Fimm Grindvíkingar keppa í kvöld: „Við stöndum í þessu saman“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. nóvember 2023 13:15 Páll Árni Pétursson Vísir Af átta keppendum í úrvalsdeildinni í pílukasti í kvöld eru fimm Grindvíkingar. Annar riðlanna tveggja sem keppt er í er eingöngu skipaður fólki frá bænum. Einn þeirra sem mannar riðilinn segir furðulega tilhugsun að keppa við þær aðstæður sem uppi eru. „Síðustu dagar hafa verið mjög skrýtnir og erfiðir. Við fórum að sækja verðmæti í gær og maður var nú búinn að sjá myndir af bænum en að sjá þetta með eigin augum var miklu erfiðara. Það var hálfgert áfall að fara aftur í bæinn sinn í gær,“ segir Páll Árni Pétursson, sem er einn fjögurra Grindvíkinga í H-riðli úrvalsdeildarinnar sem keppt verður í. Páll Árni hefur komið sér fyrir í sumarbústað á Þingvöllum ásamt fjölskyldu sinni en er á meðal þeirra sem fór til Grindavíkur að sækja helstu muni í gær. Hann tók pílurnar með. „Ég tók þær með en ég hef nú alltaf verið með spjald uppi í bústað. En maður er bara engan veginn með hugann við pílukast þó maður sé að fara að keppa þarna í kvöld. Það er mjög skrýtið að fara þarna upp á svið og reyna að einbeita sér að því að keppa í pílu,“ „Maður verður bara að láta á það reyna, það eru nú allir úr mínum riðli í sömu stöðu - við erum öll úr Grindavík. Við ætlum bara að reyna að klára þetta en þetta er mjög skrýtið,“ segir Páll Árni. Grindvíkingarnir Björn Steinar Brynjólfsson, Alexander Veigar Þorvaldsson, Páll Árni Pétursson og Árdís Sif Guðjónsdóttir manna H-riðil sem leikinn verður í kvöld.Stöð 2 Sport Tóku saman ákvörðun um að keppa Ásamt Páli eru Alexander Veigar Þorvaldsson, Björn Steinar Brynjólfsson og landsliðskonan Árdís Sif Guðjónsdóttir í H-riðlinum. Þá er Guðjón Hauksson í D-riðli sem fer fram síðar um kvöldið. Páll segist hafa verið tvístiga fyrir keppni kvöldsins en Grindvíkingarnir hafi tekið ákvörðun um að taka þetta saman. „Við erum með spjall þar sem við vorum að ræða okkar á milli hvort við ættum að spila þarna yfirhöfuð eða hvað. Fólk var samstíga á að láta bara reyna á þetta og gera gott úr þessu. Auðvitað ætlar maður að reyna það en maður hefur ekkert verið að æfa sig eða hugsa um þetta síðustu daga,“ „Ef maður væri eini Grindvíkingurinn hefði maður kannski sagt sig úr þessu. En við stöndum í þessu saman og það verður gott að hitta þetta fólk,“ segir Páll sem vonast eftir gulum og bláum sal á Bullseye við Snorrabraut í kvöld. „Það verður örugglega fullt af Grindvíkingum í salnum og manni hlýnar alltaf við að sjá fleiri Grindvíkinga. Við vonum að þetta verði gaman og fólk geti gleymt sér í smá stund, reynt að njóta og lagt þetta aðeins til hliðar,“ segir Páll. Bein útsending frá úrvalsdeildinni í pílu hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport í kvöld. Keppni í H-riðli hefst þá en klukkan 21:00 verður keppt í D-riðli. Pílukast Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjá meira
„Síðustu dagar hafa verið mjög skrýtnir og erfiðir. Við fórum að sækja verðmæti í gær og maður var nú búinn að sjá myndir af bænum en að sjá þetta með eigin augum var miklu erfiðara. Það var hálfgert áfall að fara aftur í bæinn sinn í gær,“ segir Páll Árni Pétursson, sem er einn fjögurra Grindvíkinga í H-riðli úrvalsdeildarinnar sem keppt verður í. Páll Árni hefur komið sér fyrir í sumarbústað á Þingvöllum ásamt fjölskyldu sinni en er á meðal þeirra sem fór til Grindavíkur að sækja helstu muni í gær. Hann tók pílurnar með. „Ég tók þær með en ég hef nú alltaf verið með spjald uppi í bústað. En maður er bara engan veginn með hugann við pílukast þó maður sé að fara að keppa þarna í kvöld. Það er mjög skrýtið að fara þarna upp á svið og reyna að einbeita sér að því að keppa í pílu,“ „Maður verður bara að láta á það reyna, það eru nú allir úr mínum riðli í sömu stöðu - við erum öll úr Grindavík. Við ætlum bara að reyna að klára þetta en þetta er mjög skrýtið,“ segir Páll Árni. Grindvíkingarnir Björn Steinar Brynjólfsson, Alexander Veigar Þorvaldsson, Páll Árni Pétursson og Árdís Sif Guðjónsdóttir manna H-riðil sem leikinn verður í kvöld.Stöð 2 Sport Tóku saman ákvörðun um að keppa Ásamt Páli eru Alexander Veigar Þorvaldsson, Björn Steinar Brynjólfsson og landsliðskonan Árdís Sif Guðjónsdóttir í H-riðlinum. Þá er Guðjón Hauksson í D-riðli sem fer fram síðar um kvöldið. Páll segist hafa verið tvístiga fyrir keppni kvöldsins en Grindvíkingarnir hafi tekið ákvörðun um að taka þetta saman. „Við erum með spjall þar sem við vorum að ræða okkar á milli hvort við ættum að spila þarna yfirhöfuð eða hvað. Fólk var samstíga á að láta bara reyna á þetta og gera gott úr þessu. Auðvitað ætlar maður að reyna það en maður hefur ekkert verið að æfa sig eða hugsa um þetta síðustu daga,“ „Ef maður væri eini Grindvíkingurinn hefði maður kannski sagt sig úr þessu. En við stöndum í þessu saman og það verður gott að hitta þetta fólk,“ segir Páll sem vonast eftir gulum og bláum sal á Bullseye við Snorrabraut í kvöld. „Það verður örugglega fullt af Grindvíkingum í salnum og manni hlýnar alltaf við að sjá fleiri Grindvíkinga. Við vonum að þetta verði gaman og fólk geti gleymt sér í smá stund, reynt að njóta og lagt þetta aðeins til hliðar,“ segir Páll. Bein útsending frá úrvalsdeildinni í pílu hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport í kvöld. Keppni í H-riðli hefst þá en klukkan 21:00 verður keppt í D-riðli.
Pílukast Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjá meira