Fuglaáhugamaður sakaður um alþjóðlegar njósnir og kallaður í skýrslutöku Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. október 2023 20:31 Hlynur Steinsson er fuglaáhugamaður en ekki alþjóðlegur njósnari. arnar halldórsson Líffræðingur var kallaður í skýrslutöku hjá lögreglu, sakaður um njósnir við finnska sendiráðið vegna rannsóknar hans á mállýsku skógarþrasta. Mállýska fuglanna er nokkuð mismunandi eftir svæðum og jafnvel hverfum. Í myndbandsfréttinni má sjá Hlyn Steinsson, líffræðing leggja við hlustir í Öskjuhlíðinni en hann hefur undanfarin fjögur ár rannsakað mállýsku í söng skógarþrasta á höfuðborgarsvæðinu og músarindla um allt land. Búnaðinn, sem helst minnir á leikmuni í bíómynd, notar hann til að taka upp fuglasöng sem hann síðan greinir eftir á en Hlynur segir mállýskur fuglanna svæðisbundna. Er mikill munur eftir svæðum? „Já það er furðulega mikill munur á söngnum, sérstaklega á skógarþröstum innanbæjar. Það er mjög mikill munur á milli hverfa, þeir syngja mismunandi söng í Laugardalnum miðað við Vesturbæ og á Arnarnesi, mikill breytileiki í söngnum.“ Við sjáum hljóðdæmi í myndbandsfréttinni. Syngja ekki eins í Fossvogi og Laugardal Hlynur segir línuna nokkuð skýra milli hverfa þegar kemur að söngnum, nokkurs konar landamæri. „Söng skógarþrasta má skipta upp í tvö erindi eða hluta. Fyrst kemur svona stutt upphafsstef með mjög skýrum nótum, og síðan kemur eitthvað algjört bull, miklar og hraðar fléttur, en í þessu upphafsstefi er mjög skýr og breytilegur, svæðisbundinn munur í fyrstu nótunum í söngnum. Þannig maður heyrir þetta mjög vel.“ Hlynur hefur fundið um tuttugu og fimm til þrjátíu mállýskur skógarþrasta á höfuðborgarsvæðinu en segir að á landsvísu séu þær nær þúsund. Búnaður Hlyns er nokkuð merkilegur. Hér skoðar hann ýmsar stillingar.arnar halldórsson Sakaður um njósnir Í fyrra var hann staddur fyrir utan finnska sendiráðið, þar sem hann greindi mállýsku skógarþrastar í tré þar nálægt, þegar hann sér karlmann fyrir utan sendiráðið taka ljósmynd af sér. „Og síðan tveimur eða þremur dögum seinna fæ ég símtal frá rannsóknarlögreglu ríkisins og þau vildu fá að sjá njósnabúnaðinn minn sem voru þessar fínu græjur.“ Boðið í kaffi í sendiráðinu Lögreglan ræddi við hann en sleppti honum að skýrslutöku lokinni og bent á að framkvæma rannsóknina ekki í grennd við sendiráð. Hlyni brá eðlilega þegar hann fékk símtal frá lögreglu og sérstaklega vegna þess að hún vissi hver hann var út frá einni ljósmynd. „Við greiddum úr þessum misskilningi, að ég væri ekki alþjóðlegur njósnari heldur bara áhugamaður um fuglasöng. Ég sendi síðan bréf á finnska sendiráðið og baðst afsökunar og þau tóku bara vel í þetta, fannst þetta fyndið og buðu mér í kaffi.“ Þannig það má segja að mállýska fugla fyrir utan sendiráð sé ókunn? „Já, lokað ríkisleyndarmál.“ Fuglar Sendiráð á Íslandi Reykjavík Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Í myndbandsfréttinni má sjá Hlyn Steinsson, líffræðing leggja við hlustir í Öskjuhlíðinni en hann hefur undanfarin fjögur ár rannsakað mállýsku í söng skógarþrasta á höfuðborgarsvæðinu og músarindla um allt land. Búnaðinn, sem helst minnir á leikmuni í bíómynd, notar hann til að taka upp fuglasöng sem hann síðan greinir eftir á en Hlynur segir mállýskur fuglanna svæðisbundna. Er mikill munur eftir svæðum? „Já það er furðulega mikill munur á söngnum, sérstaklega á skógarþröstum innanbæjar. Það er mjög mikill munur á milli hverfa, þeir syngja mismunandi söng í Laugardalnum miðað við Vesturbæ og á Arnarnesi, mikill breytileiki í söngnum.“ Við sjáum hljóðdæmi í myndbandsfréttinni. Syngja ekki eins í Fossvogi og Laugardal Hlynur segir línuna nokkuð skýra milli hverfa þegar kemur að söngnum, nokkurs konar landamæri. „Söng skógarþrasta má skipta upp í tvö erindi eða hluta. Fyrst kemur svona stutt upphafsstef með mjög skýrum nótum, og síðan kemur eitthvað algjört bull, miklar og hraðar fléttur, en í þessu upphafsstefi er mjög skýr og breytilegur, svæðisbundinn munur í fyrstu nótunum í söngnum. Þannig maður heyrir þetta mjög vel.“ Hlynur hefur fundið um tuttugu og fimm til þrjátíu mállýskur skógarþrasta á höfuðborgarsvæðinu en segir að á landsvísu séu þær nær þúsund. Búnaður Hlyns er nokkuð merkilegur. Hér skoðar hann ýmsar stillingar.arnar halldórsson Sakaður um njósnir Í fyrra var hann staddur fyrir utan finnska sendiráðið, þar sem hann greindi mállýsku skógarþrastar í tré þar nálægt, þegar hann sér karlmann fyrir utan sendiráðið taka ljósmynd af sér. „Og síðan tveimur eða þremur dögum seinna fæ ég símtal frá rannsóknarlögreglu ríkisins og þau vildu fá að sjá njósnabúnaðinn minn sem voru þessar fínu græjur.“ Boðið í kaffi í sendiráðinu Lögreglan ræddi við hann en sleppti honum að skýrslutöku lokinni og bent á að framkvæma rannsóknina ekki í grennd við sendiráð. Hlyni brá eðlilega þegar hann fékk símtal frá lögreglu og sérstaklega vegna þess að hún vissi hver hann var út frá einni ljósmynd. „Við greiddum úr þessum misskilningi, að ég væri ekki alþjóðlegur njósnari heldur bara áhugamaður um fuglasöng. Ég sendi síðan bréf á finnska sendiráðið og baðst afsökunar og þau tóku bara vel í þetta, fannst þetta fyndið og buðu mér í kaffi.“ Þannig það má segja að mállýska fugla fyrir utan sendiráð sé ókunn? „Já, lokað ríkisleyndarmál.“
Fuglar Sendiráð á Íslandi Reykjavík Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira