Dóttir hins látna fann blóðugan hníf í fyrradag Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. október 2023 14:43 Frá vettvangi, Drangarhrauni 12. Vísir/Vilhelm Nítján ára dóttir Jaroslaw Kaminski, sem var myrtur í Drangarhrauni í sumar, fann hníf sem líklega er sá sem notaður var til að bana föður hennar, í íbúðinni í fyrradag. Verjandi Maciej Jakub Talik, sem er ákærður fyrir manndráp, segir málið skandal og vinnubrögð lögreglu, sem ekki hafi fundið hnífinn, ámælisverð. Dóttir Jaroslaw var stödd í íbúðinni að Drangarhrauni ásamt móður sinni, fyrrverandi eiginkonu Jaroslaw í fyrradag, til að taka saman eigur föður síns. Mæðgurnar fundu blóðugan hníf í íbúðinni. Að öllum líkindum er um að ræða morðvopnið. Maciej Jakubs Talik var ákærður fyrir að hafa orðið Jaroslaw Kaminski að bana þann 17. júní síðastliðinn. Aðalmeðferð lauk í síðustu viku og málið lagt í dóm. Maciej Jakub Talik hefur játað að hafa stungið Jaroslaw Kaminski til bana, en ber við sjálfsvörn. Aðalmeðferð málsins lauk í síðustu viku.Vísir/Vilhelm Vinnubrögð tæknideildar ámælisverð Í samtali við fréttastofu segist Elimar Hauksson, lögmaður Maciej hafa verið upplýstur um að hnífurinn hafi fundist í gær. Hann segir „algjört bull“ að þetta skuli vera að gerast. „Við erum að tala um að þetta er á vettvangi, inni í Drangarhrauni, sem lögreglan er búin að vettvangsrannsaka. Þeir fundu ekki hnífinn. Svo er það almennur borgari, dóttir hins látna, sem finnur hnífinn í íbúðinni þegar hún er að taka saman eigur föður síns. Fjórum mánuðum eftir að málið kemur upp. Þetta er skandall,“ segir Elimar. Búið sé að forskoða hnífinn og kanna hvort blóðið sem var á honum hafi verið úr manneskju, og svo hafi verið raunin. Elimar segir málið bætast ofan á þá staðreynd að ekki hafi verið framkvæmd blóðferlarannsókn á vettvangi. „Í manndrápsmáli, þar sem einungis einn maður er til frásagnar og hefur borið við minnisleysi um margt af því sem gerðist.“ Þetta eru ámælisverð vinnubrögð hjá tæknideild lögreglu sem rannsakar vettvang Segir aðalmeðferðina í uppnámi Elimar segist ekki vita til þess að álíka atvik hafi komið upp áður og ekki sé ljóst á þessari stundu hvert framhaldið verði. „Aðalmeðferðin er í uppnámi. Það er ljóst að það þarf að leggja fram gögn fyrir dóminn um þennan hníf. Munaskýrslu, og DNA til dæmis. Nú eru sýni farin til Svíþjóðar í DNA greiningu, og slíkt tekur þrjár til fjórar vikur ef allt gengur upp. Í máli sem er búið að dómtaka.“ Manndráp í Drangahrauni Lögreglumál Hafnarfjörður Lögreglan Tengdar fréttir Sátu að sumbli og rifust um peninga Maciej Jakub Talik, sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið herbergisfélaga sínum að bana í Hafnarfirði í sumar, segir að hinn látni hafi reynt að kúga út úr honum pening og hann hafi drepið hann í sjálfsvörn. 9. október 2023 10:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Dóttir Jaroslaw var stödd í íbúðinni að Drangarhrauni ásamt móður sinni, fyrrverandi eiginkonu Jaroslaw í fyrradag, til að taka saman eigur föður síns. Mæðgurnar fundu blóðugan hníf í íbúðinni. Að öllum líkindum er um að ræða morðvopnið. Maciej Jakubs Talik var ákærður fyrir að hafa orðið Jaroslaw Kaminski að bana þann 17. júní síðastliðinn. Aðalmeðferð lauk í síðustu viku og málið lagt í dóm. Maciej Jakub Talik hefur játað að hafa stungið Jaroslaw Kaminski til bana, en ber við sjálfsvörn. Aðalmeðferð málsins lauk í síðustu viku.Vísir/Vilhelm Vinnubrögð tæknideildar ámælisverð Í samtali við fréttastofu segist Elimar Hauksson, lögmaður Maciej hafa verið upplýstur um að hnífurinn hafi fundist í gær. Hann segir „algjört bull“ að þetta skuli vera að gerast. „Við erum að tala um að þetta er á vettvangi, inni í Drangarhrauni, sem lögreglan er búin að vettvangsrannsaka. Þeir fundu ekki hnífinn. Svo er það almennur borgari, dóttir hins látna, sem finnur hnífinn í íbúðinni þegar hún er að taka saman eigur föður síns. Fjórum mánuðum eftir að málið kemur upp. Þetta er skandall,“ segir Elimar. Búið sé að forskoða hnífinn og kanna hvort blóðið sem var á honum hafi verið úr manneskju, og svo hafi verið raunin. Elimar segir málið bætast ofan á þá staðreynd að ekki hafi verið framkvæmd blóðferlarannsókn á vettvangi. „Í manndrápsmáli, þar sem einungis einn maður er til frásagnar og hefur borið við minnisleysi um margt af því sem gerðist.“ Þetta eru ámælisverð vinnubrögð hjá tæknideild lögreglu sem rannsakar vettvang Segir aðalmeðferðina í uppnámi Elimar segist ekki vita til þess að álíka atvik hafi komið upp áður og ekki sé ljóst á þessari stundu hvert framhaldið verði. „Aðalmeðferðin er í uppnámi. Það er ljóst að það þarf að leggja fram gögn fyrir dóminn um þennan hníf. Munaskýrslu, og DNA til dæmis. Nú eru sýni farin til Svíþjóðar í DNA greiningu, og slíkt tekur þrjár til fjórar vikur ef allt gengur upp. Í máli sem er búið að dómtaka.“
Manndráp í Drangahrauni Lögreglumál Hafnarfjörður Lögreglan Tengdar fréttir Sátu að sumbli og rifust um peninga Maciej Jakub Talik, sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið herbergisfélaga sínum að bana í Hafnarfirði í sumar, segir að hinn látni hafi reynt að kúga út úr honum pening og hann hafi drepið hann í sjálfsvörn. 9. október 2023 10:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sátu að sumbli og rifust um peninga Maciej Jakub Talik, sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið herbergisfélaga sínum að bana í Hafnarfirði í sumar, segir að hinn látni hafi reynt að kúga út úr honum pening og hann hafi drepið hann í sjálfsvörn. 9. október 2023 10:34