Taylor Swift aftur mætt og kærastinn í stuði í fimmta sigri Chiefs í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2023 09:01 Taylor Swift fagnar við hlið Brittany Mahomes í stúkunni á leik Kansas City Chiefs og Denver Broncos í nótt. Getty/Jamie Squire NFL-meistarar Kansas City Chiefs héldu sigurgöngu sinni áfram í NFL-deildinni í nótt þegar liðið vann 19-8 sigur á Denver Broncos á Arrowhead. Þetta var fimmti sigur Chiefs í röð og liðið er nú með besta árangurinn í Ameríkudeildinni. Liðið tapaði óvænt fyrsta leik á móti Detroit Lions en hefur unnið alla fimm leiki sína síðan. Chiefs hefur þó oft unnið meira sannfærandi sigra því liðið skoraði aðeins eitt snertimark í leiknum og tólf af nítján stigum komu því eftir að sparkarinn Harrison Butker skoraði vallarmörk. Every one of Travis Kelce's receptions tonight have come against the Broncos defense in zone coverage (8 receptions for 121 yards).Kelce is averaging 5.1 yards of separation on 8 targets against zone coverage so far tonight (0 tight windows).Powered by @awscloud pic.twitter.com/hTpnRCbGXi— Next Gen Stats (@NextGenStats) October 13, 2023 Stórstjarnan Taylor Swift var aftur mætt í stúkuna til að fylgjast með kærasta sínum, Travis Kelce. Kelce skoraði ekki snertimark en átti fínan leik. Hann greip níu bolta og fór með boltann 124 jarda. Kelce meiddist á ökkla í leiknum á undan en þá var engin Swift í stúkunni. Hann náði að harka af sér og spila leikinn í nótt og ekki skemmdi fyrir honum né aðdáendum söngkonunnar að sjá hana skemmta sér. Swift fagnaði vel í heiðursstúkunni við hlið Íslandsvinarins Brittany Mahomes, fyrrum leikmanns Aftureldingar og núverandi eiginkonu leikstjórnandans Patrick Mahomes. Þær hafa orðið mjög góðar vinkonur samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum. Eina snertimark Chiefs skoraði útherjinn Kadarius Toney í öðrum leikhluta en Kansas City var 13-0 yfir í hálfleik og 16-0 yfir eftir þrjá leikhluta. Taylor Swift in the house for TNF #DENvsKC pic.twitter.com/Swf7x9SuGf— NFL (@NFL) October 12, 2023 NFL Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira
Þetta var fimmti sigur Chiefs í röð og liðið er nú með besta árangurinn í Ameríkudeildinni. Liðið tapaði óvænt fyrsta leik á móti Detroit Lions en hefur unnið alla fimm leiki sína síðan. Chiefs hefur þó oft unnið meira sannfærandi sigra því liðið skoraði aðeins eitt snertimark í leiknum og tólf af nítján stigum komu því eftir að sparkarinn Harrison Butker skoraði vallarmörk. Every one of Travis Kelce's receptions tonight have come against the Broncos defense in zone coverage (8 receptions for 121 yards).Kelce is averaging 5.1 yards of separation on 8 targets against zone coverage so far tonight (0 tight windows).Powered by @awscloud pic.twitter.com/hTpnRCbGXi— Next Gen Stats (@NextGenStats) October 13, 2023 Stórstjarnan Taylor Swift var aftur mætt í stúkuna til að fylgjast með kærasta sínum, Travis Kelce. Kelce skoraði ekki snertimark en átti fínan leik. Hann greip níu bolta og fór með boltann 124 jarda. Kelce meiddist á ökkla í leiknum á undan en þá var engin Swift í stúkunni. Hann náði að harka af sér og spila leikinn í nótt og ekki skemmdi fyrir honum né aðdáendum söngkonunnar að sjá hana skemmta sér. Swift fagnaði vel í heiðursstúkunni við hlið Íslandsvinarins Brittany Mahomes, fyrrum leikmanns Aftureldingar og núverandi eiginkonu leikstjórnandans Patrick Mahomes. Þær hafa orðið mjög góðar vinkonur samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum. Eina snertimark Chiefs skoraði útherjinn Kadarius Toney í öðrum leikhluta en Kansas City var 13-0 yfir í hálfleik og 16-0 yfir eftir þrjá leikhluta. Taylor Swift in the house for TNF #DENvsKC pic.twitter.com/Swf7x9SuGf— NFL (@NFL) October 12, 2023
NFL Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti