Öld breytinga Gísli Rafn Ólafsson skrifar 1. nóvember 2023 10:01 Við lifum á öld mikilla breytinga. Það loftslag sem við og forfeður okkar hafa upplifað er að ganga í gegnum örar breytingar sem ógna framtíð barna okkar. Tæknibyltingin er að gjörbreyta menntun og vinnumarkaði. Aukið nám- og atvinnufrelsi milli landa hefur leitt til þess að við búum í fjölmenningarsamfélagi þar sem fjórðungur þjóðarinnar er af erlendu bergi brotinn. Meira ferðafrelsi og ódýrari flugsamgöngur gera það einnig að verkum að hingað til lands koma fjórfalt fleiri ferðamenn en íbúar þessa lands. Á sama tíma byggja flestir af þeim flokkum sem sitja á Alþingi stefnur sínar á því að halda í við hina gömlu tíma og það samfélag sem var hér á síðustu öld. Skiptir þar engu hvort flokkarnir eru til hægri, vinstri, eða í miðju hins pólitíska litrófs því þegar kemur að breytingum þá flokkast þeir sem íhaldsflokkar. Þetta sést í þeim þingmálum sem lögð eru fram, því flest ganga þau út á að halda í horfinu, frekar en að tækla breytta heimsmynd. Þetta sést líka í aðgerðar- og skilningsleysi þegar kemur að þeim flóknu viðfangsefnum sem við ættum að vera takast á, eins og öllu því sem snýr að loftslagsvánni. Rétt eins og Bjartur í Sumarhúsum barðist fyrir að halda sjálfstæði sínu, sama hvað gekk á, þá halda þessir flokkar í þá rómantísku sýn sem var allsráðandi á síðustu öld. Við sjáum hið sama gerast víða um heim. Í mörgum löndum hefur á undanförnum árum orðið mikið bakslag í þeim framfaraskrefum sem náðst hafa á síðustu áratugum, sér í lagi þegar kemur að mannréttindum, réttindum kvenna yfir eigin líkama og réttindum hinsegin og kynsegins fólks. Þessir flokkar ala á hræðslunni við hvers konar breytingar og allt það sem er öðruvísi í stað þess að tala fyrir samúð og auknum skilningi við hið óþekkta. Þetta sést einna helst þegar kemur að málefnum útlendinga en þar eru öll vopn notuð til þess að hræða fólk sem mest. Þau tala um að menning okkar og tungumál mun hverfa ef við leyfum framandi fólki að setjast hér að. Á sama tíma er því fólki sem hingað kemur gert mjög erfitt fyrir að læra íslensku, nema með ærnum tilkostnaði. Námskeið um íslenska menningu, haldin á tungumálum fólksins, eru heldur ekki í boði. Já, í stað þess að benda bara á áskorarnirnar við breytt samfélag og setja lög og reglur til að reyna að draga úr þeim samfélagsbreytingum sem munu eiga sér stað, óháð því hvað þessir flokkar reyna, þá ættum við einmitt að fjárfesta í aðgerðum sem hjálpa fólki að aðlagast þeim. Gott dæmi um þetta væri að bjóða fólki sem hingað kemur ókeypis kennslu í íslensku og fræðslu um íslenskt samfélag og menningu. Sama gildir þegar kemur að loftslagsvánni. Þeim mun lengur sem við stingum höfðinu í sandinn og vonum að ekkert gerist meðan við erum á lífi, þeim mun verra munu aðstæður verða fyrir börnin okkar og barnabörn. Í stað þess að kaupa losunarheimildir erlendis frá, setjum frekar markmiðið hátt og verðum fyrsta vestræna ríkið til þess að ná því markmiði að verða kolefnislaust samfélag. Til þess að ná því göfuga markmiði, þá þurfum við stjórnmálafólk sem hugsar í lausnum, en ekki í höftum og fortíð. Aðferðafræði síðustu aldar virkar einfaldlega ekki þegar kemur að því að takast á við hið ört breytilega samfélag sem við búum við í dag. Stjórnmál síðustu aldar eiga ekki lengur við, heldur er þörf á flokkum og stjórnmálafólki sem er tilbúið að takast á við breyttan heim og tryggja það að við siglum á sem öruggastan hátt í gegnum þann ólgusjó breytinga sem er framundan. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Fjölmenning Alþingi Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Við lifum á öld mikilla breytinga. Það loftslag sem við og forfeður okkar hafa upplifað er að ganga í gegnum örar breytingar sem ógna framtíð barna okkar. Tæknibyltingin er að gjörbreyta menntun og vinnumarkaði. Aukið nám- og atvinnufrelsi milli landa hefur leitt til þess að við búum í fjölmenningarsamfélagi þar sem fjórðungur þjóðarinnar er af erlendu bergi brotinn. Meira ferðafrelsi og ódýrari flugsamgöngur gera það einnig að verkum að hingað til lands koma fjórfalt fleiri ferðamenn en íbúar þessa lands. Á sama tíma byggja flestir af þeim flokkum sem sitja á Alþingi stefnur sínar á því að halda í við hina gömlu tíma og það samfélag sem var hér á síðustu öld. Skiptir þar engu hvort flokkarnir eru til hægri, vinstri, eða í miðju hins pólitíska litrófs því þegar kemur að breytingum þá flokkast þeir sem íhaldsflokkar. Þetta sést í þeim þingmálum sem lögð eru fram, því flest ganga þau út á að halda í horfinu, frekar en að tækla breytta heimsmynd. Þetta sést líka í aðgerðar- og skilningsleysi þegar kemur að þeim flóknu viðfangsefnum sem við ættum að vera takast á, eins og öllu því sem snýr að loftslagsvánni. Rétt eins og Bjartur í Sumarhúsum barðist fyrir að halda sjálfstæði sínu, sama hvað gekk á, þá halda þessir flokkar í þá rómantísku sýn sem var allsráðandi á síðustu öld. Við sjáum hið sama gerast víða um heim. Í mörgum löndum hefur á undanförnum árum orðið mikið bakslag í þeim framfaraskrefum sem náðst hafa á síðustu áratugum, sér í lagi þegar kemur að mannréttindum, réttindum kvenna yfir eigin líkama og réttindum hinsegin og kynsegins fólks. Þessir flokkar ala á hræðslunni við hvers konar breytingar og allt það sem er öðruvísi í stað þess að tala fyrir samúð og auknum skilningi við hið óþekkta. Þetta sést einna helst þegar kemur að málefnum útlendinga en þar eru öll vopn notuð til þess að hræða fólk sem mest. Þau tala um að menning okkar og tungumál mun hverfa ef við leyfum framandi fólki að setjast hér að. Á sama tíma er því fólki sem hingað kemur gert mjög erfitt fyrir að læra íslensku, nema með ærnum tilkostnaði. Námskeið um íslenska menningu, haldin á tungumálum fólksins, eru heldur ekki í boði. Já, í stað þess að benda bara á áskorarnirnar við breytt samfélag og setja lög og reglur til að reyna að draga úr þeim samfélagsbreytingum sem munu eiga sér stað, óháð því hvað þessir flokkar reyna, þá ættum við einmitt að fjárfesta í aðgerðum sem hjálpa fólki að aðlagast þeim. Gott dæmi um þetta væri að bjóða fólki sem hingað kemur ókeypis kennslu í íslensku og fræðslu um íslenskt samfélag og menningu. Sama gildir þegar kemur að loftslagsvánni. Þeim mun lengur sem við stingum höfðinu í sandinn og vonum að ekkert gerist meðan við erum á lífi, þeim mun verra munu aðstæður verða fyrir börnin okkar og barnabörn. Í stað þess að kaupa losunarheimildir erlendis frá, setjum frekar markmiðið hátt og verðum fyrsta vestræna ríkið til þess að ná því markmiði að verða kolefnislaust samfélag. Til þess að ná því göfuga markmiði, þá þurfum við stjórnmálafólk sem hugsar í lausnum, en ekki í höftum og fortíð. Aðferðafræði síðustu aldar virkar einfaldlega ekki þegar kemur að því að takast á við hið ört breytilega samfélag sem við búum við í dag. Stjórnmál síðustu aldar eiga ekki lengur við, heldur er þörf á flokkum og stjórnmálafólki sem er tilbúið að takast á við breyttan heim og tryggja það að við siglum á sem öruggastan hátt í gegnum þann ólgusjó breytinga sem er framundan. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun