Hættum að ræða fátækt barna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 2. nóvember 2023 10:01 Margir hafa miklar áhyggjur af fátækt barna, enda er fátækt barna að aukast á milli ára, frá 12,7 í 13,1%. Meðal þeirra sem opinberað hafa áhyggjur sínar af fátækt barna eru t.d. forsætisráðherra og þingmenn. Við hljótum öll að vera sammála um að það eiga engin börn að búa við fátækt eða líða skort. En þá kemur að kjarna málsins; börn geta ekki verið fátæk. Þau geta búið við fátækt, en þar sem þau eru ekki fjárráða þá er það í besta falli blekking að láta eins og börn séu fátæk. Börn búa við fátækt einfaldlega af því að foreldrar þeirra eru fátækir. Börn búa t.d. við fátækt af því að foreldrar þeirra eru einstæðir og börn búa við fátækt af því að foreldrar þeirra vinna láglaunastörf. Einnig búa börn við fátækt af því að foreldrar þeirra eru á leigumarkaði og greiða allt of mikið í húsaleigu. Svo búa fjölmörg börn við fátækt af því foreldrar þeirra eru öryrkjar á fáránlega lágum bótum sem skerðast grimmilega. Ítrekað er rætt um fátækt barna, eins og enginn skilji hvers vegna svo er. Eins og við getum ekkert að þessu gert, að um náttúrulögmál sé að ræða. En við breytum ekki fátækt barna fyrr en við lögum kjör foreldra þeirra. Ef forsætisráðherra, aðrir ráðherrar og þingmenn, hafa í alvöru áhyggjur af fátækt barna, þá verða þau að bæta kjör foreldra þeirra, og nákvæmlega þar virðist hnífurinn standa í kúnni. Áhyggjurnar af fátækt barna eru ekki nógu miklar til að samstaða náist um það. Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt fram þingsályktunartillögu um 400 þúsund króna skatta- og skerðingarlaust. Þessi hógværa tillaga hefur ekki verið samþykkt, en hún er samt sem áður algjört lágmark sem við þurfum að tryggja fólki sé einhver vilji til þess að forða börnum frá fátækt. Til að fá um 400 þúsund krónur útborgaðar fyrir vinnu þarf fólk að hafa 525 þúsund króna laun. Það eru margir á töxtum hjá bæði Eflingu og VR sem eru með lægri laun fyrir fulla vinnu. En þrátt fyrir það er þetta fólkið sem ber víst ábyrgð á verðbólgunni og á að sýna skynsemi í kjarasamningum, ef marka má orð fulltrúa atvinnulífsins. Já, fólkið sem á vart til hnífs og skeiðar á að sýna hófsemi í kröfum, segja þeir sem eru með í kringum tvær milljónir í mánaðarlaun og vita ekkert hvernig það er að skorta fyrir nauðþurftum. Það er engin skynsemi í því að semja um laun sem ekki duga til framfærslu og ekki mun það hafa góð áhrif á fátækt barna. Ísland er eitt af ríkustu löndum heims og hér eiga allir að geta lifað hófsömu og mannsæmandi lífi. Hér þarf að setja fólkið í forgang, hækka laun og bætur, koma reglu á húsnæðismarkað og bæta kjör öryrkja og aldraðra. Hér á kjörorðið að vera: Fólkið fyrst og svo allt hitt. Aðeins þannig komum við í veg fyrir fátækt barna. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokkur fólksins Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Sjá meira
Margir hafa miklar áhyggjur af fátækt barna, enda er fátækt barna að aukast á milli ára, frá 12,7 í 13,1%. Meðal þeirra sem opinberað hafa áhyggjur sínar af fátækt barna eru t.d. forsætisráðherra og þingmenn. Við hljótum öll að vera sammála um að það eiga engin börn að búa við fátækt eða líða skort. En þá kemur að kjarna málsins; börn geta ekki verið fátæk. Þau geta búið við fátækt, en þar sem þau eru ekki fjárráða þá er það í besta falli blekking að láta eins og börn séu fátæk. Börn búa við fátækt einfaldlega af því að foreldrar þeirra eru fátækir. Börn búa t.d. við fátækt af því að foreldrar þeirra eru einstæðir og börn búa við fátækt af því að foreldrar þeirra vinna láglaunastörf. Einnig búa börn við fátækt af því að foreldrar þeirra eru á leigumarkaði og greiða allt of mikið í húsaleigu. Svo búa fjölmörg börn við fátækt af því foreldrar þeirra eru öryrkjar á fáránlega lágum bótum sem skerðast grimmilega. Ítrekað er rætt um fátækt barna, eins og enginn skilji hvers vegna svo er. Eins og við getum ekkert að þessu gert, að um náttúrulögmál sé að ræða. En við breytum ekki fátækt barna fyrr en við lögum kjör foreldra þeirra. Ef forsætisráðherra, aðrir ráðherrar og þingmenn, hafa í alvöru áhyggjur af fátækt barna, þá verða þau að bæta kjör foreldra þeirra, og nákvæmlega þar virðist hnífurinn standa í kúnni. Áhyggjurnar af fátækt barna eru ekki nógu miklar til að samstaða náist um það. Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt fram þingsályktunartillögu um 400 þúsund króna skatta- og skerðingarlaust. Þessi hógværa tillaga hefur ekki verið samþykkt, en hún er samt sem áður algjört lágmark sem við þurfum að tryggja fólki sé einhver vilji til þess að forða börnum frá fátækt. Til að fá um 400 þúsund krónur útborgaðar fyrir vinnu þarf fólk að hafa 525 þúsund króna laun. Það eru margir á töxtum hjá bæði Eflingu og VR sem eru með lægri laun fyrir fulla vinnu. En þrátt fyrir það er þetta fólkið sem ber víst ábyrgð á verðbólgunni og á að sýna skynsemi í kjarasamningum, ef marka má orð fulltrúa atvinnulífsins. Já, fólkið sem á vart til hnífs og skeiðar á að sýna hófsemi í kröfum, segja þeir sem eru með í kringum tvær milljónir í mánaðarlaun og vita ekkert hvernig það er að skorta fyrir nauðþurftum. Það er engin skynsemi í því að semja um laun sem ekki duga til framfærslu og ekki mun það hafa góð áhrif á fátækt barna. Ísland er eitt af ríkustu löndum heims og hér eiga allir að geta lifað hófsömu og mannsæmandi lífi. Hér þarf að setja fólkið í forgang, hækka laun og bætur, koma reglu á húsnæðismarkað og bæta kjör öryrkja og aldraðra. Hér á kjörorðið að vera: Fólkið fyrst og svo allt hitt. Aðeins þannig komum við í veg fyrir fátækt barna. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun