Ófrjósemi; vegferð von og vonbrigða Kristín Láretta Sighvatsdóttir skrifar 6. nóvember 2023 08:00 Foreldrar. Gildishlaðið orð og að mínu mati hlaðið fallegum gildum. Ég var samt aldrei sérstaklega viss um hvort ég vildi verða foreldri sjálf. Satt að segja hélt ég hreinlega alltaf að ég þyrfti ekkert endilega að ákveða það heldur væri það eitt af hlutverkum eða jafnvel skyldum mínum í lífinu. Á þeim tíma sem ég ólst upp var frjósemi aldrei til umræðu, enn síður ófrjósemi. Auðvitað hefur ófrjósemi alltaf verið vandamál sumra en það var þá ekki endilega rætt opinberlega. Jú vissulega vissi maður af eða þekkti eitt og eitt barn sem hafði verið ættleitt en aðrir krakkar vissu ekki endilega afhverju kom til ættleiðingarinnar. Ég bjó til þá sögu fyrir mig sjálfa að foreldrar þessa barna væru bara svona góðhjörtuð og hafi viljað bjarga börnunum úr slæmum aðstæðum heimalands þeirra. Án þess að efast um góðvilja téðra foreldra að þá er augljóst að meira lá að baki. Foreldrarnir voru að glíma við ófrjósemi. Nú, eftir á að hyggja, getur maður ímyndað sér allar þær raunir, þjáningar, sorg og hindranir sem þetta fólk hlítur að hafa gengið í gegnum áður en þau fengu draum sinn loksins rættan, að verða foreldrar. Það kom svo á daginn að ég þurfti aldeilis að ákveða það hvort ég vildi verða foreldri enda færði lífið mér og manninum mínum sjúkdóminn „ófrjósemi“. Um leið og sá dómur féll að þá breyttist allt. Kannski myndi ég aldrei verða foreldri, kannski myndi enginn kalla mig „mamma“, leita til mín eftir ráðum, eftir umhyggju, eftir skilyrðislausri ást. Ég vissi kannski ekki hvort ég vildi verða foreldri en um leið og möguleikinn var ekki sjálfsagður, þá varð hann nauðsynlegur. Við tók tímabil vona og vonbrigða sem virtist engan endi ætla að taka. Aldrei kom þetta jákvæða óléttupróf. Með hjálp og ráðum frá vinafólki sem hafði verið í sömu stöðu, fórum við erlendis í glasameðferð. Með hvatning og styrk allra í kringum okkur héldum við til utan til þess að láta drauminn rætast. Nú átti þetta að takast. Hvernig mátti annað vera? Við, með hjálp fjölskyldu búin að fjárfesta í rándýrri aðstoð sérfræðinga. Hvað gat klikkað? Það sem við vissum ekki þá var að jafnvel með aðstoð eru einungis 30 prósent líkur á jákvæðri niðurstöðu. Ef þú ert svo heppin að falla í þann hóp þá þarftu líka að vonast til að vera svo heppin að verða ekki fyrir fósturmissi. Um leið og prófið verður jákvætt tekur þessi nýi ótti við og hann hverfur ekki fyrr en barn er fætt lifandi. Við komum tómhent heim eftir utanlandsferðina en við erum foreldrar fullkomins drengs í dag eftir fleiri tilraunir. Ekki allir eru svo heppnir. Ófrjósemi hefur marga fylgifiska og er algjört mein fyrir þá sem hana hrjáir. Fólk í þessum sporum upplifir sig oft einangrað og hjálparlaust. Margir finna ekki skilning frá nærumhverfi sínu og þurfa að þola ónærgætni og skilningsleysi og fá spurningar á borð við „Afhverju ættleiðið þið ekki bara?“Ég skal ganga með barn fyrir ykkur“ „Getur þú ekki bara skroppið í bæinn eitt kvöldið?“ Þegar fólk er í þessu ferli er nauðsynlegt að geta talað við aðra sem eru í sömu sporum. Það var okkar reynsla. Góð vinkona mín benti okkur á samtökin Tilveru og þar höfum við fengið ómældan stuðning. Tilvera eru samtök um ófrjósemi og eru einu samtökin á landinu sem halda utan um málefnið. Meðlimir félagsins hafa aðgang að ómetanlegum stuðningi stjórnarmeðlima og annarra meðlima sem öll eru í sömu sporum, bæði með reglulegum samkomum og umræðuhóp á samfélagsmiðlum. Tilvera býður einnig sínum meðlimum upp á símatíma hjá sálfræðing sér að kostnaðarlausu. Tilvera heldur úti árlegri vitundarvakningu dagana 6.- 12. nóvember og í ár er viðfangsefnið „ófrjósemi og geðheilbrigði“. Hægt er að sjá dagskrá vitundarvakningu Tilveru á heimasíðu félagsins tilvera.is Höfundur er stjórnarmeðlimur Tilveru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Foreldrar. Gildishlaðið orð og að mínu mati hlaðið fallegum gildum. Ég var samt aldrei sérstaklega viss um hvort ég vildi verða foreldri sjálf. Satt að segja hélt ég hreinlega alltaf að ég þyrfti ekkert endilega að ákveða það heldur væri það eitt af hlutverkum eða jafnvel skyldum mínum í lífinu. Á þeim tíma sem ég ólst upp var frjósemi aldrei til umræðu, enn síður ófrjósemi. Auðvitað hefur ófrjósemi alltaf verið vandamál sumra en það var þá ekki endilega rætt opinberlega. Jú vissulega vissi maður af eða þekkti eitt og eitt barn sem hafði verið ættleitt en aðrir krakkar vissu ekki endilega afhverju kom til ættleiðingarinnar. Ég bjó til þá sögu fyrir mig sjálfa að foreldrar þessa barna væru bara svona góðhjörtuð og hafi viljað bjarga börnunum úr slæmum aðstæðum heimalands þeirra. Án þess að efast um góðvilja téðra foreldra að þá er augljóst að meira lá að baki. Foreldrarnir voru að glíma við ófrjósemi. Nú, eftir á að hyggja, getur maður ímyndað sér allar þær raunir, þjáningar, sorg og hindranir sem þetta fólk hlítur að hafa gengið í gegnum áður en þau fengu draum sinn loksins rættan, að verða foreldrar. Það kom svo á daginn að ég þurfti aldeilis að ákveða það hvort ég vildi verða foreldri enda færði lífið mér og manninum mínum sjúkdóminn „ófrjósemi“. Um leið og sá dómur féll að þá breyttist allt. Kannski myndi ég aldrei verða foreldri, kannski myndi enginn kalla mig „mamma“, leita til mín eftir ráðum, eftir umhyggju, eftir skilyrðislausri ást. Ég vissi kannski ekki hvort ég vildi verða foreldri en um leið og möguleikinn var ekki sjálfsagður, þá varð hann nauðsynlegur. Við tók tímabil vona og vonbrigða sem virtist engan endi ætla að taka. Aldrei kom þetta jákvæða óléttupróf. Með hjálp og ráðum frá vinafólki sem hafði verið í sömu stöðu, fórum við erlendis í glasameðferð. Með hvatning og styrk allra í kringum okkur héldum við til utan til þess að láta drauminn rætast. Nú átti þetta að takast. Hvernig mátti annað vera? Við, með hjálp fjölskyldu búin að fjárfesta í rándýrri aðstoð sérfræðinga. Hvað gat klikkað? Það sem við vissum ekki þá var að jafnvel með aðstoð eru einungis 30 prósent líkur á jákvæðri niðurstöðu. Ef þú ert svo heppin að falla í þann hóp þá þarftu líka að vonast til að vera svo heppin að verða ekki fyrir fósturmissi. Um leið og prófið verður jákvætt tekur þessi nýi ótti við og hann hverfur ekki fyrr en barn er fætt lifandi. Við komum tómhent heim eftir utanlandsferðina en við erum foreldrar fullkomins drengs í dag eftir fleiri tilraunir. Ekki allir eru svo heppnir. Ófrjósemi hefur marga fylgifiska og er algjört mein fyrir þá sem hana hrjáir. Fólk í þessum sporum upplifir sig oft einangrað og hjálparlaust. Margir finna ekki skilning frá nærumhverfi sínu og þurfa að þola ónærgætni og skilningsleysi og fá spurningar á borð við „Afhverju ættleiðið þið ekki bara?“Ég skal ganga með barn fyrir ykkur“ „Getur þú ekki bara skroppið í bæinn eitt kvöldið?“ Þegar fólk er í þessu ferli er nauðsynlegt að geta talað við aðra sem eru í sömu sporum. Það var okkar reynsla. Góð vinkona mín benti okkur á samtökin Tilveru og þar höfum við fengið ómældan stuðning. Tilvera eru samtök um ófrjósemi og eru einu samtökin á landinu sem halda utan um málefnið. Meðlimir félagsins hafa aðgang að ómetanlegum stuðningi stjórnarmeðlima og annarra meðlima sem öll eru í sömu sporum, bæði með reglulegum samkomum og umræðuhóp á samfélagsmiðlum. Tilvera býður einnig sínum meðlimum upp á símatíma hjá sálfræðing sér að kostnaðarlausu. Tilvera heldur úti árlegri vitundarvakningu dagana 6.- 12. nóvember og í ár er viðfangsefnið „ófrjósemi og geðheilbrigði“. Hægt er að sjá dagskrá vitundarvakningu Tilveru á heimasíðu félagsins tilvera.is Höfundur er stjórnarmeðlimur Tilveru.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun