Staðan á hlutabréfamarkaðnum á mannamáli Stefán Árni Pálsson skrifar 14. nóvember 2023 11:15 Konráð þekkir markaðinn mæta vel. Hlutabréfamarkaðurinn hefur leikið marga grátt undanfarin misseri og úrvalsvísitalan hrunið um tuttugu prósent á einu ári. Fyrirtæki, meira segja þau sem eru í góðum rekstri og skila fínum hagnaði, hafa fallið í verði og velta eflaust því margir fyrir sér hvað veldur þessari djúpu lægð. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var rýnt í stöðuna á mannamáli. Sindri Sindrason skellti sér í Kringluna og byrjaði innslagið á því að spyrja fólk hvort það ætti yfirleitt hlutabréf. Sumir átti hlutabréf en flestir ekki. Konráð S. Guðjónsson er hagfræðingur hjá greiningu Arion Banka. Hann var spurður út í ástæðuna fyrir ákveðnu hruni á hlutabréfamarkaðnum. „Hækkandi vaxtarstigi af því að það gerir skuldabréf og innláni að vísilegri fjárfestingarkosti miðað við hlutabréf. Miðað við hvernig verðmat er reiknað, það eitt og sér lækkar verðmat á félögum. Svo höfum við verið með fleiri þætti eins og stríðið í Úkraínu sem hefur leikið markaðinn grátt eitt og sér, við höfum frekar fá félög á markaðnum hérna heima og þessi stærstu félög hafa ekki verið að skila í takti við væntingar,“ segir Konráð. Jarðhræringar á Reykjanesi hjálpi ekki til. Þær skapi óvissu. „Þó að við séum að sjá þessar miklu lækkanir þá er ekki allt að fara til fjandans, þetta er ágætis áminning að þetta er fjárfesting sem er í eðli sínum áhættusöm en yfir lengra tímabil hafa hlutabréf verið að gefa góða ávöxtun á heimsvísu.“ Konráð bendir á að þeir sem þori að bíða og hafi ekki þörf á peningum akkúrat núna þá sé mjög líklegt að verð fari aftur upp. Það sýni sagan. „Þetta er kannski spurning hvort fólk hafi trú á íslensku atvinnulífi, fyrirtækjum eða því sem fólk er að gera þá getur það verið góður kostur að fjárfesta í þeim plönum og félögum.“ Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur Stöðvar 2+ og Stöðvar 2 geta séð það í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+. Klippa: Staðan á hlutabréfamarkaðnum á mannamáli Ísland í dag Fjármálamarkaðir Fjármál heimilisins Kauphöllin Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Fyrirtæki, meira segja þau sem eru í góðum rekstri og skila fínum hagnaði, hafa fallið í verði og velta eflaust því margir fyrir sér hvað veldur þessari djúpu lægð. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var rýnt í stöðuna á mannamáli. Sindri Sindrason skellti sér í Kringluna og byrjaði innslagið á því að spyrja fólk hvort það ætti yfirleitt hlutabréf. Sumir átti hlutabréf en flestir ekki. Konráð S. Guðjónsson er hagfræðingur hjá greiningu Arion Banka. Hann var spurður út í ástæðuna fyrir ákveðnu hruni á hlutabréfamarkaðnum. „Hækkandi vaxtarstigi af því að það gerir skuldabréf og innláni að vísilegri fjárfestingarkosti miðað við hlutabréf. Miðað við hvernig verðmat er reiknað, það eitt og sér lækkar verðmat á félögum. Svo höfum við verið með fleiri þætti eins og stríðið í Úkraínu sem hefur leikið markaðinn grátt eitt og sér, við höfum frekar fá félög á markaðnum hérna heima og þessi stærstu félög hafa ekki verið að skila í takti við væntingar,“ segir Konráð. Jarðhræringar á Reykjanesi hjálpi ekki til. Þær skapi óvissu. „Þó að við séum að sjá þessar miklu lækkanir þá er ekki allt að fara til fjandans, þetta er ágætis áminning að þetta er fjárfesting sem er í eðli sínum áhættusöm en yfir lengra tímabil hafa hlutabréf verið að gefa góða ávöxtun á heimsvísu.“ Konráð bendir á að þeir sem þori að bíða og hafi ekki þörf á peningum akkúrat núna þá sé mjög líklegt að verð fari aftur upp. Það sýni sagan. „Þetta er kannski spurning hvort fólk hafi trú á íslensku atvinnulífi, fyrirtækjum eða því sem fólk er að gera þá getur það verið góður kostur að fjárfesta í þeim plönum og félögum.“ Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur Stöðvar 2+ og Stöðvar 2 geta séð það í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+. Klippa: Staðan á hlutabréfamarkaðnum á mannamáli
Ísland í dag Fjármálamarkaðir Fjármál heimilisins Kauphöllin Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira