Spennandi framtíð gagnadrifins heilbrigðiskerfis Björgvin Ingi Ólafsson skrifar 13. nóvember 2023 09:00 Áætluð útgjöld til heilbrigðismála nema um 343 milljörðum árið 2023. Heilbrigðiskerfið er stærsti einstaki hluti ríkisútgjalda og þriðjungur útgjalda ríkissjóðs. Við viljum flest að áhersla sé á heilbrigðiskerfið í samneyslunni en við viljum líka að vel sé farið með féð, þjónustan sé góð og við getum verið stolt af heilbrigðiskerfinu okkar. Gagnadrifið heilbrigðiskerfi Við leitum stöðugt leiða til að bæta kerfið. Á síðustu árum hafa orðið til tæknilausnir sem geta umbreytt heilbrigðisþjónustu bæði hvað varðar skilvirkni rekstrar og gæði þjónustu. Tæknilausnir eru allt frá einföldum lausnum eins og spjallmennum, talgervlum sem skrifa læknaskýrslur eða enn byltingarkenndari lausnir eins og gervigreind sem greinir tegundir krabbameins af áður óþekktri nákvæmni. Samstillt átak kemur okkur í fremstu röð Ísland á einstakt tækifæri til að leiða á heimsvísu uppbyggingu gagnadrifins heilbrigðiskerfis. Við höfum víða sýnt að þegar við leggjumst á eitt þá getum við nýtt smæðina til þess að hreyfa okkur hraðar en stærri en svifaseinni lönd. Sem dæmi náðum við að smíða máltækniinnviði á Íslandi til að vernda tungumálið okkar í stafrænum heimi á mettíma og af slíkum krafti að eftir því var tekið. Við skutum mun algengari tungumálum ref fyrir rass og urðum með þeim fyrstu að verða auðtengjanleg við framsæknar máltæknilausnir eins og ChatGPT. Við tókum okkur líka á í stafrænni stjórnsýslu og vegna fyrirmyndaruppbyggingu Stafræns Íslands er Ísland komið í fremstu röð í stafrænni þróun stjórnsýslu á heimsvísu. Við höfum því endurtekið sýnt hvers við erum megnug þegar teknar eru samstilltar ákvarðanir byggðar á skýrri sýn sem gera okkur kleift að framkvæma þær með hraða, krafti og sveigjanleika hins smáa. Gagnadrifnasta heilbrigðiskerfið Það er ekkert því til fyrirstöðu að við tökum forystu í gagna- og tæknimálum í heilbrigðiskerfinu. Það er urmull af lausnum til sem stjórnendur heilbrigðiskerfa heimsins vita að myndi bæta þjónustu, auka skilvirkni og styðja við framþróun. Stórum og svifaseinum kerfum gengur ekki vel að innleiða slíkar lausnir eða skapa sátt um tækniþróun innan heilbrigðiskerfa. Við eigum ekki að þurfa að eiga við sama vanda. Í krafti smæðarinnar og einfaldleika okkar stjórnkerfis eru tækifærin óþrjótandi. Við erum með nokkuð miðstýrt heilbrigðiskerfi þar sem gögn alls opinbera hlutans eru aðgengileg á tiltölulega fáum stöðum sem gerir okkur auðveldara að öðlast heildaryfirsýn gagna heilbrigðiskerfisins. Að sama skapi erum við almennt vel menntuð, vísindasinnuð og tæknilæs þjóð sem er vön stafrænum lausnum. Við eigum auk þess hámenntaðan hóp heilbrigðisstarfsfólks sem er vel í stakk búinn að breyta og bæta verklag til eflingar gagnanýtingar og gagnagreiningar í kerfinu. Sóknin er hafin Heilbrigðisráðuneytið hefur hafið framsækna vegferð sem mun kortleggja á heildstæðan hátt, öll gögn heilbrigðiskerfisins. Þessi vinna mun, ef vel tekst til, stuðla að miklum umbótum á nýtingu gagna og tæknilausna í kerfinu. Til dæmis stendur til að gera það mögulegt að greina stöðu mönnunar í heilbrigðiskerfinu, meta framboð, eftirspurn, gæði og framleiðni þjónustu og setja fram tillögur til úrbóta. Í samráði við viðeigandi hagsmunaaðila verður greining á stöðu, horfum og áskorunum byggð á traustari undirstöðum og skýrari heimildum en nú er, meðal annars með samtengingu gagna með markvissari hætti en áður hefur verið gert. Gagnadrifið heilbrigðisþing í Hörpu Á þriðjudag heldur heilbrigðisráðuneytið í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina heilbrigðisþing í Hörpu. Þar verða gögn heilbrigðiskerfisins í brennidepli. Nýting þeirra, forsendur og tækifæri verða skoðuð í víðu samhengi. Það er mikilvægt að spyrja okkur stöðugt að því hvernig við getum bætt heilbrigðiskerfið. Enn mikilvægara er að geta svarað þeim spurningum vel, byggt svörin á staðreyndum og tekið ákvarðanir okkur öllum til heilla. Þangað stefnum við. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest í Hörpu til ræða þessi mikilvægu mál. Höfundur er meðeigandi hjá Deloitte, ráðgjafi heilbrigðisráðuneytis og meðal ræðumanna á heilbrigðisþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Áætluð útgjöld til heilbrigðismála nema um 343 milljörðum árið 2023. Heilbrigðiskerfið er stærsti einstaki hluti ríkisútgjalda og þriðjungur útgjalda ríkissjóðs. Við viljum flest að áhersla sé á heilbrigðiskerfið í samneyslunni en við viljum líka að vel sé farið með féð, þjónustan sé góð og við getum verið stolt af heilbrigðiskerfinu okkar. Gagnadrifið heilbrigðiskerfi Við leitum stöðugt leiða til að bæta kerfið. Á síðustu árum hafa orðið til tæknilausnir sem geta umbreytt heilbrigðisþjónustu bæði hvað varðar skilvirkni rekstrar og gæði þjónustu. Tæknilausnir eru allt frá einföldum lausnum eins og spjallmennum, talgervlum sem skrifa læknaskýrslur eða enn byltingarkenndari lausnir eins og gervigreind sem greinir tegundir krabbameins af áður óþekktri nákvæmni. Samstillt átak kemur okkur í fremstu röð Ísland á einstakt tækifæri til að leiða á heimsvísu uppbyggingu gagnadrifins heilbrigðiskerfis. Við höfum víða sýnt að þegar við leggjumst á eitt þá getum við nýtt smæðina til þess að hreyfa okkur hraðar en stærri en svifaseinni lönd. Sem dæmi náðum við að smíða máltækniinnviði á Íslandi til að vernda tungumálið okkar í stafrænum heimi á mettíma og af slíkum krafti að eftir því var tekið. Við skutum mun algengari tungumálum ref fyrir rass og urðum með þeim fyrstu að verða auðtengjanleg við framsæknar máltæknilausnir eins og ChatGPT. Við tókum okkur líka á í stafrænni stjórnsýslu og vegna fyrirmyndaruppbyggingu Stafræns Íslands er Ísland komið í fremstu röð í stafrænni þróun stjórnsýslu á heimsvísu. Við höfum því endurtekið sýnt hvers við erum megnug þegar teknar eru samstilltar ákvarðanir byggðar á skýrri sýn sem gera okkur kleift að framkvæma þær með hraða, krafti og sveigjanleika hins smáa. Gagnadrifnasta heilbrigðiskerfið Það er ekkert því til fyrirstöðu að við tökum forystu í gagna- og tæknimálum í heilbrigðiskerfinu. Það er urmull af lausnum til sem stjórnendur heilbrigðiskerfa heimsins vita að myndi bæta þjónustu, auka skilvirkni og styðja við framþróun. Stórum og svifaseinum kerfum gengur ekki vel að innleiða slíkar lausnir eða skapa sátt um tækniþróun innan heilbrigðiskerfa. Við eigum ekki að þurfa að eiga við sama vanda. Í krafti smæðarinnar og einfaldleika okkar stjórnkerfis eru tækifærin óþrjótandi. Við erum með nokkuð miðstýrt heilbrigðiskerfi þar sem gögn alls opinbera hlutans eru aðgengileg á tiltölulega fáum stöðum sem gerir okkur auðveldara að öðlast heildaryfirsýn gagna heilbrigðiskerfisins. Að sama skapi erum við almennt vel menntuð, vísindasinnuð og tæknilæs þjóð sem er vön stafrænum lausnum. Við eigum auk þess hámenntaðan hóp heilbrigðisstarfsfólks sem er vel í stakk búinn að breyta og bæta verklag til eflingar gagnanýtingar og gagnagreiningar í kerfinu. Sóknin er hafin Heilbrigðisráðuneytið hefur hafið framsækna vegferð sem mun kortleggja á heildstæðan hátt, öll gögn heilbrigðiskerfisins. Þessi vinna mun, ef vel tekst til, stuðla að miklum umbótum á nýtingu gagna og tæknilausna í kerfinu. Til dæmis stendur til að gera það mögulegt að greina stöðu mönnunar í heilbrigðiskerfinu, meta framboð, eftirspurn, gæði og framleiðni þjónustu og setja fram tillögur til úrbóta. Í samráði við viðeigandi hagsmunaaðila verður greining á stöðu, horfum og áskorunum byggð á traustari undirstöðum og skýrari heimildum en nú er, meðal annars með samtengingu gagna með markvissari hætti en áður hefur verið gert. Gagnadrifið heilbrigðisþing í Hörpu Á þriðjudag heldur heilbrigðisráðuneytið í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina heilbrigðisþing í Hörpu. Þar verða gögn heilbrigðiskerfisins í brennidepli. Nýting þeirra, forsendur og tækifæri verða skoðuð í víðu samhengi. Það er mikilvægt að spyrja okkur stöðugt að því hvernig við getum bætt heilbrigðiskerfið. Enn mikilvægara er að geta svarað þeim spurningum vel, byggt svörin á staðreyndum og tekið ákvarðanir okkur öllum til heilla. Þangað stefnum við. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest í Hörpu til ræða þessi mikilvægu mál. Höfundur er meðeigandi hjá Deloitte, ráðgjafi heilbrigðisráðuneytis og meðal ræðumanna á heilbrigðisþingi.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun