Djúpir vasar skattgreiðenda Páll Steingrímsson skrifar 7. nóvember 2023 10:00 Á haustmánuðum boðaði ríkisstjórnin aðhald í ríkisfjármálum og skýra forgangsröðun verkefna til að nýta fjármuni þjóðarinnar sem best. Því er forvitnilegt að skoða hvernig forgangsröðunin og aðhaldið birtist í meðförum einstaka ráðherra, það er ráðherra fjölmiðla. Alls hlutu 25 fjölmiðlar stuðning. Ekki kemur á óvart að þeir fjölmiðlar sem bera höfuð og herðar yfir aðra hlutu mest, Árvakur og Sýn. Báðir halda úti metnaðarfullri dagskrá, Árvakur á vefmiðlum og prentmiðlum en Sýn á vefmiðlum, útvarpi og sjónvarpi. Ef aðeins er rýnt í vikulega vefmiðlanotkun þeirra sést að báðir hafa á þriðja hundrað þúsund notendur, um hálfa milljón innlita og um tvær milljónir flettinga. Með jafn fjölbreytta fjölmiðlun er fjöldi blaðamanna og annarra starfsmanna á hvorum miðli eðlilega þónokkur og fjölmiðlastyrkurinn þetta árið því allhár eða rúmlega 100 milljónir til hvors um sig. Það er þó einn fjölmiðill sem sker sig úr þegar rýnt er í tölfræði – og raunar á alla aðra vegu ef út í það er farið: Missögn, afsakið, Heimildin. Samkvæmt ársreikningi rekstrarfélags Heimildarinnar er fjórði hver blaðamaður á miðlinum með stöðu sakbornings. Líklega er það einsdæmi á heimsvísu. En skoðum aðeins tölfræðina þegar kemur að fjölmiðlastyrknum. Vil ég því bera Heimildina saman við Mannlíf, Árvakur og Sýn. Vert er að taka fram að samanburðurinn er heldur ósanngjarn í garð Árvakurs og Sýnar þar sem þeir fjölmiðlar nýta fjölmiðlastyrkinn ekki eingöngu í vefmiðil sinn heldur einnig í starfsemi sem snýr að prentmiðlum, útvarpi og sjónvarpi. Það er því varla hægt að segja að eftirfarandi samanburður sé á kostnað Heimildarinnar. Heimildir til samanburðarins eru fengnar af Topplista vefmiðla Gallup í nýliðinni viku og tilkynningu Fjölmiðlanefndar um úthlutun fjölmiðlastyrkja vegna ársins 2023. Skoðaði ég fjölmiðlastyrkinn miðað við fjölda notenda, innlita og flettinga á mbl.is, visir.is, mannlif.is og heimildin.is. Vissulega er um vikulegar tölur að ræða en þær eru engu að síður upplýsandi: 1) Styrkur per notanda a. Árvakur 510 kr. b. Sýn 502 kr. c. Mannlíf 417 kr. d. Heimildin 3299 kr. 2) Styrkur per innlit a. Árvakur 222 kr. b. Sýn 233 kr. c. Mannlíf 309 kr. d. Heimildin 2616 kr. 3) Styrkur per flettingu a. Árvakur 50 kr. b. Sýn 60 kr. c. Mannlíf 169 kr. d. Heimildin 1402 kr. Samkvæmt heimasíðu Heimildarinnar starfa 16 blaðamenn á ritstjórn auk 11 manns í margmiðlun, áskrift og sölu. Mikið held ég að einn ónefndur bloggari í Garðabæ væri sáttur ef hann fengi viðlíka stuðning fyrir að upplýsa um stærstu spillingarmál í íslenskum fjölmiðlaheimi sem styrkþegar keppast um að þagga niður. Til gamans má geta að notendur bloggsins hans eru 75% af vikulegum notendum Heimildarinnar og innlit nema tæplega 70%. Ekki nýtur hann stuðnings 11 manna söluteymis eða 16 manna ritstjórnar. Þrátt fyrir heilan her blaða- og sölumanna, sterkefnaða bakhjarla og samanlagt 37 milljón króna fjölmiðlastyrk árið 2022, töpuðu forverar Heimildarinnar tæplega 50 milljónum króna fyrir skatta samkvæmt ársreikningi 2022. Það er hverjum manni deginum ljósara að reksturinn er eins fjarri því að vera sjálfbær eða traustur og hugsast getur, fjölmiðillinn ofmannaður og neikvæðar og í mörgum tilfellum rangar fréttir þeirra ekki eftirsóknarverðar hjá íslensku þjóðinni. Er það nema von að samkvæmt glænýrri skýrslu um traust í íslensku samfélagi treysta innan við 30% íslenskum fjölmiðlum og fleiri vantreysta þeim heldur en ókunnugu fólki! Þegar rýnt er í framangreindar tölur: ósjálfbæran rekstur Heimildarinnar, lítið traust og mikið vantraust til íslenskra fjölmiðla, er þá lausnin að kasta á sjötta tug milljóna í slíka hít? Væri þá ekki nær að kalla fjölmiðlastyrkinn sínu rétta nafni? Styrk til góðgerðarmála. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Fjölmiðlar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á haustmánuðum boðaði ríkisstjórnin aðhald í ríkisfjármálum og skýra forgangsröðun verkefna til að nýta fjármuni þjóðarinnar sem best. Því er forvitnilegt að skoða hvernig forgangsröðunin og aðhaldið birtist í meðförum einstaka ráðherra, það er ráðherra fjölmiðla. Alls hlutu 25 fjölmiðlar stuðning. Ekki kemur á óvart að þeir fjölmiðlar sem bera höfuð og herðar yfir aðra hlutu mest, Árvakur og Sýn. Báðir halda úti metnaðarfullri dagskrá, Árvakur á vefmiðlum og prentmiðlum en Sýn á vefmiðlum, útvarpi og sjónvarpi. Ef aðeins er rýnt í vikulega vefmiðlanotkun þeirra sést að báðir hafa á þriðja hundrað þúsund notendur, um hálfa milljón innlita og um tvær milljónir flettinga. Með jafn fjölbreytta fjölmiðlun er fjöldi blaðamanna og annarra starfsmanna á hvorum miðli eðlilega þónokkur og fjölmiðlastyrkurinn þetta árið því allhár eða rúmlega 100 milljónir til hvors um sig. Það er þó einn fjölmiðill sem sker sig úr þegar rýnt er í tölfræði – og raunar á alla aðra vegu ef út í það er farið: Missögn, afsakið, Heimildin. Samkvæmt ársreikningi rekstrarfélags Heimildarinnar er fjórði hver blaðamaður á miðlinum með stöðu sakbornings. Líklega er það einsdæmi á heimsvísu. En skoðum aðeins tölfræðina þegar kemur að fjölmiðlastyrknum. Vil ég því bera Heimildina saman við Mannlíf, Árvakur og Sýn. Vert er að taka fram að samanburðurinn er heldur ósanngjarn í garð Árvakurs og Sýnar þar sem þeir fjölmiðlar nýta fjölmiðlastyrkinn ekki eingöngu í vefmiðil sinn heldur einnig í starfsemi sem snýr að prentmiðlum, útvarpi og sjónvarpi. Það er því varla hægt að segja að eftirfarandi samanburður sé á kostnað Heimildarinnar. Heimildir til samanburðarins eru fengnar af Topplista vefmiðla Gallup í nýliðinni viku og tilkynningu Fjölmiðlanefndar um úthlutun fjölmiðlastyrkja vegna ársins 2023. Skoðaði ég fjölmiðlastyrkinn miðað við fjölda notenda, innlita og flettinga á mbl.is, visir.is, mannlif.is og heimildin.is. Vissulega er um vikulegar tölur að ræða en þær eru engu að síður upplýsandi: 1) Styrkur per notanda a. Árvakur 510 kr. b. Sýn 502 kr. c. Mannlíf 417 kr. d. Heimildin 3299 kr. 2) Styrkur per innlit a. Árvakur 222 kr. b. Sýn 233 kr. c. Mannlíf 309 kr. d. Heimildin 2616 kr. 3) Styrkur per flettingu a. Árvakur 50 kr. b. Sýn 60 kr. c. Mannlíf 169 kr. d. Heimildin 1402 kr. Samkvæmt heimasíðu Heimildarinnar starfa 16 blaðamenn á ritstjórn auk 11 manns í margmiðlun, áskrift og sölu. Mikið held ég að einn ónefndur bloggari í Garðabæ væri sáttur ef hann fengi viðlíka stuðning fyrir að upplýsa um stærstu spillingarmál í íslenskum fjölmiðlaheimi sem styrkþegar keppast um að þagga niður. Til gamans má geta að notendur bloggsins hans eru 75% af vikulegum notendum Heimildarinnar og innlit nema tæplega 70%. Ekki nýtur hann stuðnings 11 manna söluteymis eða 16 manna ritstjórnar. Þrátt fyrir heilan her blaða- og sölumanna, sterkefnaða bakhjarla og samanlagt 37 milljón króna fjölmiðlastyrk árið 2022, töpuðu forverar Heimildarinnar tæplega 50 milljónum króna fyrir skatta samkvæmt ársreikningi 2022. Það er hverjum manni deginum ljósara að reksturinn er eins fjarri því að vera sjálfbær eða traustur og hugsast getur, fjölmiðillinn ofmannaður og neikvæðar og í mörgum tilfellum rangar fréttir þeirra ekki eftirsóknarverðar hjá íslensku þjóðinni. Er það nema von að samkvæmt glænýrri skýrslu um traust í íslensku samfélagi treysta innan við 30% íslenskum fjölmiðlum og fleiri vantreysta þeim heldur en ókunnugu fólki! Þegar rýnt er í framangreindar tölur: ósjálfbæran rekstur Heimildarinnar, lítið traust og mikið vantraust til íslenskra fjölmiðla, er þá lausnin að kasta á sjötta tug milljóna í slíka hít? Væri þá ekki nær að kalla fjölmiðlastyrkinn sínu rétta nafni? Styrk til góðgerðarmála. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun