Stöð 2 Sport
Leikur KR og Ármanns í 1. deild kvennna í körfuknattleik verður sýndur í beinni útsendingu klukkan 17:50.
Stöð 2 Sport 2
Ítalíumeistarar Napoli taka á móti Empoli á heimavelli sínum og hefst útsending klukkan 11:20. Klukkan 13:50 verður leikur Fiorentina og Bologna í Serie A sýndur beint.
Klukkan 17:50 fer NFL-deildin síðan af stað og verður leikur Jacksonville Jaguars og San Fransisco 49´ers sýndur klukkan 17:55. Seinni leikur kvöldsins hefst 21:20 en þá mætast lið Los Angeles Chargers og Detroit Lions.
Stöð 2 Sport 3
Udinese og Atalanta mætast í Serie A klukkan 13:50. NFL-Red Zone fer í loftið klukkan 17:45 en þar verður sýnt frá öllum leikjum dagsins í NFL-deildinni og skipt á milli valla.
Stöð 2 Sport 4
Nágrannaslagur Lazio og Roma verður í beinni útsendingu frá klukkan 16:50. Jose Mourinho mætir þá í heimsókn til lærisveina Maurizio Sarri og má búast við látum.
Stöð 2 Sport 5
NBA-deildin er komin á fullt og klukkan 20:30 verður bein útsending frá leik LA Clippers og Memphis Grizzlies.
Stöð 2 Esport
Golf tekur yfir Stöð 2 Esport fyrri hluta dagsins þegar sýnt verður frá LPGA-mótaröðinni frá klukkan 18:00.
Klukkan 20:00 fer Game Tíví síðan í loftið þar sem farið verður yfir allt það helsta í tölvuleikjaheiminum.
Vodafone Sport
NHL On The Fly verður sýnt klukkan 10:00 og 12:25 er komið að beinni útsendingu frá leik Tottenham og Liverpool í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu.
Feyenoord og AZ Alkmaar mætast í hollenska boltanum klukkan 15:40 og verður sá leikur sýndur beint. Annar dagur Grand Slam mótsins í pílukasti verður síðan í beinni frá klukkan 19:00.
Að lokum verður síðan sýnt beint frá viðureign Minnesota Wild og Dallas Stars í NHL-deildinni. Leikurinn hefst klukkan 23:05.