Hvaða stöðugleika er ríkisstjórnin að tala um? Björn Leví Gunnarsson skrifar 14. október 2023 12:31 „Stöðugleiki er það sem við þurfum“ segir formaður Framsóknarflokksins þegar tilkynnt er um stólaskipti vegna þess að formaður Sjálfstæðisflokksins braut hæfisreglur þegar verið var að selja Íslandsbanka. Hvaða stöðugleika er eiginlega verið að tala um? Er það stöðugleiki efnahagsmála? Verðbólgan og vextirnir? Er það stöðugleikinn í húsnæðismálum? Heilbrigðismálum? Öldrunarmálum? Er það stjórnmálalegur stöðguleiki? Það er alveg rétt hjá formönnum ríkisstjórnarflokkannna að það eru stór verkefni framundan en það er ekki sjálfgefið að nákvæmlega þessir flokkar geti sameinast um stórar og erfiðar ákvarðanir. Það er ekki eins og samheldnin hafi verið rosalega mikil hingað til. Allar stórar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar hafa verið gagnrýndar af einhverjum innan ríkisstjórnarflokkanna, allt frá lífskjarasamningunum (sem þau hafa ekki enn uppfyllt) til Covid og bankasölunnar. Ríkisstjórnin var mynduð til þess að búa til pólitískan stöðugleika. En pólitískur stöðugleiki fæst ekki bara með því að sitja sem fastast sama hvað. Pólitískur stöðugleiki fæst með trausti bæði innan og utan frá. Hingað til hef ég sagt að þó ég beri ekki mikið traust til ríkisstjórnarinnar til að klára þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir þá hef ég alveg treyst einstaka ráðherrum til verka í þeirra málaflokkum. Ég myndi ekki sjálfkrafa kjósa já með vantrauststillögu með hvaða ráðherra sem er. Ekki einu sinni ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Nú er svo komið hins vegar að ég treysti ekki þessari ríkisstjórn til neinna verka. Ástæðan fyrir því er þetta ábyrgðarleysi sem blasir við okkur þegar þau gera eitthvað rangt. Í hvert skipti sem verk ríkisstjórnarinnar eru gagnrýnd byrja þau á að telja upp einhvern langan lista af verkum sem þau segja að sé merki um mikilvægi ríkisstjórnarinnar, hversu góð hugmynd það hafi verið að mynda þessa stjórn. Það er minnst á nýjan Landsspítala til dæmis sem var vissulega búinn að vera lengi í undirbúningi, en það voru bókstaflega allir flokkar sem ætluðu að byggja nýjan spítala. Það er því ekkert afrek að gera það sem allir hinir ætluðu að gera líka. Að því sögðu var valin hörmuleg staðsetning fyrir spítalann, Allir sjúkraflutningar nema mögulega sjúkraflug eru mjög takmarkaðir miðað við allar aðrar staðsetningar á höfuðborgarsvæðinu nema kannski út á Gróttu. Nú hafa meira að segja verið viðraðar áhyggjur af því að ekki sé hægt að setja þyrlupall við nýja Landsspítalann - þannig að það gæti endað þannig að sjúkraflutningar með þyrlu verði verri en þeir eru núna. Annað sem ríkisstjórnin minnist á eru húsnæðismálin, en staðan þar er verri. Líka í öldrunarmálum - það er enn gríðarlegur skortur á hjúkrunarrýmum og heimaþjónustu. Ég á því erfitt með að skilja hvaða stöðugleika ríkisstjórnin er að reyna að búa til. Staðan líkist frekar stöðunun - sem vissulega uppfyllir ákveðin “stöðugleikaskilyrði”. Það þarf að gera betur. Verkið er risavaxið og fyrsta verkið hlýtur að vera fyrir ríkisstjórnina að stíga til hliðar því þau hafa sýnt það í verki að stólarnir skipta meira máli en verkin. Það eina sem fæst með þrásetu ríkisstjórnarinnar er áframhaldandi stöðun. Þau eru ólíkir flokkar, eins og þau þreytast ekki á að segja, og sem slíkir halda þau aftur af hvort öðru. Allar “brýr” sem þau byggja milli andstæðra skoðanna eru litlar og einbreiðar og stóru samfélagslegu málin sitja á hakanum. Kvótakerfið, stjórnarskráin, húsnæðismarkaðurinn, efnahagurinn, … Það er kannski eðlilegt að þau sjá engar aðrar lausnir í stöðunni en að þau sitji sem fastast. Mögulegar lausnir takmarkast við andstæðar skoðanir þeirra. Allar lausnir verða því bara umdeilt hálfkák. Það þarf að stíga stærri skref á næstu árum en þessi ríkisstjórn getur mögulega gert. Eigum við bara að bíða í tvö ár í viðbót eftir breytingum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
„Stöðugleiki er það sem við þurfum“ segir formaður Framsóknarflokksins þegar tilkynnt er um stólaskipti vegna þess að formaður Sjálfstæðisflokksins braut hæfisreglur þegar verið var að selja Íslandsbanka. Hvaða stöðugleika er eiginlega verið að tala um? Er það stöðugleiki efnahagsmála? Verðbólgan og vextirnir? Er það stöðugleikinn í húsnæðismálum? Heilbrigðismálum? Öldrunarmálum? Er það stjórnmálalegur stöðguleiki? Það er alveg rétt hjá formönnum ríkisstjórnarflokkannna að það eru stór verkefni framundan en það er ekki sjálfgefið að nákvæmlega þessir flokkar geti sameinast um stórar og erfiðar ákvarðanir. Það er ekki eins og samheldnin hafi verið rosalega mikil hingað til. Allar stórar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar hafa verið gagnrýndar af einhverjum innan ríkisstjórnarflokkanna, allt frá lífskjarasamningunum (sem þau hafa ekki enn uppfyllt) til Covid og bankasölunnar. Ríkisstjórnin var mynduð til þess að búa til pólitískan stöðugleika. En pólitískur stöðugleiki fæst ekki bara með því að sitja sem fastast sama hvað. Pólitískur stöðugleiki fæst með trausti bæði innan og utan frá. Hingað til hef ég sagt að þó ég beri ekki mikið traust til ríkisstjórnarinnar til að klára þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir þá hef ég alveg treyst einstaka ráðherrum til verka í þeirra málaflokkum. Ég myndi ekki sjálfkrafa kjósa já með vantrauststillögu með hvaða ráðherra sem er. Ekki einu sinni ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Nú er svo komið hins vegar að ég treysti ekki þessari ríkisstjórn til neinna verka. Ástæðan fyrir því er þetta ábyrgðarleysi sem blasir við okkur þegar þau gera eitthvað rangt. Í hvert skipti sem verk ríkisstjórnarinnar eru gagnrýnd byrja þau á að telja upp einhvern langan lista af verkum sem þau segja að sé merki um mikilvægi ríkisstjórnarinnar, hversu góð hugmynd það hafi verið að mynda þessa stjórn. Það er minnst á nýjan Landsspítala til dæmis sem var vissulega búinn að vera lengi í undirbúningi, en það voru bókstaflega allir flokkar sem ætluðu að byggja nýjan spítala. Það er því ekkert afrek að gera það sem allir hinir ætluðu að gera líka. Að því sögðu var valin hörmuleg staðsetning fyrir spítalann, Allir sjúkraflutningar nema mögulega sjúkraflug eru mjög takmarkaðir miðað við allar aðrar staðsetningar á höfuðborgarsvæðinu nema kannski út á Gróttu. Nú hafa meira að segja verið viðraðar áhyggjur af því að ekki sé hægt að setja þyrlupall við nýja Landsspítalann - þannig að það gæti endað þannig að sjúkraflutningar með þyrlu verði verri en þeir eru núna. Annað sem ríkisstjórnin minnist á eru húsnæðismálin, en staðan þar er verri. Líka í öldrunarmálum - það er enn gríðarlegur skortur á hjúkrunarrýmum og heimaþjónustu. Ég á því erfitt með að skilja hvaða stöðugleika ríkisstjórnin er að reyna að búa til. Staðan líkist frekar stöðunun - sem vissulega uppfyllir ákveðin “stöðugleikaskilyrði”. Það þarf að gera betur. Verkið er risavaxið og fyrsta verkið hlýtur að vera fyrir ríkisstjórnina að stíga til hliðar því þau hafa sýnt það í verki að stólarnir skipta meira máli en verkin. Það eina sem fæst með þrásetu ríkisstjórnarinnar er áframhaldandi stöðun. Þau eru ólíkir flokkar, eins og þau þreytast ekki á að segja, og sem slíkir halda þau aftur af hvort öðru. Allar “brýr” sem þau byggja milli andstæðra skoðanna eru litlar og einbreiðar og stóru samfélagslegu málin sitja á hakanum. Kvótakerfið, stjórnarskráin, húsnæðismarkaðurinn, efnahagurinn, … Það er kannski eðlilegt að þau sjá engar aðrar lausnir í stöðunni en að þau sitji sem fastast. Mögulegar lausnir takmarkast við andstæðar skoðanir þeirra. Allar lausnir verða því bara umdeilt hálfkák. Það þarf að stíga stærri skref á næstu árum en þessi ríkisstjórn getur mögulega gert. Eigum við bara að bíða í tvö ár í viðbót eftir breytingum?
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar