„Það er mikil sorg, ótti og kvíði í fólkinu“ Bjarki Sigurðsson skrifar 12. nóvember 2023 11:26 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Einar Enn er verið að skoða útfærslu á leik- og grunnskólamálum Grindvíkinga. Bæjarstjórinn segir vinnuna í fullum gangi. Samverustund Grindvíkinga fer fram í Hallgrímskirkju í dag. Af þeim 3800 Grindvíkingum sem yfirgefa hafa þurft bæinn síðustu daga eru tæplega 600 grunnskólabörn. Rúmlega tvö hundruð eru síðan á leikskóla. Frá því að bærinn var rýmdur á föstudagskvöld hafa farið fram fjöldi funda um hvernig hátta eigi skólahaldi. Fái að vera saman Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir meginhugmyndina vera að grindvísk börn sem dvelja á höfuðborgarsvæðinu geti verið saman í skólanum . „Það er verið að undirbúa það að skólahald geti hafist sem fyrst eftir helgina. Það verður fundur hjá kennurum og skólayfirvöldum í Grindavík á morgun þar sem plönin verða lögð,“ segir Fannar. Þau börn sem eru utan höfuðborgarsvæðisins fara síðan í þann skóla sem þeim er næstur. Fá til liðs við sig sérfræðinga Klukkan fimm í dag hefst samverustund fyrir Grindvíkinga í Hallgrímskirkju. Þar munu meðal annarra Biskup Íslands og forseti Íslands ávarpa íbúana. „Þetta er hugsað sem svona kyrrðar- og samverustund þannig íbúar geti komið þarna hist og talað saman. Svo verða þarna örfá tónlistaratriði og einhver ávörp líka en fyrst og fremst verður þetta svo fólk geti hist og rætt saman hlutina,“ segir Fannar. Hann segir mikinn ótta vera í Grindvíkingum þessa stundina. „Það er mikil sorg, ótti og kvíði í fólkinu þannig við erum að reyna að fá líka til liðs við okkur sérfræðinga sem koma til aðstoðar vegna sálræna hlutans,“ segir Fannar. Hallgrímskirkja Grindavík Eldgos og jarðhræringar Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Nú er biðstaða“ Lögreglan á Suðurnesjum og aðrir viðbragðsaðilar eru nú í biðstöðu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir nóttina hafa verið viðburðarlitla en viðbragðsaðilar munu funda klukkan 11:00. 12. nóvember 2023 10:24 Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. 11. nóvember 2023 19:26 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Af þeim 3800 Grindvíkingum sem yfirgefa hafa þurft bæinn síðustu daga eru tæplega 600 grunnskólabörn. Rúmlega tvö hundruð eru síðan á leikskóla. Frá því að bærinn var rýmdur á föstudagskvöld hafa farið fram fjöldi funda um hvernig hátta eigi skólahaldi. Fái að vera saman Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir meginhugmyndina vera að grindvísk börn sem dvelja á höfuðborgarsvæðinu geti verið saman í skólanum . „Það er verið að undirbúa það að skólahald geti hafist sem fyrst eftir helgina. Það verður fundur hjá kennurum og skólayfirvöldum í Grindavík á morgun þar sem plönin verða lögð,“ segir Fannar. Þau börn sem eru utan höfuðborgarsvæðisins fara síðan í þann skóla sem þeim er næstur. Fá til liðs við sig sérfræðinga Klukkan fimm í dag hefst samverustund fyrir Grindvíkinga í Hallgrímskirkju. Þar munu meðal annarra Biskup Íslands og forseti Íslands ávarpa íbúana. „Þetta er hugsað sem svona kyrrðar- og samverustund þannig íbúar geti komið þarna hist og talað saman. Svo verða þarna örfá tónlistaratriði og einhver ávörp líka en fyrst og fremst verður þetta svo fólk geti hist og rætt saman hlutina,“ segir Fannar. Hann segir mikinn ótta vera í Grindvíkingum þessa stundina. „Það er mikil sorg, ótti og kvíði í fólkinu þannig við erum að reyna að fá líka til liðs við okkur sérfræðinga sem koma til aðstoðar vegna sálræna hlutans,“ segir Fannar.
Hallgrímskirkja Grindavík Eldgos og jarðhræringar Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Nú er biðstaða“ Lögreglan á Suðurnesjum og aðrir viðbragðsaðilar eru nú í biðstöðu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir nóttina hafa verið viðburðarlitla en viðbragðsaðilar munu funda klukkan 11:00. 12. nóvember 2023 10:24 Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. 11. nóvember 2023 19:26 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Nú er biðstaða“ Lögreglan á Suðurnesjum og aðrir viðbragðsaðilar eru nú í biðstöðu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir nóttina hafa verið viðburðarlitla en viðbragðsaðilar munu funda klukkan 11:00. 12. nóvember 2023 10:24
Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. 11. nóvember 2023 19:26