Lögreglumaður ákærður fyrir að slá liggjandi mann ítrekað með kylfu Jón Þór Stefánsson skrifar 10. nóvember 2023 11:22 Atvikið sem málið varðar átti sér stað um nótt í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Lögreglumaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi vegna atviks sem átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur í lok maí á þessu ári. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum er lögreglumanninum gefið að sök að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku a manni. Lögreglumaðurinn er sagður hafa beitt úðavopni ítrekað gegn manninum, sparkað í vinstri fótlegg hans, jafnvel þó brotaþolinn hafi ekki veitt honum mótspyrnu við handtökuna. Þá hafi hann slegið manninn fjórum sinnum með kylfu í líkama þegar hinn maðurinn lá á fjórum fótum, án þess að nauðsyn bæri til. Meint aðför lögreglumannsins eru sögð brjóta í bága við þrjár tilteknar greinar í hegningarlögum. Annars vegar er það líkamsárás, sem getur varðað allt að eins árs fangelsi, og hins vegar tvenns konar brot í opinberu starfi. Önnur þeirra getur varðað allt að eins árs fangelsi, en hin getur aukið refsingu um helming. Það er héraðssaksóknari sem rekur málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, og krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Í framhaldsákæru sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að brotaþoli málsins krefjist tveggja milljóna króna í miskabætur. Lögreglan Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Lögreglumaður á Austurlandi dæmdur í tíu mánaða fangelsi Lögreglumaðurinn Stefán Pedro Cabrero stundaði það að stilla hraðamælinn og telja fólki trú um að það hefði ekið of hratt og þyrfti að greiða sekt. Greiðslunum stakk hann í eigin vasa. 12. nóvember 2015 12:00 Lögreglumaður dæmdur fyrir líkamsárás í starfi Þrítugur lögreglumaður var dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. 25. febrúar 2020 13:29 Lögreglumaður dæmdur fyrir meðferð á gesti á Irishman Landsréttur staðfesti í dag 45 daga fangelsisdóm yfir rúmlega þrítugum lögreglumanni fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi aðfaranótt mánudagsins 18. mars í fyrra. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. 14. maí 2021 14:31 Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Landsréttur dæmdi í dag þrítugan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot gegn konu sem hann var í sambandi með í nokkra mánuði. 13. desember 2019 15:22 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira
Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum er lögreglumanninum gefið að sök að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku a manni. Lögreglumaðurinn er sagður hafa beitt úðavopni ítrekað gegn manninum, sparkað í vinstri fótlegg hans, jafnvel þó brotaþolinn hafi ekki veitt honum mótspyrnu við handtökuna. Þá hafi hann slegið manninn fjórum sinnum með kylfu í líkama þegar hinn maðurinn lá á fjórum fótum, án þess að nauðsyn bæri til. Meint aðför lögreglumannsins eru sögð brjóta í bága við þrjár tilteknar greinar í hegningarlögum. Annars vegar er það líkamsárás, sem getur varðað allt að eins árs fangelsi, og hins vegar tvenns konar brot í opinberu starfi. Önnur þeirra getur varðað allt að eins árs fangelsi, en hin getur aukið refsingu um helming. Það er héraðssaksóknari sem rekur málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, og krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Í framhaldsákæru sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að brotaþoli málsins krefjist tveggja milljóna króna í miskabætur.
Lögreglan Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Lögreglumaður á Austurlandi dæmdur í tíu mánaða fangelsi Lögreglumaðurinn Stefán Pedro Cabrero stundaði það að stilla hraðamælinn og telja fólki trú um að það hefði ekið of hratt og þyrfti að greiða sekt. Greiðslunum stakk hann í eigin vasa. 12. nóvember 2015 12:00 Lögreglumaður dæmdur fyrir líkamsárás í starfi Þrítugur lögreglumaður var dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. 25. febrúar 2020 13:29 Lögreglumaður dæmdur fyrir meðferð á gesti á Irishman Landsréttur staðfesti í dag 45 daga fangelsisdóm yfir rúmlega þrítugum lögreglumanni fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi aðfaranótt mánudagsins 18. mars í fyrra. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. 14. maí 2021 14:31 Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Landsréttur dæmdi í dag þrítugan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot gegn konu sem hann var í sambandi með í nokkra mánuði. 13. desember 2019 15:22 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira
Lögreglumaður á Austurlandi dæmdur í tíu mánaða fangelsi Lögreglumaðurinn Stefán Pedro Cabrero stundaði það að stilla hraðamælinn og telja fólki trú um að það hefði ekið of hratt og þyrfti að greiða sekt. Greiðslunum stakk hann í eigin vasa. 12. nóvember 2015 12:00
Lögreglumaður dæmdur fyrir líkamsárás í starfi Þrítugur lögreglumaður var dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. 25. febrúar 2020 13:29
Lögreglumaður dæmdur fyrir meðferð á gesti á Irishman Landsréttur staðfesti í dag 45 daga fangelsisdóm yfir rúmlega þrítugum lögreglumanni fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi aðfaranótt mánudagsins 18. mars í fyrra. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. 14. maí 2021 14:31
Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Landsréttur dæmdi í dag þrítugan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot gegn konu sem hann var í sambandi með í nokkra mánuði. 13. desember 2019 15:22