti það breytt miklu ef sjálfboðaliðum myndi fjölga og fleiri fullorðnir bjóða sig fram til að sinna dómgæslu á mótum. „Það gæti verið lausnin á þessu að foreldrarnir og við fullorðna fólkið að við mætum og dæmum en þá þurfa félögin ekki að vera að setja svona unga dómara“ Næsti þáttur af Hliðarlínunni verður á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í kvöld en þá verður fjallað um meiðsli barna í íþróttum. Þá er líka hægt að sjá þættina á Stöð 2+. Hliðarlínan Íþróttir barna Börn og uppeldi Fótbolti Tengdar fréttir Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11 Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Foreldrahegðun á íþróttamótum barna var til umræðu í síðasta þætti af Hliðarlínunni sem sýndur er á Stöð 2 og Stöð 2 Sport á mánudagskvöldum. Foreldrar láta oft í sér heyra og hrópa á börnin á meðan það þau eru að keppa. Vanda segir hegðun foreldra meðal annars hafa verið rædda á ungmennaþingi KSÍ í fyrra. Þingið sátu í kringum sextíu ungmenni á aldrinum 12-18 ára og var þetta það fyrsta sem þau tóku fyrir á þinginu. Það hafi komið alveg skýrt fram að börnin sjálf vilja ekki sjá þessa hegðun. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ segir margt hafa verið reynt til að sporna gegn slæmri foreldrahegðun á íþróttamótum barna. Vísir/Arnar „Þá voru þau svona að ræða að þetta geta verið náttúrulega leikirnir sjálfir en þetta getur líka verið fyrir leik og svo eftir leik. Það eru alveg til börn sem að kvíðir svolítið fyrir að fara í bílinn eftir leik af því mamma eða pabbi er að yfirheyra og jafnvel að skamma fyrir einhverjar frammistöðu í leiknum og svo framvegis.“ „Við viljum þetta ekki“ Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. Umboðsmanni barna hafa til að mynda borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. „Þegar að foreldrar svona missa sig í eitthvað rugl það er eitthvað sem að ég og við hjá KSÍ viljum náttúrulega alls ekki og heldur ekki félögin í landinu. Við viljum þetta ekki. Við viljum að börnin fái að vera börn og fái að spila fótbolta og íþróttir á þeirra forsendum sem er nú kannski bara að vera með vinum sínum fyrst og fremst og hafa gaman,“ segir Vanda. Hún segir KSÍ og félögin hafa verið að reyna að taka á þessu. Foreldrafundir í aðdraganda móta geti verið mikilvægir til að ræða hvaða hegðun sé viðeigandi. Mikilvægt sé að breyta þessari menningu sem myndast hefur á mótunum. „Tökum ákvörðun bara fullorðna fólk og hættum þessu. Minnum hvort annað á. Ef einhver er að fara yfir strikið. Það er svo týpískt að við skiptum okkur ekki af. Stundum gleymir fólk sér bara aðeins í hita leiksins og svona. Við eigum að hnippa í hvort annað. Við þurfum að taka okkur á fullorðna fólkið og við hjá KSÍ styðjum það að sjálfsögðu og höldum okkar vinnu áfram og félögin gera það áfram en við þurfum að fá foreldra í lið með okkur og það er svolítið það sem ég er að kalla eftir.“ Dómarar í leikjum barna eru oft sjálfir börn og geta verið allt niður í þrettán ára. Vanda segir æskilegra að dómarar séu eldri en á mótum sé leikjafjöldi oft það mikill að það náist ekki að manna nema að líka séu ungir dómarar. „Ef þú ert foreldri á móti og það er fjórtán ára dómari að dæma þá sérðu alveg að þetta er ungur dómari og ef eitthvað er þá áttu að vera með enn þá betri hegðun. Þó reyndin virðist vera að þá sé verri hegðun ef hann er ungur en það á að vera öfugt.“ Þá geti það breytt miklu ef sjálfboðaliðum myndi fjölga og fleiri fullorðnir bjóða sig fram til að sinna dómgæslu á mótum. „Það gæti verið lausnin á þessu að foreldrarnir og við fullorðna fólkið að við mætum og dæmum en þá þurfa félögin ekki að vera að setja svona unga dómara“ Næsti þáttur af Hliðarlínunni verður á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í kvöld en þá verður fjallað um meiðsli barna í íþróttum. Þá er líka hægt að sjá þættina á Stöð 2+.
Hliðarlínan Íþróttir barna Börn og uppeldi Fótbolti Tengdar fréttir Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11 Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11
Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00
Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30