Faðir norsku hlaupabræðranna biður eiginkonuna afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2023 15:01 Filip Ingebrigtsen, Jakob Ingebrigtsen og Henrik Ingebrigtsen eftir hlaup á HM í Doha 2019. Getty/Maja Hitij Gjert Ingebrigtsen gat ekki haldið áfram að þjálfa syni sína því fjölskyldulífið var að fara til fjandans. Ingebrigtsen bræðurnir eru margverðlaunaðir hlauparar en þeir heita Jakob, Filip og Henrik. Bræðurnir eru fæddir á árunum 1991 til 2000. Sá yngsti, Jakob, er Ólympíumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og áttfaldur Evrópumeistari. Henrik og Filip hafa orðið Evrópumeistarar og Filip hefur einnig unnið verðlaun á HM. Gjert Ingebrigtsen åpner opp: Jeg har lyst til å si unnskyld til mange mennesker https://t.co/QUZEHNSuVE— VG (@vgnett) October 17, 2023 Faðir þeirra Gjert Ingebrigtsen þjálfaði þá alla tíð eða þangað til í fyrra þegar hann hætti skyndilega sem þjálfari þeirra. Gjert kom í hlaðvarpsþáttinn „Skyld og Skam“ og fór yfir það sem var í gangi á þessum tíma. Það vissu allir að hann var mjög harður við strákana en nú lítur út fyrir að hann hafi farið langt yfir strikið og bræðurnir hafi fengið algjörlega nóg. Hann viðurkennir að þetta var ákvörðun sonanna með það markmið að eyðileggja ekki algjörlega samband feðganna. Vandamálið var ekki nýtt á nálinni þegar samstarfið endaði. „Nei það tók þá langan tíma að fá mig til að hætta. Svona samstarf skapar ágreining og býr til sár sem gróa ekki. Þú áttar þig ekki á því hversu alvarlegt þetta eða hversu djúp þessi sár eru. Þú heldur bara áfram og býrð þá til ný. Allt í einu er fullt af sárum og út um allt,“ sagði Gjert Ingebrigtsen. Hann segir að eitt stærsta fórnarlambið hafi í raun verið eiginkona hans og móðir strákanna en hún heitir Tone. Hann vildi því biðja hana afsökunar en hún varð á milli í fjölskylduerjunum. „Hún ber mikinn sársauka vegna alls þessa. Hún heldur mér gangandi og heldur strákunum gangandi,“ sagði Ingebrigtsen. Vi har laget podd med Gjert Ingebrigtsen! Eller, det vil si. @abidraja og Nadia har laget den da, og Gjert er første gjest. Anbefaler å høre Linker her:Spotify - https://t.co/7HciueILHfApple - https://t.co/BRJCU2dO3D pic.twitter.com/dzjYnBvsRW— Sebastian Langvik-Hansen (@seblaha) October 17, 2023 Frjálsar íþróttir Mál Gjert Ingebrigtsen Noregur Hlaup Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Sjá meira
Ingebrigtsen bræðurnir eru margverðlaunaðir hlauparar en þeir heita Jakob, Filip og Henrik. Bræðurnir eru fæddir á árunum 1991 til 2000. Sá yngsti, Jakob, er Ólympíumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og áttfaldur Evrópumeistari. Henrik og Filip hafa orðið Evrópumeistarar og Filip hefur einnig unnið verðlaun á HM. Gjert Ingebrigtsen åpner opp: Jeg har lyst til å si unnskyld til mange mennesker https://t.co/QUZEHNSuVE— VG (@vgnett) October 17, 2023 Faðir þeirra Gjert Ingebrigtsen þjálfaði þá alla tíð eða þangað til í fyrra þegar hann hætti skyndilega sem þjálfari þeirra. Gjert kom í hlaðvarpsþáttinn „Skyld og Skam“ og fór yfir það sem var í gangi á þessum tíma. Það vissu allir að hann var mjög harður við strákana en nú lítur út fyrir að hann hafi farið langt yfir strikið og bræðurnir hafi fengið algjörlega nóg. Hann viðurkennir að þetta var ákvörðun sonanna með það markmið að eyðileggja ekki algjörlega samband feðganna. Vandamálið var ekki nýtt á nálinni þegar samstarfið endaði. „Nei það tók þá langan tíma að fá mig til að hætta. Svona samstarf skapar ágreining og býr til sár sem gróa ekki. Þú áttar þig ekki á því hversu alvarlegt þetta eða hversu djúp þessi sár eru. Þú heldur bara áfram og býrð þá til ný. Allt í einu er fullt af sárum og út um allt,“ sagði Gjert Ingebrigtsen. Hann segir að eitt stærsta fórnarlambið hafi í raun verið eiginkona hans og móðir strákanna en hún heitir Tone. Hann vildi því biðja hana afsökunar en hún varð á milli í fjölskylduerjunum. „Hún ber mikinn sársauka vegna alls þessa. Hún heldur mér gangandi og heldur strákunum gangandi,“ sagði Ingebrigtsen. Vi har laget podd med Gjert Ingebrigtsen! Eller, det vil si. @abidraja og Nadia har laget den da, og Gjert er første gjest. Anbefaler å høre Linker her:Spotify - https://t.co/7HciueILHfApple - https://t.co/BRJCU2dO3D pic.twitter.com/dzjYnBvsRW— Sebastian Langvik-Hansen (@seblaha) October 17, 2023
Frjálsar íþróttir Mál Gjert Ingebrigtsen Noregur Hlaup Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Sjá meira