Styður héraðsdómur þjóðarmorð? Ástþór Magnússon skrifar 2. nóvember 2023 11:00 Í dag fer fram málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur sem snýst um hvort Íslenskt þjóðfélag sé svo gegnumsýrt af hernaðarhyggju að það teljist hér eðlilegt að ræna matarpeningum af einstaklingum sem eiga um sárt að binda vegna hernaðaraðgerða sem þeir eru ekki þátttakendur í eða geta haft nein áhrif á. Snýst um grundvallarmannréttindi Um er ræða þrjú hundruð dollara peningasendingu til einstaklings í landi sem Íslensk stjórnvöld hafa skilgreint sem einræðisríki. Undir stjórn einræðisherra sem fyrrum utanríkisráðherra Íslands sagði “vega að þeim gildum sem við byggjum tilveru okkar á - grundvallarmannréttindum” Í hátíðisræðum vísa ráðamenn á að Ísland sé í fararbroddi í alþjóðlegri mannréttindabaráttu. En hátíðarræðurnar virðast ekki eiga við þá sjálfa eða okkar litla Ísland þegar kemur að því að virða mannréttindi. Sömu stjórnmálaforingjar virðast telja það fullkomlega eðlilegt að hafa af sveltandi fólki matarpeninga m.a. greiðslu fyrir fjarvinnu í þágu Íslensks fyrirtækis. Heimavinnandi húsmóður refsað Heimavinnandi húsmóðir sem hefur engar tengingar við hernað eða stjórnmál, búsett í landi sem Íslenskir ráðamenn hafa sagt stríð á hendur og segja stjórnað af miskunnarlausum einræðisherra. Vilja Íslensk stjórnvöld refsa þessari húsmóður fyrir gjörðir einræðisherrans? Arionbanki tók við 300 bandaríkjadölum sem áttu að sendast til einstaklings í Rússlandi þann 4 apríl 2022. Átján mánuðum síðar hefur bankinn hvorki skilað greiðslunni til viðtakanda í Rússlandi né skilað peningum til sendanda á Íslandi. Íslandi stjórnað frá Bandaríkjunum Bankinn ber fyrir sig viðskiptaþvingunum bandaríkjanna og segist hvorki geta komið peningunum áfram né skilað þeim til baka, peningarnir séu fastir hjá viðskiptafélögum sínum, Bank of America. Peningana sendi Arionbanki til vesturs í stað austurs. Þann 8 apríl 2022 segir starfsmaður Arionbanka: “Greiðslan er örugglega stopp hjá Regluvörslu Bank of America því það er ekki búið að skuldfæra okkar reikning fyrir þessari greiðslu.” Samkvæmt þessu fóru peningarnir aldrei út af reikningi Arionbanka sem virðast einfaldlega hafa dregið að sér þessa fjármuni sveltandi einstaklings í Rússlandi. Ekki aðeins fjárdráttur, einnig þátttaka í þjóðarmorði gegn rússneskum almenningi. Glæpur gegn mannúð Þvingunaraðgerðir Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu geta ekki haft þau áhrif að verktakagreiðslum til almennra borgara í Rússlandi sé ekki komið til skila með þeim afleiðingum að óbreyttir borgarar kunni að svelta eða verða fyrir miklu óhagræði vegna þess. Sjá til hliðsjónar y-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 144/2018 um refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018144.html Athygli starfsmanna bankans var vakin á þessu með tölvupósti 17 ágúst 2022: “Mín skoðun á þessu máli og skoðun flestra í Friði 2000 að stöðva svona litlar launagreiðslur til almennra borgara í Rússlandi sé þjóðarmorð og með því að taka þátt í þessu séuð þið að brjóta lög.” Hvað gerir Héraðsdómur? Eftir ítrekaðar tilraunir til að leysa úr málinu var Arionbanka stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í janúar 2022. Bankinn skilaði síðan greinagerð í málinu uppá fleiri blaðsíður af froðu og útúrsnúningum sem lýsir ótrúlegu missamræmi í starfsháttum bankans enda reynt að verja óverjanlegt og svívirðilegt athæfi bankans og þátttöku starfsmanna í þjóðarmorði. Áhugavert verður að fylgjast með hvort Héraðsdómur Reykjavíkur heldur uppi sama tvískinnungnum og stjórnvöld þegar kemur að baráttunni um mannréttindi fyrir alla jarðarbúa. Þetta mál snýst um að fá úrskurð um sjálfstæði Íslands í alþjóðlegri mannréttindabaráttu. Mál nr. E-549/2023 Héraðsdómi Reykjavíkur Kl. 13:15 Dómsal 402 Höfundur er Stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Íslenskir bankar Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag fer fram málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur sem snýst um hvort Íslenskt þjóðfélag sé svo gegnumsýrt af hernaðarhyggju að það teljist hér eðlilegt að ræna matarpeningum af einstaklingum sem eiga um sárt að binda vegna hernaðaraðgerða sem þeir eru ekki þátttakendur í eða geta haft nein áhrif á. Snýst um grundvallarmannréttindi Um er ræða þrjú hundruð dollara peningasendingu til einstaklings í landi sem Íslensk stjórnvöld hafa skilgreint sem einræðisríki. Undir stjórn einræðisherra sem fyrrum utanríkisráðherra Íslands sagði “vega að þeim gildum sem við byggjum tilveru okkar á - grundvallarmannréttindum” Í hátíðisræðum vísa ráðamenn á að Ísland sé í fararbroddi í alþjóðlegri mannréttindabaráttu. En hátíðarræðurnar virðast ekki eiga við þá sjálfa eða okkar litla Ísland þegar kemur að því að virða mannréttindi. Sömu stjórnmálaforingjar virðast telja það fullkomlega eðlilegt að hafa af sveltandi fólki matarpeninga m.a. greiðslu fyrir fjarvinnu í þágu Íslensks fyrirtækis. Heimavinnandi húsmóður refsað Heimavinnandi húsmóðir sem hefur engar tengingar við hernað eða stjórnmál, búsett í landi sem Íslenskir ráðamenn hafa sagt stríð á hendur og segja stjórnað af miskunnarlausum einræðisherra. Vilja Íslensk stjórnvöld refsa þessari húsmóður fyrir gjörðir einræðisherrans? Arionbanki tók við 300 bandaríkjadölum sem áttu að sendast til einstaklings í Rússlandi þann 4 apríl 2022. Átján mánuðum síðar hefur bankinn hvorki skilað greiðslunni til viðtakanda í Rússlandi né skilað peningum til sendanda á Íslandi. Íslandi stjórnað frá Bandaríkjunum Bankinn ber fyrir sig viðskiptaþvingunum bandaríkjanna og segist hvorki geta komið peningunum áfram né skilað þeim til baka, peningarnir séu fastir hjá viðskiptafélögum sínum, Bank of America. Peningana sendi Arionbanki til vesturs í stað austurs. Þann 8 apríl 2022 segir starfsmaður Arionbanka: “Greiðslan er örugglega stopp hjá Regluvörslu Bank of America því það er ekki búið að skuldfæra okkar reikning fyrir þessari greiðslu.” Samkvæmt þessu fóru peningarnir aldrei út af reikningi Arionbanka sem virðast einfaldlega hafa dregið að sér þessa fjármuni sveltandi einstaklings í Rússlandi. Ekki aðeins fjárdráttur, einnig þátttaka í þjóðarmorði gegn rússneskum almenningi. Glæpur gegn mannúð Þvingunaraðgerðir Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu geta ekki haft þau áhrif að verktakagreiðslum til almennra borgara í Rússlandi sé ekki komið til skila með þeim afleiðingum að óbreyttir borgarar kunni að svelta eða verða fyrir miklu óhagræði vegna þess. Sjá til hliðsjónar y-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 144/2018 um refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018144.html Athygli starfsmanna bankans var vakin á þessu með tölvupósti 17 ágúst 2022: “Mín skoðun á þessu máli og skoðun flestra í Friði 2000 að stöðva svona litlar launagreiðslur til almennra borgara í Rússlandi sé þjóðarmorð og með því að taka þátt í þessu séuð þið að brjóta lög.” Hvað gerir Héraðsdómur? Eftir ítrekaðar tilraunir til að leysa úr málinu var Arionbanka stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í janúar 2022. Bankinn skilaði síðan greinagerð í málinu uppá fleiri blaðsíður af froðu og útúrsnúningum sem lýsir ótrúlegu missamræmi í starfsháttum bankans enda reynt að verja óverjanlegt og svívirðilegt athæfi bankans og þátttöku starfsmanna í þjóðarmorði. Áhugavert verður að fylgjast með hvort Héraðsdómur Reykjavíkur heldur uppi sama tvískinnungnum og stjórnvöld þegar kemur að baráttunni um mannréttindi fyrir alla jarðarbúa. Þetta mál snýst um að fá úrskurð um sjálfstæði Íslands í alþjóðlegri mannréttindabaráttu. Mál nr. E-549/2023 Héraðsdómi Reykjavíkur Kl. 13:15 Dómsal 402 Höfundur er Stofnandi Friðar 2000.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun