Senn líður að jólum Sævar Helgi Lárusson skrifar 17. október 2023 11:31 Nú er haustið að skella á okkur af fullum þunga. Hver lægðin á fætur annarri bregður sér yfir landið og léttir á sér yfir okkur. Svo kólnar, og rigningin breytist í slyddu og snjó. Færð spillist og birtutíminn styttist. Við tekur tímabil fram á vormánuði þar sem veghaldarar landsins keppast við að halda akstursskilyrðum eins góðum og hægt er. Verkefni sem er fullt af áskorunum eins og síðasti vetur bar með sér. Snjóruðningstækin og hálkuvarnardreifarar eru víða komin á stjá. Sveima um vegi landsins og götur bæjanna, okkur hinum til heilla. Fari þau aftur sem fyrst til fjalla í hellinn sinn, en sennilega verður það ekki fyrr en í apríl, mögulega maí. Við því er ekkert að gera, því hér búum við. Ekki skellum við bara í lás. Að minnsta kosti ekki ég. Hér er frábært að vera á veturna eins og sumrin. Við þurfum bara að gæta að aðstæðum áður en við leggjum í hann. Passa upp á að vera rétt skóuð og klædd, það þýðir ekkert að vera í sandölum og ermalausum bol. Bílar og hjól á sumarhjólbörðum eiga ekkert erindi út á götur landsins að vetrarlagi nema þessa örfáu daga, eða dagparta, sem æðri máttarvöld lauma til okkar með óreglulegum hætti. Það er meira segja svo, að sumarhjólbarðar þola illa kulda. Efnið í þeim harðnar í hitastigi undir sjö gráðum og þá minnkar veggripið. Eins er vert að minnast á að eftir því sem hjólbarðar slitna og mynstursdýptin minnkar, þá skerðast eiginleikar þeirra. Lágmarks mynstursdýpt hjólbarða fólksbifreiða er 3 mm á tímabilinu 1. nóvember til 14. apríl. Ég hvet alla sem reka bíl eða hjól til að huga sem fyrst að hjólbörðunum. Svo er það að læra inn á landið og veðrið. Átta sig á hvernig aðstæður verða á því ferðalagi sem við eigum í vændum. Þá er gott að skoða veðurspá og kíkja inn á umferdin.is. Þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir ferðalanga. Hvernig færðin er og veðrið, hægt er að skoða myndir úr myndavélum Vegagerðarinnar sem staðsettar eru á víð og dreif um allt land. Hvaða vegir eru lokaðir og ýmsar aðrar upplýsingar sem geta verið gagnlegar. Við hjá Vegagerðinni vitum að það eru ekki alltaf hæg heimatökin að vafra um á netinu, þá er bara að taka upp tólið og hringja í þjónustusíma Vegagerðarinnar, 1777. Hann er opinn milli kl. 6:30 og 22:00. Við vöknum snemma hér á bæ, og erum ekki enn farin að láta talgerfla svara í símann fyrir okkur. Já, við getum stundum verið svolítið gamaldags. Varðandi snjóruðningstækin, þá vil ég koma á framfæri við ykkur mikilvægi þess að umgangast þessi tæki af varúð. Gefið þeim pláss til að athafna sig. Dóla bara á eftir þeim á nýruddum veginum frekar en að reyna áhættusaman framúrakstur. Muna bar að hafa gott bil. Stjórnun þeirra er bæði flókin og útsýn oft takmarkað, bæði vegna stærðar tækjanna og snjókófs sem oft myndast þegar verið er að ryðja vegina. Það vill líka svo til, að þegar þau fara á stjá, þá eru akstursaðstæður yfirleitt slæmar, eða við það að verða slæmar. Svo skulum við muna, að stundum er betra heima setið en af stað farið. Öll él birtir upp um síðir. Góða ferð. Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Snjómokstur Umferð Samgöngur Mest lesið Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er haustið að skella á okkur af fullum þunga. Hver lægðin á fætur annarri bregður sér yfir landið og léttir á sér yfir okkur. Svo kólnar, og rigningin breytist í slyddu og snjó. Færð spillist og birtutíminn styttist. Við tekur tímabil fram á vormánuði þar sem veghaldarar landsins keppast við að halda akstursskilyrðum eins góðum og hægt er. Verkefni sem er fullt af áskorunum eins og síðasti vetur bar með sér. Snjóruðningstækin og hálkuvarnardreifarar eru víða komin á stjá. Sveima um vegi landsins og götur bæjanna, okkur hinum til heilla. Fari þau aftur sem fyrst til fjalla í hellinn sinn, en sennilega verður það ekki fyrr en í apríl, mögulega maí. Við því er ekkert að gera, því hér búum við. Ekki skellum við bara í lás. Að minnsta kosti ekki ég. Hér er frábært að vera á veturna eins og sumrin. Við þurfum bara að gæta að aðstæðum áður en við leggjum í hann. Passa upp á að vera rétt skóuð og klædd, það þýðir ekkert að vera í sandölum og ermalausum bol. Bílar og hjól á sumarhjólbörðum eiga ekkert erindi út á götur landsins að vetrarlagi nema þessa örfáu daga, eða dagparta, sem æðri máttarvöld lauma til okkar með óreglulegum hætti. Það er meira segja svo, að sumarhjólbarðar þola illa kulda. Efnið í þeim harðnar í hitastigi undir sjö gráðum og þá minnkar veggripið. Eins er vert að minnast á að eftir því sem hjólbarðar slitna og mynstursdýptin minnkar, þá skerðast eiginleikar þeirra. Lágmarks mynstursdýpt hjólbarða fólksbifreiða er 3 mm á tímabilinu 1. nóvember til 14. apríl. Ég hvet alla sem reka bíl eða hjól til að huga sem fyrst að hjólbörðunum. Svo er það að læra inn á landið og veðrið. Átta sig á hvernig aðstæður verða á því ferðalagi sem við eigum í vændum. Þá er gott að skoða veðurspá og kíkja inn á umferdin.is. Þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir ferðalanga. Hvernig færðin er og veðrið, hægt er að skoða myndir úr myndavélum Vegagerðarinnar sem staðsettar eru á víð og dreif um allt land. Hvaða vegir eru lokaðir og ýmsar aðrar upplýsingar sem geta verið gagnlegar. Við hjá Vegagerðinni vitum að það eru ekki alltaf hæg heimatökin að vafra um á netinu, þá er bara að taka upp tólið og hringja í þjónustusíma Vegagerðarinnar, 1777. Hann er opinn milli kl. 6:30 og 22:00. Við vöknum snemma hér á bæ, og erum ekki enn farin að láta talgerfla svara í símann fyrir okkur. Já, við getum stundum verið svolítið gamaldags. Varðandi snjóruðningstækin, þá vil ég koma á framfæri við ykkur mikilvægi þess að umgangast þessi tæki af varúð. Gefið þeim pláss til að athafna sig. Dóla bara á eftir þeim á nýruddum veginum frekar en að reyna áhættusaman framúrakstur. Muna bar að hafa gott bil. Stjórnun þeirra er bæði flókin og útsýn oft takmarkað, bæði vegna stærðar tækjanna og snjókófs sem oft myndast þegar verið er að ryðja vegina. Það vill líka svo til, að þegar þau fara á stjá, þá eru akstursaðstæður yfirleitt slæmar, eða við það að verða slæmar. Svo skulum við muna, að stundum er betra heima setið en af stað farið. Öll él birtir upp um síðir. Góða ferð. Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun