Fljótt kom þó í ljós neyðarsendirinn hafði farið í gang fyrir slysni þegar verið var að færa flugvélina.
Neðarboðið barst fyrst klukkan 14:39. Þá hafði flugvélinni verið flogið frá Reykjavík til Fljótavíkur á Hornströndum og hafði flugmaður hennar staðfest komuna til Fljótavíkur um hádegisbilið. Þegar sendirinn fór í gang náðist þó ekki samband við flugmanninn og var því gripið til áðurnefnds viðbúnaðar.
Samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni var þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi og björgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Lögreglan á Vestfjörðum.
Klukkan korter yfir þrjú náðist þó í flugmanninn sem sagði að neyðarsendirinn hafi farið í gang fyrir mistök. Voru því öll útköll afboðuð.