Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu á hug okkar allan á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Að því sögðu þá laumum við að sjálfsögðu inn rafíþróttum og NHL-deildinni í íshokkí.
Stöð 2 Sport 2
- Klukkan 12.55 er leikur Arsenal og Sevilla í UEFA Youth League á dagskrá.
- Klukkan 14.55 er komið að leik Bayern München og Galatasaray í sömu keppni.
- Meistaradeildarmessan hefst 19.30 en þar verður farið yfir alla leiki kvöldsins í Meistaradeild Evrópu.
- Klukkan 22.00 taka Meistaradeildarmörkin svo við. Þar verður farið yfir allt það helsta sem gerðist í leikjum kvöldsins.
Stöð 2 Sport 3
- Klukkan 17.35 er leikur Real Sociedad og Benfica á dagskrá.
- Klukkan 19.50 er leikur FC Kaupmannahafnar og Manchester United á dagskrá. Bæði lið þurfa sigur, heimamenn ef þeir ætla sér að eiga möguleika á að komast í Evrópudeildina og Man United ef það ætlar sér upp úr riðlinum.
Stöð 2 Sport 4
- Klukkan 19.50 er leikur Real Madríd og Braga á dagskrá.
Stöð 2 Sport 5
- Klukkan 19.50 er leikur PSV og Lens á dagskrá.
Stöð 2 ESport
- Klukkan 20.00 er Babe Patrol á dagskrá.
Vodafone Sport
- Klukkan 10.00 er NHL On The Fly á dagskrá.
- Klukkan 17.35 er komið að leik Napoli og Union Berlín.
- Klukkan 19.50 er leikur Arsenal og Sevilla á dagskrá.
- Klukkan 00.35 er komið að leik Washington Capitals og Florida Panthers í NHL-deildinni í íshokkí.