Fleira en fótbolti liggi að baki fyrirhuguðum kaupum Sáda Valur Páll Eiríksson skrifar 11. október 2023 12:01 Sádískur fjárfestingahópur vill kaupa Marseille og ráða Zinedine Zidane sem þjálfara liðsins. Getty Sádískur fjárfestingahópur með tengsl við opinberan fjárfestingarsjóð landsins skoðar að kaupa tvö evrópsk fótboltalið, Marseille og Valencia. Hafnir borganna tveggja séu ekki minna mikilvægar en tækifærin tengd fótboltafélögunum sjálfum. Ekki virðist ætla að hægja á gríðarlegri sókn Sáda í íþróttaheiminum en eyðsla opinbers fjárfestingasjóðs ríkisins, PIF, í leikmannakaup í sádísku deildinni í sumar á vart sinn líka. Sjóðurinn keypti einnig enska fótboltafélagið Newcastle United í hitteðfyrra og hefur fjárfest ríkulega í liðinu. Ástæða þessa miklu fjárfestinga er sögð pólitísk og með framtíðartekjur ríkisins í huga. PIF er sagður muni halda sig til hlés hvað kaup á fótboltaliðum varðar en Sádar þrátt fyrir það langt í frá hættir og vilja fjölga félögum á sínum snærum. Milliliðir verði notaðir til kaupa á félögum að svipaðri stærð og Newcastle. Marseille og Valencia mættust í úrslitum UEFA-bikarsins árið 2004 og mega bæði muna fífil sinn fegurri.Getty Lið sem séu sögulega stór félög, eigi stóran og sterkan stuðningsmannahóp, sé í ákveðinni lægð og því mikil tækifæri til hraðrar uppbyggingar sem kosti ekki of mikið. Valencia á Spáni og Marseille á Frakklandi eru efst á lista Sáda samkvæmt breska miðlinum Independent og uppfylla félögin ofantalin skilyrði. Zinedine Zidane er sagður vera á radar Sáda til að taka við Marseille ef kaup á félaginu ganga í gegn. Valencia hefur munað fífil sinn fegurri og verið á niðurleið undanfarin ár vegna lítillar fjárfestingar eiganda liðsins, Peter Lim. Hann er hins vegar sagður efins um sölu á félaginu þar sem verið er að byggja nýjan völl sem geti skilað af sér miklum tekjum. Interesting thing about Marseille, Valencia & Newcastle is that they are all port cities in need of some significant inward investment. There's been Saudi Arabian interest in their container port facilities for some time... pic.twitter.com/JnID976wCE— Professor Simon Chadwick (@Prof_Chadwick) October 10, 2023 Simon Chadwick, prófessor við Skema-háskóla, bendir á að Sádar hafi undanfarið litið í kringum sig eftir hafnarsvæði til að fjárfesta í. Bæði Marseille og Valencia eru hafnarborgir og geti kaup á félögunum greitt leið að frekari fjárfestingum í borgunum tveimur. Sádar geti því slegið tvær flugur í einu höggi með kaupum á félögunum tveimur. Sádi-Arabía Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Fótbolti Fleiri fréttir Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ Sjá meira
Ekki virðist ætla að hægja á gríðarlegri sókn Sáda í íþróttaheiminum en eyðsla opinbers fjárfestingasjóðs ríkisins, PIF, í leikmannakaup í sádísku deildinni í sumar á vart sinn líka. Sjóðurinn keypti einnig enska fótboltafélagið Newcastle United í hitteðfyrra og hefur fjárfest ríkulega í liðinu. Ástæða þessa miklu fjárfestinga er sögð pólitísk og með framtíðartekjur ríkisins í huga. PIF er sagður muni halda sig til hlés hvað kaup á fótboltaliðum varðar en Sádar þrátt fyrir það langt í frá hættir og vilja fjölga félögum á sínum snærum. Milliliðir verði notaðir til kaupa á félögum að svipaðri stærð og Newcastle. Marseille og Valencia mættust í úrslitum UEFA-bikarsins árið 2004 og mega bæði muna fífil sinn fegurri.Getty Lið sem séu sögulega stór félög, eigi stóran og sterkan stuðningsmannahóp, sé í ákveðinni lægð og því mikil tækifæri til hraðrar uppbyggingar sem kosti ekki of mikið. Valencia á Spáni og Marseille á Frakklandi eru efst á lista Sáda samkvæmt breska miðlinum Independent og uppfylla félögin ofantalin skilyrði. Zinedine Zidane er sagður vera á radar Sáda til að taka við Marseille ef kaup á félaginu ganga í gegn. Valencia hefur munað fífil sinn fegurri og verið á niðurleið undanfarin ár vegna lítillar fjárfestingar eiganda liðsins, Peter Lim. Hann er hins vegar sagður efins um sölu á félaginu þar sem verið er að byggja nýjan völl sem geti skilað af sér miklum tekjum. Interesting thing about Marseille, Valencia & Newcastle is that they are all port cities in need of some significant inward investment. There's been Saudi Arabian interest in their container port facilities for some time... pic.twitter.com/JnID976wCE— Professor Simon Chadwick (@Prof_Chadwick) October 10, 2023 Simon Chadwick, prófessor við Skema-háskóla, bendir á að Sádar hafi undanfarið litið í kringum sig eftir hafnarsvæði til að fjárfesta í. Bæði Marseille og Valencia eru hafnarborgir og geti kaup á félögunum greitt leið að frekari fjárfestingum í borgunum tveimur. Sádar geti því slegið tvær flugur í einu höggi með kaupum á félögunum tveimur.
Sádi-Arabía Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Fótbolti Fleiri fréttir Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ Sjá meira