Telur að forsætisráðherra hefði átt að óska eftir afsögn fyrir löngu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. október 2023 12:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Oddný G. Harðardóttir nefndarmaður Samfylkingar í efnahags-og viðskiptanefnd og fyrrverandi fjármálaráðherra. Vísir/Kristján Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að forsætisráðherra hefði átt að fara fram á að Bjarni Benediktsson segði af sér ráðherraembætti um leið og kom í ljós að faðir hans var á meðal kaupenda að hlut ríkisins í Íslandsbanka. Samkvæmt lögum hefði fjármálaráðherra átt að vita af aðild föður síns þegar hann samþykkti að selja hlutinn í bankanum. Þá myndi það hvergi gerast í nágrannalöndum að ráðherra sem segir af sér embætti sé samstundis orðaður við annan ráðherrastól. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði á blaðamannafundi í gær þegar hann tilkynnti um afsögn sína sem fjármála-og efnahagsráðherra að hann hefði algjörlega hreina samvisku í Íslandsbankamálinu svokallaða. Þá fyndist sér margt orka tvímælis í áliti Umboðsmanns Alþingis, sem komst að þeirri niðurstöðu að þar sem einkahlutafélag föður hans var á meðal kaupenda að hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi fjármálaráðherra brugðist hæfi þegar hann samþykkti söluna. Bjarni benti á að óumdeilt væri að hann hafði ekki upplýsingar um þátttöku föður síns að útboðinu. Þá hafi salan verið í höndum Bankasýslu ríkisins og því ógerningur fyrir sig að fylgjast með mögulegu vanhæfi í sölunni. Hefði átt að vita af aðild föður síns Oddný G. Harðardóttir nefndarmaður Samfylkingar í efnahags-og viðskiptanefnd sem var fjármálaráðherra 2012 og mælti fyrir lögum um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum segir skýrt í lögunum að fjármálaráðherra hefði átt að vita af aðild föður síns að útboðinu áður en hann samþykkti að selja honum. „Það geta allir séð sem lesa lögin að ábyrgð ráðherrans á öllu söluferlinu er skrifuð með skýrum hætti inn í lögin. Hann á að ákveða hvað á að selja, hvernig, taka afstöðu þegar tilboð liggja fyrir og undirrita samninga. Frágangur sölunnar stóðst ekki lög. Fjármálaráðherra átti að vita um tilboð föður síns en segist hins vegar ekki hafa vitað af því. Sérstöku hæfisreglurnar sem umboðsmaður Alþingis vitnar í eru til þess að almenningur geti treyst því að stjórnvöld leysi úr málefnum á hlutlægan hátt. Þær eru til að verja almenning fyrir frændhygli og spillingu. Þess vegna er niðurstaða umboðsmanns Alþingis kórrétt að mínu mati. Í raun hefði ráðherrann átt að segja af sér fyrir einu og hálfu ári síðan þegar í ljós kom að faðir hann var meðal kaupenda,“ segir Oddný. Hafði tækifæri til að breyta lögunum Hún telur að fjármálaráðherra hafi haft tækifæri sjálfur til að breyta lögunum um söluna. „Að mínu mati er það bara hártoganir að segja að hann hefði ekki mátt vita neitt og ekki getað gætt að hæfi sínu. Hann átti að fara upp í lögunum. Ef hann gat ekki farið eftir ferlinu eða lögunum sem voru samþykkt á Alþingi átti hann að leggja til þess að þeim yrði breytt áður en farið var í ferlið. Það var ekki gert. Það er hvorki þannig að ráðherrar eða almenningur geti sagt eftir á að lögin séu svo vitlaus að viðkomandi hafi ákveðið að fara ekki eftir þeim,“ segir Oddný. Skýr ábyrgð Katrínar Oddný segir að forsætisráðherra beri líka ábyrgð í málinu. „Mér, öðrum þingmönnum og sérfræðingum hefur alltaf fundist það augljóst frá upphafi málsins að þarna var ekki farið að lögum. Í raun hefði forsætisráðherra átt að hvetja fjármálaráðherra til að segja af sér um leið og í ljós kom að faðir hans var meðal þeirra sem keypti í bankanum. Hún hefði átt að sjá það fyrr að þarna var pottur brotinn og ráðherrann þyrfti að víkja,“ segir Oddný. Við erum ekki komin lengra Vangaveltur hafa komið fram um að Bjarni Benediktsson ætli sér að fara í annan ráðherrastól. Samkvæmt heimildum fréttastofu er til að mynda rætt um stólaskipti við utanríkisráðherra. Oddný segir ekki ólíklegt að annar ráðherrastóll verði niðurstaðan. „Það getur gerst hér á landi en myndi ekki gerast í nágrannalöndum okkar. Ráðherra og formaður stjórnmálaflokks sem þarf að segja af sér embætti er ekki bara færður í annan stól í útlöndum, en það gæti gerst hér við erum bara ekki komin lengra. Okkur finnst bara sérstakt að hann haf isagt af sér þó það hefði verið augljóst alls staðar í kringum okkur að hann átti að gera það fyrir löngu síðan,“ segir Oddný að lokum. Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálamarkaðir Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Ég útiloka það alls ekki að ég verði áfram í ríkisstjórninni“ „Ég tók eina ákvörðun í dag og ég á eftir að taka ýmsar aðrar ákvarðanir en ég útiloka það alls ekki að ég verði áfram í ríkisstjórninni,“ sagði Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær. 11. október 2023 07:04 Umdeilt hvort Bjarni sé að axla ábyrgð Hvort að Bjarni Benediktsson sé að axla pólitíska ábyrgð með afsögn sinni var á meðal þess sem var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir það eiga eftir að koma í ljós. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Bjarna hafa axlað ábyrgð. Stjórnmálafræðingur segir það matsatriði. 10. október 2023 17:44 Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. 10. október 2023 14:58 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði á blaðamannafundi í gær þegar hann tilkynnti um afsögn sína sem fjármála-og efnahagsráðherra að hann hefði algjörlega hreina samvisku í Íslandsbankamálinu svokallaða. Þá fyndist sér margt orka tvímælis í áliti Umboðsmanns Alþingis, sem komst að þeirri niðurstöðu að þar sem einkahlutafélag föður hans var á meðal kaupenda að hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi fjármálaráðherra brugðist hæfi þegar hann samþykkti söluna. Bjarni benti á að óumdeilt væri að hann hafði ekki upplýsingar um þátttöku föður síns að útboðinu. Þá hafi salan verið í höndum Bankasýslu ríkisins og því ógerningur fyrir sig að fylgjast með mögulegu vanhæfi í sölunni. Hefði átt að vita af aðild föður síns Oddný G. Harðardóttir nefndarmaður Samfylkingar í efnahags-og viðskiptanefnd sem var fjármálaráðherra 2012 og mælti fyrir lögum um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum segir skýrt í lögunum að fjármálaráðherra hefði átt að vita af aðild föður síns að útboðinu áður en hann samþykkti að selja honum. „Það geta allir séð sem lesa lögin að ábyrgð ráðherrans á öllu söluferlinu er skrifuð með skýrum hætti inn í lögin. Hann á að ákveða hvað á að selja, hvernig, taka afstöðu þegar tilboð liggja fyrir og undirrita samninga. Frágangur sölunnar stóðst ekki lög. Fjármálaráðherra átti að vita um tilboð föður síns en segist hins vegar ekki hafa vitað af því. Sérstöku hæfisreglurnar sem umboðsmaður Alþingis vitnar í eru til þess að almenningur geti treyst því að stjórnvöld leysi úr málefnum á hlutlægan hátt. Þær eru til að verja almenning fyrir frændhygli og spillingu. Þess vegna er niðurstaða umboðsmanns Alþingis kórrétt að mínu mati. Í raun hefði ráðherrann átt að segja af sér fyrir einu og hálfu ári síðan þegar í ljós kom að faðir hann var meðal kaupenda,“ segir Oddný. Hafði tækifæri til að breyta lögunum Hún telur að fjármálaráðherra hafi haft tækifæri sjálfur til að breyta lögunum um söluna. „Að mínu mati er það bara hártoganir að segja að hann hefði ekki mátt vita neitt og ekki getað gætt að hæfi sínu. Hann átti að fara upp í lögunum. Ef hann gat ekki farið eftir ferlinu eða lögunum sem voru samþykkt á Alþingi átti hann að leggja til þess að þeim yrði breytt áður en farið var í ferlið. Það var ekki gert. Það er hvorki þannig að ráðherrar eða almenningur geti sagt eftir á að lögin séu svo vitlaus að viðkomandi hafi ákveðið að fara ekki eftir þeim,“ segir Oddný. Skýr ábyrgð Katrínar Oddný segir að forsætisráðherra beri líka ábyrgð í málinu. „Mér, öðrum þingmönnum og sérfræðingum hefur alltaf fundist það augljóst frá upphafi málsins að þarna var ekki farið að lögum. Í raun hefði forsætisráðherra átt að hvetja fjármálaráðherra til að segja af sér um leið og í ljós kom að faðir hans var meðal þeirra sem keypti í bankanum. Hún hefði átt að sjá það fyrr að þarna var pottur brotinn og ráðherrann þyrfti að víkja,“ segir Oddný. Við erum ekki komin lengra Vangaveltur hafa komið fram um að Bjarni Benediktsson ætli sér að fara í annan ráðherrastól. Samkvæmt heimildum fréttastofu er til að mynda rætt um stólaskipti við utanríkisráðherra. Oddný segir ekki ólíklegt að annar ráðherrastóll verði niðurstaðan. „Það getur gerst hér á landi en myndi ekki gerast í nágrannalöndum okkar. Ráðherra og formaður stjórnmálaflokks sem þarf að segja af sér embætti er ekki bara færður í annan stól í útlöndum, en það gæti gerst hér við erum bara ekki komin lengra. Okkur finnst bara sérstakt að hann haf isagt af sér þó það hefði verið augljóst alls staðar í kringum okkur að hann átti að gera það fyrir löngu síðan,“ segir Oddný að lokum.
Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálamarkaðir Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Ég útiloka það alls ekki að ég verði áfram í ríkisstjórninni“ „Ég tók eina ákvörðun í dag og ég á eftir að taka ýmsar aðrar ákvarðanir en ég útiloka það alls ekki að ég verði áfram í ríkisstjórninni,“ sagði Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær. 11. október 2023 07:04 Umdeilt hvort Bjarni sé að axla ábyrgð Hvort að Bjarni Benediktsson sé að axla pólitíska ábyrgð með afsögn sinni var á meðal þess sem var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir það eiga eftir að koma í ljós. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Bjarna hafa axlað ábyrgð. Stjórnmálafræðingur segir það matsatriði. 10. október 2023 17:44 Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. 10. október 2023 14:58 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Sjá meira
„Ég útiloka það alls ekki að ég verði áfram í ríkisstjórninni“ „Ég tók eina ákvörðun í dag og ég á eftir að taka ýmsar aðrar ákvarðanir en ég útiloka það alls ekki að ég verði áfram í ríkisstjórninni,“ sagði Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær. 11. október 2023 07:04
Umdeilt hvort Bjarni sé að axla ábyrgð Hvort að Bjarni Benediktsson sé að axla pólitíska ábyrgð með afsögn sinni var á meðal þess sem var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir það eiga eftir að koma í ljós. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Bjarna hafa axlað ábyrgð. Stjórnmálafræðingur segir það matsatriði. 10. október 2023 17:44
Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. 10. október 2023 14:58
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent