Boðar aðgerðir í baráttu við mansal Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. október 2023 13:01 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra fagnar nýrri skýrslu um mansal. Þar eru stjórnvöld hvött til frekari aðgerða. Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands segir skorta fjármagn til málaflokksins. Vísir Ísland stendur sig illa í baráttunni gegn vinnumansali samkvæmt eftirlitsnefnd Evrópuráðsins sem hefur áhyggjur af takmörkuðum árangri í málaflokknum. Þá er bent á ýmsa vankanta í baráttunni gegn mansali barna. Dómsmálaráðherra boðar nýja aðgerðaráætlun í málaflokknum. Eftirlitsnefnd Evrópuráðsins (GRETA) lýsir yfir áhyggjum af takmörkuðum árangri Íslands í baráttu gegn vinnumansali. Nefndin brýnir íslensk yfirvöld til að hvetja þá sem koma að mansali að sýna aukið frumkvæði í að finna þolendur vinnumansals. Þetta kemur fram í þriðju úttektarskýrslu hópsins um Ísland. Að mati GRETA skortir enn formlegar verklagsreglur sem skilgreina hlutverk og ábyrgð allra viðkomandi faghópa og eru íslensk stjórnvöld hvött til að koma á formlegu tilvísunarkerfi í málaflokknum fyrir allt landið. Þá dregur skýrslan fram vankanta í baráttu gegn mansali barna. Skorað er á íslensk stjórnvöld að grípa til aðgerða. Þá eru ráðamenn hvattir til að samþykkja sérstakt lagaákvæði um refsileysi þolenda mansals sem hafa verið þvingaðir út í brotastarfsemi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hyggst hrinda af stað vinnu við nýja aðgerðaáætlun til að mæta þeim athugasemdum sem koma fram í skýrslunni og ljúka vinnu við þær aðgerðir sem enn er ólokið í núgildandi áætlun. „Það eru athugasemdir í skýrslunni og ég fagna þeim því þær eru áminning um að gera betur. Ég hef fullan hug á því að koma upp aðgerðum til að bregðast við þeim athugasemdum sem þarna eru. Ég vil líka taka fram að ég hef í hyggju að fá fleiri ráðuneyti að þessari vinnu vegna þess að þetta er málaflokkur sem getur ekki verið einkamál eins ráðuneytis,“ segir Guðrún. „Guðrún segist hafa heimsótt lögregluembættið á Suðurlandi í vikunni og það hafi komið henni ánægjulega á óvart að þar var teymi sem var að leið í eftirlitsferð með mansali. „Ég mætti lögreglumönnum á Lögreglustöðinni á Selfossi sem voru á leið í slíkt eftirlit með vinnueftirliti og launþegaeftirliti á Suðurlandi. Það var áður en skýrslan kom út og ég var mjög ánægð með að sjá að það er verið að vinna í þessum málum,“ segir Guðrún. Umfangið umtalsvert meira Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands segir skýrsluna sýna að nauðsynlegt sé að auka framlög til málaflokksins. „Það hefur skort fé inn í málaflokkinn og því þarf að breyta. Það þarf að taka þessi mál fastari tökum og tryggja fræðslu fyrir alla þá sem koma að svona málum,“ segir Margrét. Hún segir telur að aðeins lítið brot mansalsmála komi upp á yfirborðið. „Umfangið er í mínum huga talsvert meira en það sem ratar upp á yfirborðið,“ segir Margrét. Mansal í Vík Jafnréttismál Dómsmál Mansal Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af takmörkuðum framförum Íslands í mansalsmálum Íslenska ríkið ætti að bera betur kennsl á fórnarlömb mansals, rannsaka slík mál betur og lögsækja fleiri sem grunaðir eru um slík brot. Þetta kemur fram í nýjustu úttekt sérfræðihóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali, GRETA. 26. október 2023 08:02 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Eftirlitsnefnd Evrópuráðsins (GRETA) lýsir yfir áhyggjum af takmörkuðum árangri Íslands í baráttu gegn vinnumansali. Nefndin brýnir íslensk yfirvöld til að hvetja þá sem koma að mansali að sýna aukið frumkvæði í að finna þolendur vinnumansals. Þetta kemur fram í þriðju úttektarskýrslu hópsins um Ísland. Að mati GRETA skortir enn formlegar verklagsreglur sem skilgreina hlutverk og ábyrgð allra viðkomandi faghópa og eru íslensk stjórnvöld hvött til að koma á formlegu tilvísunarkerfi í málaflokknum fyrir allt landið. Þá dregur skýrslan fram vankanta í baráttu gegn mansali barna. Skorað er á íslensk stjórnvöld að grípa til aðgerða. Þá eru ráðamenn hvattir til að samþykkja sérstakt lagaákvæði um refsileysi þolenda mansals sem hafa verið þvingaðir út í brotastarfsemi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hyggst hrinda af stað vinnu við nýja aðgerðaáætlun til að mæta þeim athugasemdum sem koma fram í skýrslunni og ljúka vinnu við þær aðgerðir sem enn er ólokið í núgildandi áætlun. „Það eru athugasemdir í skýrslunni og ég fagna þeim því þær eru áminning um að gera betur. Ég hef fullan hug á því að koma upp aðgerðum til að bregðast við þeim athugasemdum sem þarna eru. Ég vil líka taka fram að ég hef í hyggju að fá fleiri ráðuneyti að þessari vinnu vegna þess að þetta er málaflokkur sem getur ekki verið einkamál eins ráðuneytis,“ segir Guðrún. „Guðrún segist hafa heimsótt lögregluembættið á Suðurlandi í vikunni og það hafi komið henni ánægjulega á óvart að þar var teymi sem var að leið í eftirlitsferð með mansali. „Ég mætti lögreglumönnum á Lögreglustöðinni á Selfossi sem voru á leið í slíkt eftirlit með vinnueftirliti og launþegaeftirliti á Suðurlandi. Það var áður en skýrslan kom út og ég var mjög ánægð með að sjá að það er verið að vinna í þessum málum,“ segir Guðrún. Umfangið umtalsvert meira Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands segir skýrsluna sýna að nauðsynlegt sé að auka framlög til málaflokksins. „Það hefur skort fé inn í málaflokkinn og því þarf að breyta. Það þarf að taka þessi mál fastari tökum og tryggja fræðslu fyrir alla þá sem koma að svona málum,“ segir Margrét. Hún segir telur að aðeins lítið brot mansalsmála komi upp á yfirborðið. „Umfangið er í mínum huga talsvert meira en það sem ratar upp á yfirborðið,“ segir Margrét.
Mansal í Vík Jafnréttismál Dómsmál Mansal Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af takmörkuðum framförum Íslands í mansalsmálum Íslenska ríkið ætti að bera betur kennsl á fórnarlömb mansals, rannsaka slík mál betur og lögsækja fleiri sem grunaðir eru um slík brot. Þetta kemur fram í nýjustu úttekt sérfræðihóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali, GRETA. 26. október 2023 08:02 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Hafa áhyggjur af takmörkuðum framförum Íslands í mansalsmálum Íslenska ríkið ætti að bera betur kennsl á fórnarlömb mansals, rannsaka slík mál betur og lögsækja fleiri sem grunaðir eru um slík brot. Þetta kemur fram í nýjustu úttekt sérfræðihóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali, GRETA. 26. október 2023 08:02