Fór ránshendi um íþróttahús og flúði á stolnum bíl Árni Sæberg skrifar 30. október 2023 14:40 Maðurinn stal fjölda síma úr íþróttahúsi Þróttar og Ármanns að Engjavegi. Vísir/Árni Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir þjófnaðar- og umferðarlagabrot framin sama daginn í október í fyrra. Maðurinn var ákærður fyrir þjófnað, með því að hafa, sunnudaginn 30. október 2022, í íþróttamiðstöðinni Laugabóli í Reykjavík, stolið 66° Norður úlpu að óþekktu verðmæti, tveimur Iphone 11 símum að ætluðu verðmæti samtals 220.000 krónur, Iphone 8 síma að ætluðu verðmæti 50 þúsund krónur, Iphone 8 síma að ætluðu verðmæti 60 þúsund krónur, Samsung Galaxy A21 síma að ætluðu verðmæti 35.000 krónur og Iphone XR að óþekktu verðmæti. Þá var hann ákærður fyrir nytjastuld og umferðarlagabrot, með því að hafa sama dag tekið í heimildarleysi bifreið, þar sem henni hafði verið lagt á bifreiðastæði við Laugaból og ekið henni sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana-og fíkniefna. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 20. október síðastliðinn en birtur í dag, segir að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og málið því tekið til dóms líkt og háttsemi hans væri sönnuð. Við ákvörðun refsingar hans var litið til þess að maðurinn á nokkuð langan sakaferil að baki og hefur hlotið nokkra dóma fyrir sömu háttsemi. Þá voru brot hans framin fyrir uppkvaðningu dóms sem hann hlaut árið 2022. Þá var hann dæmdur til tveggja ára og átta mánaða fangelsisvistar og dómurinn nú því hegningarauki við þann dóm. Þá var einnig litið til játningar hans honum til refsimildunar og honum dæmdur þriggja mánaða hegningarauki. Með vísan til brotaferils hans var ekki talið unnt að skilorðsbinda refsinguna. Þá var ekki talið nauðsynlegt að svipta hann ökuréttindum þar sem hann hefur þegar verið sviptur þeim ævilangt. Loks var maðurinn dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 150 þúsund krónur, og aðrar 150 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir þjófnað, með því að hafa, sunnudaginn 30. október 2022, í íþróttamiðstöðinni Laugabóli í Reykjavík, stolið 66° Norður úlpu að óþekktu verðmæti, tveimur Iphone 11 símum að ætluðu verðmæti samtals 220.000 krónur, Iphone 8 síma að ætluðu verðmæti 50 þúsund krónur, Iphone 8 síma að ætluðu verðmæti 60 þúsund krónur, Samsung Galaxy A21 síma að ætluðu verðmæti 35.000 krónur og Iphone XR að óþekktu verðmæti. Þá var hann ákærður fyrir nytjastuld og umferðarlagabrot, með því að hafa sama dag tekið í heimildarleysi bifreið, þar sem henni hafði verið lagt á bifreiðastæði við Laugaból og ekið henni sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana-og fíkniefna. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 20. október síðastliðinn en birtur í dag, segir að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og málið því tekið til dóms líkt og háttsemi hans væri sönnuð. Við ákvörðun refsingar hans var litið til þess að maðurinn á nokkuð langan sakaferil að baki og hefur hlotið nokkra dóma fyrir sömu háttsemi. Þá voru brot hans framin fyrir uppkvaðningu dóms sem hann hlaut árið 2022. Þá var hann dæmdur til tveggja ára og átta mánaða fangelsisvistar og dómurinn nú því hegningarauki við þann dóm. Þá var einnig litið til játningar hans honum til refsimildunar og honum dæmdur þriggja mánaða hegningarauki. Með vísan til brotaferils hans var ekki talið unnt að skilorðsbinda refsinguna. Þá var ekki talið nauðsynlegt að svipta hann ökuréttindum þar sem hann hefur þegar verið sviptur þeim ævilangt. Loks var maðurinn dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 150 þúsund krónur, og aðrar 150 þúsund krónur í annan sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira