Lungnaendurhæfing í 40 ár á Reykjalundi Pétur Magnússon og Jónína Sigurgeirsdóttir skrifa 22. október 2023 09:01 Í ár fagnar Reykjalundur 40 ára afmæli lungnaendurhæfingar en slík endurhæfing hófst formlega í núverandi mynd árið 1983 hér á Reykjalundi. Þetta 40 ára ferli lungnaendurhæfingar hefur verið afar farsælt enda hefur Reykjalundur verið einstaklega heppinn með metnaðarfullt og vandað starfsfólk. Af mörgu góðu fólki má nefna frumkvöðlana Björn Magnússon lungnalækni og Steinunni Ólafsdóttur hjúkrunarfræðing sem bæði brunnu fyrir að stuðla að betra lífi fyrir fólk með langvinna lungnasjúkdóma. Margir fleiri hafa fylgt í kjölfarið sem of langt væri að telja upp. Öllu þessu fólki vill Reykjalundur þakka af auðmýkt fyrir sitt merka framlag til sögu lungnaendurhæfingar hér á landi. Endurhæfing skiptir sköpum varðandi heilsu Endurhæfing skiptir sköpum þegar kemur að líkamlegri og andlegri heilsu. Eftir alvarleg veikindi, slys, áföll eða aðgerð þá getur endurhæfing hjálpað til við að ná aftur fótfestu í daglegu lífi. Endurhæfing er teymisvinna sem er einstaklingsmiðuð og sérsniðin fyrir hvern sjúkling. Tekið er mið af getu sjúklings og færni, sem og persónulegum þáttum eins og menntun, fjölskyldu, búsetu, kyni og vinnu, allt eftir því hvaða markmið er með endurhæfingunni. Mikil áhersla er lögð á fræðslu og þátttöku sjúklings. Tilgangur lungnaendurhæfingar er að aðstoða fólk sem fengið glímir við lungnasjúkdóm við að ná sem bestri líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu og færni. Þar með talið að bæta líðan og lífsgæði. Í samstarfi við sjúklinginn sjálfan vinnur þverfaglegt teymi lækna, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, næringarfræðinga, félagsráðgjafa og sjúkraliða að því að ná þessu markmiði. Árangur lungnaendurhæfingar felst í auknum lífsgæðum Lungnaendurhæfing er einstaklingsmiðuð og er skipt í fjóra meginþætti: Þjálfun, fræðslu, andlega og félagslega aðlögun og meðferð áhættuþátta til að stuðla að betra lífi og heilsu. Tæplega 200 manns njóta lungnaendurhæfingar á Reykjalundi á ári hverju, flestir í 4-6 vikur. Lungnaendurhæfing er fyrir fólk á öllum aldri með langvinnan lungnasjúkdóm, skerta getu og minnkuð lífsgæði vegna mæði og þrekleysis. Einnig fyrir lungnasjúklinga sem þurfa stuðning til að breyta skaðlegum lífsháttum, svo sem reykingum, hreyfingarleysi eða röngu mataræði. Markmið lungnaendurhæfingar eru til dæmis að auka þol og vöðvastyrk, rjúfa vítahring mæði og hreyfingarleysis, auka skilning á áhrifum lifnaðarhátta, ná betri stjórn á sjúkdómseinkennum og breyta lífsstíl varanlega. Árangur lungnaendurhæfingar felst í auknum lífsgæðum, meðal annars reyklausu lífi, reglulegri þjálfun, hollum neysluvenjum, betri svefni, aukinni starfsgetu og auknu sjálfstrausti. Aðferðir lungnaendurhæfingar eru styrkþjálfun, þolþjálfun, öndunarþjálfun, fræðsla, reykleysi, rétt mataræði, rannsóknir, ráðgjöf og stuðningur. Sérstaða Reykjalundar liggur í þverfaglegri endurhæfingu Sérstaðan í starfsemi Reykjalundar liggur í þverfaglegri endurhæfingu sem er einmitt lykillinn að farsælum árangri starfsins. Þverfagleg endurhæfing einkennist af samvinnu margra fagstétta sem mynda á Reykjalundi átta sérhæfð meðferðarteymi og er eitt þeirra einmitt lungnaendurhæfingarteymi. Vonast er til að sjúklingar endurheimti fyrri getu sína að einhverju eða öllu leyti, eða bæti a.m.k. heilsu sína. Umhverfi Reykjalundar, aðstaða og búnaður styður við að árangur endurhæfingarinnar verði sem mestur. Á Reykjalundi starfa tæplega 200 starfsmenn með mikla reynslu og 100-120 sjúklingar njóta þjónustunnar á degi hverjum. Nú eru yfir 1.000 á biðlista inn á Reykjalund en 1.000-1.200 manns fara í gegnum meðferð á ári. Flestir eru 4-6 vikur í senn. Á Reykjalundi eru 60 gistirými í boði fyrir fólk af landsbyggðinni eða fólk sem af öðrum ástæðum kemst ekki heim til sín í lok dags. Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS. Nýbyggingar og viðhald á húsnæði Reykjalundar er að meginhluta fjármagnað með hagnaði frá Happdrætti SÍBS. Almenn starfsemi er fjármögnuð með þjónustusamningi við Sjúkratryggingar Íslands. Starfsemin hófst árið 1945 og þá var markmiðið að endurhæfa sjúklinga eftir berklaveiki. Um 1960 fór berklaveikin að láta undan síga og þegar ljóst varð að ekki væri lengur þörf á endurhæfingu fyrir þennan sjúklingahóp í sama mæli og áður, breyttist starfsgrundvöllur Reykjalundar og áhersla í endurhæfingu varð fjölbreyttari. Reykjalundur þróaðist í alhliða endurhæfingarmiðstöð og er enn að þróast. Lungnaendurhæfing Reykjalundar hefur sannarlega komið við sögu við að bæta lífsgæði fjölda Íslendinga og fjölskyldna þeirra og svo mun verða áfram. Endurhæfing á Reykjalundi mun áfram stefna á að hjálpa fólki til betra lífs, enda erum við staðráðin í því að halda áfram að nýta þautækifæri sem aukin og bætt endurhæfingarstarfsemi veita í heilbrigðiskerfinu, samfélagi okkar til heilla. Að lokum viljum við á Reykjalundi senda hlýjar kveðjur til allra þeirra sem hafa notið þjónustu lungnaendurhæfingar á Reykjalundi þessi 40 ár. Jafnframt sendum við innilegt þakklæti til alls þess merka starfsfólks sem komið hefur að starfinu og meðferðinni á þessum tíma. Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af lungnaendurhæfingarteymi Reykjalundar. Pétur er forstjóri Reykjalundar. Dr. Jónína Sigurgeirsdóttir er sérfræðingur í endurhæfingarhjúkrun í lungnateymi Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Í ár fagnar Reykjalundur 40 ára afmæli lungnaendurhæfingar en slík endurhæfing hófst formlega í núverandi mynd árið 1983 hér á Reykjalundi. Þetta 40 ára ferli lungnaendurhæfingar hefur verið afar farsælt enda hefur Reykjalundur verið einstaklega heppinn með metnaðarfullt og vandað starfsfólk. Af mörgu góðu fólki má nefna frumkvöðlana Björn Magnússon lungnalækni og Steinunni Ólafsdóttur hjúkrunarfræðing sem bæði brunnu fyrir að stuðla að betra lífi fyrir fólk með langvinna lungnasjúkdóma. Margir fleiri hafa fylgt í kjölfarið sem of langt væri að telja upp. Öllu þessu fólki vill Reykjalundur þakka af auðmýkt fyrir sitt merka framlag til sögu lungnaendurhæfingar hér á landi. Endurhæfing skiptir sköpum varðandi heilsu Endurhæfing skiptir sköpum þegar kemur að líkamlegri og andlegri heilsu. Eftir alvarleg veikindi, slys, áföll eða aðgerð þá getur endurhæfing hjálpað til við að ná aftur fótfestu í daglegu lífi. Endurhæfing er teymisvinna sem er einstaklingsmiðuð og sérsniðin fyrir hvern sjúkling. Tekið er mið af getu sjúklings og færni, sem og persónulegum þáttum eins og menntun, fjölskyldu, búsetu, kyni og vinnu, allt eftir því hvaða markmið er með endurhæfingunni. Mikil áhersla er lögð á fræðslu og þátttöku sjúklings. Tilgangur lungnaendurhæfingar er að aðstoða fólk sem fengið glímir við lungnasjúkdóm við að ná sem bestri líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu og færni. Þar með talið að bæta líðan og lífsgæði. Í samstarfi við sjúklinginn sjálfan vinnur þverfaglegt teymi lækna, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, næringarfræðinga, félagsráðgjafa og sjúkraliða að því að ná þessu markmiði. Árangur lungnaendurhæfingar felst í auknum lífsgæðum Lungnaendurhæfing er einstaklingsmiðuð og er skipt í fjóra meginþætti: Þjálfun, fræðslu, andlega og félagslega aðlögun og meðferð áhættuþátta til að stuðla að betra lífi og heilsu. Tæplega 200 manns njóta lungnaendurhæfingar á Reykjalundi á ári hverju, flestir í 4-6 vikur. Lungnaendurhæfing er fyrir fólk á öllum aldri með langvinnan lungnasjúkdóm, skerta getu og minnkuð lífsgæði vegna mæði og þrekleysis. Einnig fyrir lungnasjúklinga sem þurfa stuðning til að breyta skaðlegum lífsháttum, svo sem reykingum, hreyfingarleysi eða röngu mataræði. Markmið lungnaendurhæfingar eru til dæmis að auka þol og vöðvastyrk, rjúfa vítahring mæði og hreyfingarleysis, auka skilning á áhrifum lifnaðarhátta, ná betri stjórn á sjúkdómseinkennum og breyta lífsstíl varanlega. Árangur lungnaendurhæfingar felst í auknum lífsgæðum, meðal annars reyklausu lífi, reglulegri þjálfun, hollum neysluvenjum, betri svefni, aukinni starfsgetu og auknu sjálfstrausti. Aðferðir lungnaendurhæfingar eru styrkþjálfun, þolþjálfun, öndunarþjálfun, fræðsla, reykleysi, rétt mataræði, rannsóknir, ráðgjöf og stuðningur. Sérstaða Reykjalundar liggur í þverfaglegri endurhæfingu Sérstaðan í starfsemi Reykjalundar liggur í þverfaglegri endurhæfingu sem er einmitt lykillinn að farsælum árangri starfsins. Þverfagleg endurhæfing einkennist af samvinnu margra fagstétta sem mynda á Reykjalundi átta sérhæfð meðferðarteymi og er eitt þeirra einmitt lungnaendurhæfingarteymi. Vonast er til að sjúklingar endurheimti fyrri getu sína að einhverju eða öllu leyti, eða bæti a.m.k. heilsu sína. Umhverfi Reykjalundar, aðstaða og búnaður styður við að árangur endurhæfingarinnar verði sem mestur. Á Reykjalundi starfa tæplega 200 starfsmenn með mikla reynslu og 100-120 sjúklingar njóta þjónustunnar á degi hverjum. Nú eru yfir 1.000 á biðlista inn á Reykjalund en 1.000-1.200 manns fara í gegnum meðferð á ári. Flestir eru 4-6 vikur í senn. Á Reykjalundi eru 60 gistirými í boði fyrir fólk af landsbyggðinni eða fólk sem af öðrum ástæðum kemst ekki heim til sín í lok dags. Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS. Nýbyggingar og viðhald á húsnæði Reykjalundar er að meginhluta fjármagnað með hagnaði frá Happdrætti SÍBS. Almenn starfsemi er fjármögnuð með þjónustusamningi við Sjúkratryggingar Íslands. Starfsemin hófst árið 1945 og þá var markmiðið að endurhæfa sjúklinga eftir berklaveiki. Um 1960 fór berklaveikin að láta undan síga og þegar ljóst varð að ekki væri lengur þörf á endurhæfingu fyrir þennan sjúklingahóp í sama mæli og áður, breyttist starfsgrundvöllur Reykjalundar og áhersla í endurhæfingu varð fjölbreyttari. Reykjalundur þróaðist í alhliða endurhæfingarmiðstöð og er enn að þróast. Lungnaendurhæfing Reykjalundar hefur sannarlega komið við sögu við að bæta lífsgæði fjölda Íslendinga og fjölskyldna þeirra og svo mun verða áfram. Endurhæfing á Reykjalundi mun áfram stefna á að hjálpa fólki til betra lífs, enda erum við staðráðin í því að halda áfram að nýta þautækifæri sem aukin og bætt endurhæfingarstarfsemi veita í heilbrigðiskerfinu, samfélagi okkar til heilla. Að lokum viljum við á Reykjalundi senda hlýjar kveðjur til allra þeirra sem hafa notið þjónustu lungnaendurhæfingar á Reykjalundi þessi 40 ár. Jafnframt sendum við innilegt þakklæti til alls þess merka starfsfólks sem komið hefur að starfinu og meðferðinni á þessum tíma. Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af lungnaendurhæfingarteymi Reykjalundar. Pétur er forstjóri Reykjalundar. Dr. Jónína Sigurgeirsdóttir er sérfræðingur í endurhæfingarhjúkrun í lungnateymi Reykjalundar.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun