Píratar kalla eftir afstöðu Alþingis Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2023 07:57 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, er formaður þingflokks Pírata. Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata ætla sé að leggja fram tillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra eigi að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum á Gasaströndinni. Samkvæmt tillögunni á ríkisstjórnin einnig að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara og borgaralega innviði Palestínu. Í tilkynningu frá þingflokki Pírata segir að þingmönnum allra flokka hafi verið boðið að vera meðflutningsmenn tillögunnar. Þingflokkurinn lýsir einnig yfir vonbrigðum með að Ísland hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um ákalla etir vopnahlé á Gasaströndinni. „Afstöðuleysi gagnvart jafnskelfilegri mannúðarkrísu og nú á sér stað jafngildir stuðningi við framferði Ísraelshers á Gaza og sýnir virðingarleysi gagnvart alþjóðalögum. Þessi sorglega afstaða ríkisstjórnarinnar kallar yfir okkur skömm og er ekki í okkar nafni,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að hluti stjórnarþingmanna hafi um helgina lýst þeirri skoðun að rétt hefði verið af fulltrúum Íslands að styðja tillöguna á allsherjarþinginu og að þingflokkur Pírata hvetji þá til að sýna það í verki og gerast meðflutningsmenn þingsályktunartillögunnar. Meirihluti Alþingis geti knúið fram rétt afstöðu íslands á alþjóðavettvangi. Deilt um breytingartillögu Atkvæðagreiðslan sem fór fram í New York í fyrrakvöld snerist um ályktun um að mannúðarhlé á átökunum á Gasaströndinni. Tillagan var lögð fram af sendiherra Jórdaníu en Kanadamenn lögðu til breytingu þar sem bætt var við að árásir Hamas á Ísrael yrðu fordæmdar þess krafist að þeir gíslar sem Hamas-liðar tóku yrði sleppt. Þessi breytingartillaga fékk samþykki meirihluta þjóða á allsherjarþinginu en þurfti atkvæði tveggja þriðju og náði því ekki fram að ganga. Bjarni Benediktsson hefur sagt að Ísland krefjist mannúðarhlés og sú afstaða sé skýr, þó Ísland hafi setið hjá eftir að breytingartillaga Kanada var ekki samþykkt. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Sjá einnig: „Hvert dauðsfall meðal almennra borgara er einu dauðsfalli of mikið“ Hjásetan hefur verið harðlega gagnrýnd og þar á meðal af þingflokki Vinstri grænna, og leiddi til þess að nokkur hundruð mótmælendur komu saman í miðbænum í gær. Drög_að_þingsályktun_um_að_fordæma_aðgerðir_Ísraelshers_í_PalestínuPDF133KBSækja skjal Alþingi Píratar Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. 28. október 2023 21:30 Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16 Skyndimótmæli í miðbænum Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni. 28. október 2023 16:01 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Í tilkynningu frá þingflokki Pírata segir að þingmönnum allra flokka hafi verið boðið að vera meðflutningsmenn tillögunnar. Þingflokkurinn lýsir einnig yfir vonbrigðum með að Ísland hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um ákalla etir vopnahlé á Gasaströndinni. „Afstöðuleysi gagnvart jafnskelfilegri mannúðarkrísu og nú á sér stað jafngildir stuðningi við framferði Ísraelshers á Gaza og sýnir virðingarleysi gagnvart alþjóðalögum. Þessi sorglega afstaða ríkisstjórnarinnar kallar yfir okkur skömm og er ekki í okkar nafni,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að hluti stjórnarþingmanna hafi um helgina lýst þeirri skoðun að rétt hefði verið af fulltrúum Íslands að styðja tillöguna á allsherjarþinginu og að þingflokkur Pírata hvetji þá til að sýna það í verki og gerast meðflutningsmenn þingsályktunartillögunnar. Meirihluti Alþingis geti knúið fram rétt afstöðu íslands á alþjóðavettvangi. Deilt um breytingartillögu Atkvæðagreiðslan sem fór fram í New York í fyrrakvöld snerist um ályktun um að mannúðarhlé á átökunum á Gasaströndinni. Tillagan var lögð fram af sendiherra Jórdaníu en Kanadamenn lögðu til breytingu þar sem bætt var við að árásir Hamas á Ísrael yrðu fordæmdar þess krafist að þeir gíslar sem Hamas-liðar tóku yrði sleppt. Þessi breytingartillaga fékk samþykki meirihluta þjóða á allsherjarþinginu en þurfti atkvæði tveggja þriðju og náði því ekki fram að ganga. Bjarni Benediktsson hefur sagt að Ísland krefjist mannúðarhlés og sú afstaða sé skýr, þó Ísland hafi setið hjá eftir að breytingartillaga Kanada var ekki samþykkt. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Sjá einnig: „Hvert dauðsfall meðal almennra borgara er einu dauðsfalli of mikið“ Hjásetan hefur verið harðlega gagnrýnd og þar á meðal af þingflokki Vinstri grænna, og leiddi til þess að nokkur hundruð mótmælendur komu saman í miðbænum í gær. Drög_að_þingsályktun_um_að_fordæma_aðgerðir_Ísraelshers_í_PalestínuPDF133KBSækja skjal
Alþingi Píratar Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. 28. október 2023 21:30 Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16 Skyndimótmæli í miðbænum Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni. 28. október 2023 16:01 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
„Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. 28. október 2023 21:30
Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16
Skyndimótmæli í miðbænum Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni. 28. október 2023 16:01