Öld breytinga Gísli Rafn Ólafsson skrifar 1. nóvember 2023 10:01 Við lifum á öld mikilla breytinga. Það loftslag sem við og forfeður okkar hafa upplifað er að ganga í gegnum örar breytingar sem ógna framtíð barna okkar. Tæknibyltingin er að gjörbreyta menntun og vinnumarkaði. Aukið nám- og atvinnufrelsi milli landa hefur leitt til þess að við búum í fjölmenningarsamfélagi þar sem fjórðungur þjóðarinnar er af erlendu bergi brotinn. Meira ferðafrelsi og ódýrari flugsamgöngur gera það einnig að verkum að hingað til lands koma fjórfalt fleiri ferðamenn en íbúar þessa lands. Á sama tíma byggja flestir af þeim flokkum sem sitja á Alþingi stefnur sínar á því að halda í við hina gömlu tíma og það samfélag sem var hér á síðustu öld. Skiptir þar engu hvort flokkarnir eru til hægri, vinstri, eða í miðju hins pólitíska litrófs því þegar kemur að breytingum þá flokkast þeir sem íhaldsflokkar. Þetta sést í þeim þingmálum sem lögð eru fram, því flest ganga þau út á að halda í horfinu, frekar en að tækla breytta heimsmynd. Þetta sést líka í aðgerðar- og skilningsleysi þegar kemur að þeim flóknu viðfangsefnum sem við ættum að vera takast á, eins og öllu því sem snýr að loftslagsvánni. Rétt eins og Bjartur í Sumarhúsum barðist fyrir að halda sjálfstæði sínu, sama hvað gekk á, þá halda þessir flokkar í þá rómantísku sýn sem var allsráðandi á síðustu öld. Við sjáum hið sama gerast víða um heim. Í mörgum löndum hefur á undanförnum árum orðið mikið bakslag í þeim framfaraskrefum sem náðst hafa á síðustu áratugum, sér í lagi þegar kemur að mannréttindum, réttindum kvenna yfir eigin líkama og réttindum hinsegin og kynsegins fólks. Þessir flokkar ala á hræðslunni við hvers konar breytingar og allt það sem er öðruvísi í stað þess að tala fyrir samúð og auknum skilningi við hið óþekkta. Þetta sést einna helst þegar kemur að málefnum útlendinga en þar eru öll vopn notuð til þess að hræða fólk sem mest. Þau tala um að menning okkar og tungumál mun hverfa ef við leyfum framandi fólki að setjast hér að. Á sama tíma er því fólki sem hingað kemur gert mjög erfitt fyrir að læra íslensku, nema með ærnum tilkostnaði. Námskeið um íslenska menningu, haldin á tungumálum fólksins, eru heldur ekki í boði. Já, í stað þess að benda bara á áskorarnirnar við breytt samfélag og setja lög og reglur til að reyna að draga úr þeim samfélagsbreytingum sem munu eiga sér stað, óháð því hvað þessir flokkar reyna, þá ættum við einmitt að fjárfesta í aðgerðum sem hjálpa fólki að aðlagast þeim. Gott dæmi um þetta væri að bjóða fólki sem hingað kemur ókeypis kennslu í íslensku og fræðslu um íslenskt samfélag og menningu. Sama gildir þegar kemur að loftslagsvánni. Þeim mun lengur sem við stingum höfðinu í sandinn og vonum að ekkert gerist meðan við erum á lífi, þeim mun verra munu aðstæður verða fyrir börnin okkar og barnabörn. Í stað þess að kaupa losunarheimildir erlendis frá, setjum frekar markmiðið hátt og verðum fyrsta vestræna ríkið til þess að ná því markmiði að verða kolefnislaust samfélag. Til þess að ná því göfuga markmiði, þá þurfum við stjórnmálafólk sem hugsar í lausnum, en ekki í höftum og fortíð. Aðferðafræði síðustu aldar virkar einfaldlega ekki þegar kemur að því að takast á við hið ört breytilega samfélag sem við búum við í dag. Stjórnmál síðustu aldar eiga ekki lengur við, heldur er þörf á flokkum og stjórnmálafólki sem er tilbúið að takast á við breyttan heim og tryggja það að við siglum á sem öruggastan hátt í gegnum þann ólgusjó breytinga sem er framundan. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Fjölmenning Alþingi Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á öld mikilla breytinga. Það loftslag sem við og forfeður okkar hafa upplifað er að ganga í gegnum örar breytingar sem ógna framtíð barna okkar. Tæknibyltingin er að gjörbreyta menntun og vinnumarkaði. Aukið nám- og atvinnufrelsi milli landa hefur leitt til þess að við búum í fjölmenningarsamfélagi þar sem fjórðungur þjóðarinnar er af erlendu bergi brotinn. Meira ferðafrelsi og ódýrari flugsamgöngur gera það einnig að verkum að hingað til lands koma fjórfalt fleiri ferðamenn en íbúar þessa lands. Á sama tíma byggja flestir af þeim flokkum sem sitja á Alþingi stefnur sínar á því að halda í við hina gömlu tíma og það samfélag sem var hér á síðustu öld. Skiptir þar engu hvort flokkarnir eru til hægri, vinstri, eða í miðju hins pólitíska litrófs því þegar kemur að breytingum þá flokkast þeir sem íhaldsflokkar. Þetta sést í þeim þingmálum sem lögð eru fram, því flest ganga þau út á að halda í horfinu, frekar en að tækla breytta heimsmynd. Þetta sést líka í aðgerðar- og skilningsleysi þegar kemur að þeim flóknu viðfangsefnum sem við ættum að vera takast á, eins og öllu því sem snýr að loftslagsvánni. Rétt eins og Bjartur í Sumarhúsum barðist fyrir að halda sjálfstæði sínu, sama hvað gekk á, þá halda þessir flokkar í þá rómantísku sýn sem var allsráðandi á síðustu öld. Við sjáum hið sama gerast víða um heim. Í mörgum löndum hefur á undanförnum árum orðið mikið bakslag í þeim framfaraskrefum sem náðst hafa á síðustu áratugum, sér í lagi þegar kemur að mannréttindum, réttindum kvenna yfir eigin líkama og réttindum hinsegin og kynsegins fólks. Þessir flokkar ala á hræðslunni við hvers konar breytingar og allt það sem er öðruvísi í stað þess að tala fyrir samúð og auknum skilningi við hið óþekkta. Þetta sést einna helst þegar kemur að málefnum útlendinga en þar eru öll vopn notuð til þess að hræða fólk sem mest. Þau tala um að menning okkar og tungumál mun hverfa ef við leyfum framandi fólki að setjast hér að. Á sama tíma er því fólki sem hingað kemur gert mjög erfitt fyrir að læra íslensku, nema með ærnum tilkostnaði. Námskeið um íslenska menningu, haldin á tungumálum fólksins, eru heldur ekki í boði. Já, í stað þess að benda bara á áskorarnirnar við breytt samfélag og setja lög og reglur til að reyna að draga úr þeim samfélagsbreytingum sem munu eiga sér stað, óháð því hvað þessir flokkar reyna, þá ættum við einmitt að fjárfesta í aðgerðum sem hjálpa fólki að aðlagast þeim. Gott dæmi um þetta væri að bjóða fólki sem hingað kemur ókeypis kennslu í íslensku og fræðslu um íslenskt samfélag og menningu. Sama gildir þegar kemur að loftslagsvánni. Þeim mun lengur sem við stingum höfðinu í sandinn og vonum að ekkert gerist meðan við erum á lífi, þeim mun verra munu aðstæður verða fyrir börnin okkar og barnabörn. Í stað þess að kaupa losunarheimildir erlendis frá, setjum frekar markmiðið hátt og verðum fyrsta vestræna ríkið til þess að ná því markmiði að verða kolefnislaust samfélag. Til þess að ná því göfuga markmiði, þá þurfum við stjórnmálafólk sem hugsar í lausnum, en ekki í höftum og fortíð. Aðferðafræði síðustu aldar virkar einfaldlega ekki þegar kemur að því að takast á við hið ört breytilega samfélag sem við búum við í dag. Stjórnmál síðustu aldar eiga ekki lengur við, heldur er þörf á flokkum og stjórnmálafólki sem er tilbúið að takast á við breyttan heim og tryggja það að við siglum á sem öruggastan hátt í gegnum þann ólgusjó breytinga sem er framundan. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar