Icebox haldið í fimmta sinn: „Mæta nógu snemma og sjá alla“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2023 08:01 Það verður boðið til veislu í Kaplakrika í kvöld. Icebox Icebox verður haldið í 5. sinn í Kaplakrika í kvöld. Uppselt er á viðburðinn og mælt er með því að gestir mæti fyrr heldur en seinna til að ná sem bestum sætum. Stöð 2 Sport sýnir beint frá aðalbardögum kvöldsins og hefst útsending klukkan 20.00. „Undirbúningurinn hefur gengið rosalega vel, það er allt uppselt og áhuginn aldrei verið meiri,“ segir Davíð Rúnar en hann fékk hugmyndina að Icebox fyrir nokkrum árum síðan. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. „Viðburðurinn hefur aldrei verið stærri, erum með leyfi fyrir fleiri áhorfendum en samt er uppselt. Eftirspurnin rosalega og gríðarlegur áhugi.“ Þetta er í fimmta sinn sem viðburðurinn er haldinn og vinsældir hans hafa aukist milli ára. Davíð Rúnar segir hann orðinn einn þann vinsælasta sinnar tegundar. “Eftir því sem við best vitum er Icebox stærsti áhuga-boxviðburður í Evrópu.” Dagskrá Icebox má sjá hér að neðan en fyrsti bardaginn hefst klukkan 18.00. Það er því nóg um að vera áður en útsending Stöðvar 2 hefst kl. 20.00. „Bara mæta nógu snemma og sjá alla. Það er mikið af efnilegum krökkum sem munu ná langt í byrjun kvöldsins. Aðalbardagi kvöldsins (e. Main event) er rematch frá því í fyrra, á undan honum er yfirþungavigtarbardagi en þeir eru alltaf skemmtilegir. Svo eru landsliðsstrákar að keppa á móti öðrum reyndum hnefaleikaköppum þar á undan.“ Ísland vs. Svíþjóð Erika Nótt Einarsdóttir og Arina Vakili mætast í alþjóðlegum bardaga en Vakili kemur frá Svíþjóð og er „helvíti spræk“ segir Davíð Rúnar. Bardaginn þeirra er sá fyrsti sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Viljið alls ekki missa af því en ég átti mjög erfitt með að raða bardögum niður og ákveða hvaða bardagi væri hvar í röðinni því þeir eru hver öðrum flottari.“ Davíð Rúnar sagði að endingu að það væri greinilegt að hnefaleikar væru á uppleið á Íslandi, að gott starf væri unnið í hnefaleikaþjálfun hér á landi og það væri að klárlega að skila sér í viðburðum eins og Icebox. Þá mælti hann eindregið með því að fólk kæmi tímanlega þar sem það þýðir að fólk fær betri sæti. Einnig minnti hann á að það verður boðið upp á tónlistarveislu milli atriða og ef að fólk á ekki miða þá er um að gera að stilla á Stöð 2 Sport klukkan 20.00 og mæta svo hreinlega næst þegar Icebox verður haldið. Box Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
„Undirbúningurinn hefur gengið rosalega vel, það er allt uppselt og áhuginn aldrei verið meiri,“ segir Davíð Rúnar en hann fékk hugmyndina að Icebox fyrir nokkrum árum síðan. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. „Viðburðurinn hefur aldrei verið stærri, erum með leyfi fyrir fleiri áhorfendum en samt er uppselt. Eftirspurnin rosalega og gríðarlegur áhugi.“ Þetta er í fimmta sinn sem viðburðurinn er haldinn og vinsældir hans hafa aukist milli ára. Davíð Rúnar segir hann orðinn einn þann vinsælasta sinnar tegundar. “Eftir því sem við best vitum er Icebox stærsti áhuga-boxviðburður í Evrópu.” Dagskrá Icebox má sjá hér að neðan en fyrsti bardaginn hefst klukkan 18.00. Það er því nóg um að vera áður en útsending Stöðvar 2 hefst kl. 20.00. „Bara mæta nógu snemma og sjá alla. Það er mikið af efnilegum krökkum sem munu ná langt í byrjun kvöldsins. Aðalbardagi kvöldsins (e. Main event) er rematch frá því í fyrra, á undan honum er yfirþungavigtarbardagi en þeir eru alltaf skemmtilegir. Svo eru landsliðsstrákar að keppa á móti öðrum reyndum hnefaleikaköppum þar á undan.“ Ísland vs. Svíþjóð Erika Nótt Einarsdóttir og Arina Vakili mætast í alþjóðlegum bardaga en Vakili kemur frá Svíþjóð og er „helvíti spræk“ segir Davíð Rúnar. Bardaginn þeirra er sá fyrsti sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Viljið alls ekki missa af því en ég átti mjög erfitt með að raða bardögum niður og ákveða hvaða bardagi væri hvar í röðinni því þeir eru hver öðrum flottari.“ Davíð Rúnar sagði að endingu að það væri greinilegt að hnefaleikar væru á uppleið á Íslandi, að gott starf væri unnið í hnefaleikaþjálfun hér á landi og það væri að klárlega að skila sér í viðburðum eins og Icebox. Þá mælti hann eindregið með því að fólk kæmi tímanlega þar sem það þýðir að fólk fær betri sæti. Einnig minnti hann á að það verður boðið upp á tónlistarveislu milli atriða og ef að fólk á ekki miða þá er um að gera að stilla á Stöð 2 Sport klukkan 20.00 og mæta svo hreinlega næst þegar Icebox verður haldið.
Box Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira