„Þurftum á öllu okkar að halda til að vinna hér í kvöld“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. október 2023 21:28 Ægir Þór Steinarsson skoraði 40 stig fyrir Stjörnuna í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Ægir Þór Steinarsson átti sannkallaðan stórleik er Stjarnan vann tíu stiga sigur gegn Hamri í Hveragerði í Subway-deild karla í kvöld, 80-90. Ægir gerði sér lítið fyrir og skoraði 40 stig fyrir Stjörnuna og átti stóran þátt í því að liðið vann torsóttan sigur gegn nýliðum Hamars. „Við vissum það þegar við komum inn í þennan leik að þetta yrði mjög erfitt. Það er erfitt að koma hingað, þeir eru með frábæra umgjörð og góða stemningu í húsinu. Þetta var skemmtileg upplifun að koma hingað og þeir eru að standa sig vel. Við þurftum á öllu okkar að halda til að vinna hér í kvöld,“ sagði Ægir í viðtali eftir leikinn. Eins og áður segir skoraði Ægir 40 stig fyrir Stjörnuna í kvöld, en hann segir þó mikilvægast að liðið hafi unnið. „Ég er mest sáttur með, og það er skrýtið að segja það eftir svona frammistöðu, að hvað það er mikill léttir að ná í sigur. Það er það sem okkur langaði mest í og það er kærkomið.“ Stjörnumenn voru lengi í gang í leik kvöldsins og lentu 16 stigum undir strax í fyrsta leikhluta. Ægir segir þó að hann hafi gert ráð fyrir því að leikurinn í kvöld yrði brekka. „Við vissum það þegar við komum inn í leikinn að þetta yrði kannski smá basl og erfitt. Við vorum að finna góð „look“ og það er eitthvað sem maður þarf að sannfæra sjálfan sig um til að ná í góð færi. Við þurfum kannski bara að einbeita okkur aðeins meira að varnarleiknum og halda haus.“ Þá ítrekaði Ægir að það væri mikill léttir að ná í sigurinn í kvöld, enda var þetta fyrsti sigur Stjörnunnar á tímabilinu. „Sjálfstraust getur breyst á einni kvöldstund. Maður veit það að með sigri geta hlutir breyst ansi hratt,“ sagði Ægir að lokum. Subway-deild karla Stjarnan Hamar Tengdar fréttir Leik lokið: Hamar - Stjarnan 80-90 | Stjarnan sótti sinn fyrsta sigur Stjarnan vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið heimsótti Hamar í þriðju umferð Subway-deildar karla í kvöld, 80-90. 19. október 2023 18:31 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Ægir gerði sér lítið fyrir og skoraði 40 stig fyrir Stjörnuna og átti stóran þátt í því að liðið vann torsóttan sigur gegn nýliðum Hamars. „Við vissum það þegar við komum inn í þennan leik að þetta yrði mjög erfitt. Það er erfitt að koma hingað, þeir eru með frábæra umgjörð og góða stemningu í húsinu. Þetta var skemmtileg upplifun að koma hingað og þeir eru að standa sig vel. Við þurftum á öllu okkar að halda til að vinna hér í kvöld,“ sagði Ægir í viðtali eftir leikinn. Eins og áður segir skoraði Ægir 40 stig fyrir Stjörnuna í kvöld, en hann segir þó mikilvægast að liðið hafi unnið. „Ég er mest sáttur með, og það er skrýtið að segja það eftir svona frammistöðu, að hvað það er mikill léttir að ná í sigur. Það er það sem okkur langaði mest í og það er kærkomið.“ Stjörnumenn voru lengi í gang í leik kvöldsins og lentu 16 stigum undir strax í fyrsta leikhluta. Ægir segir þó að hann hafi gert ráð fyrir því að leikurinn í kvöld yrði brekka. „Við vissum það þegar við komum inn í leikinn að þetta yrði kannski smá basl og erfitt. Við vorum að finna góð „look“ og það er eitthvað sem maður þarf að sannfæra sjálfan sig um til að ná í góð færi. Við þurfum kannski bara að einbeita okkur aðeins meira að varnarleiknum og halda haus.“ Þá ítrekaði Ægir að það væri mikill léttir að ná í sigurinn í kvöld, enda var þetta fyrsti sigur Stjörnunnar á tímabilinu. „Sjálfstraust getur breyst á einni kvöldstund. Maður veit það að með sigri geta hlutir breyst ansi hratt,“ sagði Ægir að lokum.
Subway-deild karla Stjarnan Hamar Tengdar fréttir Leik lokið: Hamar - Stjarnan 80-90 | Stjarnan sótti sinn fyrsta sigur Stjarnan vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið heimsótti Hamar í þriðju umferð Subway-deildar karla í kvöld, 80-90. 19. október 2023 18:31 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Leik lokið: Hamar - Stjarnan 80-90 | Stjarnan sótti sinn fyrsta sigur Stjarnan vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið heimsótti Hamar í þriðju umferð Subway-deildar karla í kvöld, 80-90. 19. október 2023 18:31