Þurfa fleiri fyrirtæki sköpunargleðistjóra? Birna Dröfn Birgisdóttir skrifar 15. nóvember 2023 08:31 Sköpunargleðin er enn á ný einn af mikilvægustu færniþáttum framtíðarinnar og hún er sú hæfni sem er áætlað að verði með hraðasta vöxtinn í mikilvægi á milli áranna 2023-2027 samkvæmt Alþjóða Efnahagsráði. Það er talað um að sköpunargleði er gjaldmiðill 21. aldarinnar og það er ekki að ástæðulausu. Sköpunargleði er forsenda nýsköpunar og eins og ritstjóri Harvard Business Review skrifaðinýlega: "Við birtum margar greinar um nýsköpun og það er ekki að ástæðulausu. Fyrirtæki sem ná ekki að sinna síbreytilegum þörfum viðskiptavina, eru ekki líkleg til að dafna.“ Sköpunargleði er ekki einungis að hjálpa fyrirtækjum að vera samkeppnishæf heldur benda rannsóknir til þess að þau fyrirtæki sem eru mjög skapandi geta vaxið allt að 160% hraðar en önnur fyrirtæki. Samkvæmt nýlegri McKinsey rannsókn þá er sköpunargleði einn af þeim þáttum sem hjálpa millistjórnendum að ná mestum árangri (og skilar þannig margfalt meiri ávöxtun hluthafa). Aðrar rannsóknir, til dæmis frá IBM, hafa bent á hversu mikilvægt það er að stjórnendur séu skapandi og þá er ekki einungis verið að tala um að þau komi með góðar hugmyndir heldur skapi jarðveg fyrir framúrskarandi hugmyndir starfsmanna til að myndast og vaxa.Það er búið að rannsaka sköpunargleðina í marga áratugi og ýmislegt vitað um hvernig jarðveg þarf að skapa til þess að hún sé leyst úr læðingi og eflist. Erlendis hafa ýmis fyrirtæki ráðið í sérstakar stöður þar sem markmið stöðunnar er að búa til gott umhverfi fyrir sköpunargleðina, svokallaðir sköpunargleðistjórar. En hver er munurinn á sköpunargleðistjóra og nýsköpunarstjóra? Í fræðunum er talað um að sköpunargleði er hugsanamynstur sem leiðir af sér eitthvað nýtt og nytsamlegt og nýsköpun er framkvæmdin á þeirri hugmynd sem er valin. Sköpunargleðiferlinu hefur verið skipt í fimm þætti: Skilgreining á vandamáli/áskorun Söfnun á viðeigandi gögnum Hugarflug Tilraunir Mat á hugmyndum Til þess að sköpunargleði flæði innan fyrirtækisins ætti stefnan að vera skýr til þess að starfsfólk geti stýrt hugsanamynstrinu sínu í rétta átt, viðeigandi ferlar fyrir flæði hugmynda ættu að vera til staðar og umhverfið þarf að styðja við sköpunargleðina. Þarna snertast sköpunargleðin og nýsköpunin því eins og talað er um í ISO 56002, Innovation and Management Systems staðlinum, þá er markmiðið með þeim staðli að skapa umhverfið sem styður við nýsköpun og það er sama umhverfið sem styður við sköpunargleðina því sköpunargleði er forsenda nýsköpunar. Nýsköpun tekur svo við þarna og inni í henni er verkefnastjórnun til þess að hugmyndin verði að veruleika og stöðugt á leiðinni þarf sköpunargleðina til þess að skapa næstu skref. Það sem sköpunargleðistjórar gera svo aukalega er að hjálpa starfsfólki að þjálfa sköpunargleðina sína og það eru til ýmsar rannsóknir um hvernig best sé að gera það. Þegar ég er með erindi um sköpunargleði þá spyr ég oft þátttakendur hvort að þau séu skapandi og yfirleitt réttir einungis um helmingur þátttakenda upp höndina. Þetta er sambærilegt niðurstöðum úr rannsókn Adobe, þar sem þau söfnuðu gögnum frá 5000 manns frá 5 mismunandi löndum og einungis um 40% svarenda sögðust vera skapandi. Hlutverk sköpunargleðistjóra væri því að hjálpa um helmingi starfsfólks að sjá að þau eru skapandi og heilt yfir að efla sköpunargleði allra og bæta þar með nýsköpun og árangur fyrirtækisins. Þannig má leysa úr læðingi þvílíka krafta, eins og að setja hágæða eldsneyti á lúxus bílinn til þess að hann virki eins vel og hann getur. Höfundur er sköpunargleðifræðingur, fyrirlesari, ráðgjafi og annar stofnandi Bulby sem er sköpunargleðihugbúnaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Sjá meira
Sköpunargleðin er enn á ný einn af mikilvægustu færniþáttum framtíðarinnar og hún er sú hæfni sem er áætlað að verði með hraðasta vöxtinn í mikilvægi á milli áranna 2023-2027 samkvæmt Alþjóða Efnahagsráði. Það er talað um að sköpunargleði er gjaldmiðill 21. aldarinnar og það er ekki að ástæðulausu. Sköpunargleði er forsenda nýsköpunar og eins og ritstjóri Harvard Business Review skrifaðinýlega: "Við birtum margar greinar um nýsköpun og það er ekki að ástæðulausu. Fyrirtæki sem ná ekki að sinna síbreytilegum þörfum viðskiptavina, eru ekki líkleg til að dafna.“ Sköpunargleði er ekki einungis að hjálpa fyrirtækjum að vera samkeppnishæf heldur benda rannsóknir til þess að þau fyrirtæki sem eru mjög skapandi geta vaxið allt að 160% hraðar en önnur fyrirtæki. Samkvæmt nýlegri McKinsey rannsókn þá er sköpunargleði einn af þeim þáttum sem hjálpa millistjórnendum að ná mestum árangri (og skilar þannig margfalt meiri ávöxtun hluthafa). Aðrar rannsóknir, til dæmis frá IBM, hafa bent á hversu mikilvægt það er að stjórnendur séu skapandi og þá er ekki einungis verið að tala um að þau komi með góðar hugmyndir heldur skapi jarðveg fyrir framúrskarandi hugmyndir starfsmanna til að myndast og vaxa.Það er búið að rannsaka sköpunargleðina í marga áratugi og ýmislegt vitað um hvernig jarðveg þarf að skapa til þess að hún sé leyst úr læðingi og eflist. Erlendis hafa ýmis fyrirtæki ráðið í sérstakar stöður þar sem markmið stöðunnar er að búa til gott umhverfi fyrir sköpunargleðina, svokallaðir sköpunargleðistjórar. En hver er munurinn á sköpunargleðistjóra og nýsköpunarstjóra? Í fræðunum er talað um að sköpunargleði er hugsanamynstur sem leiðir af sér eitthvað nýtt og nytsamlegt og nýsköpun er framkvæmdin á þeirri hugmynd sem er valin. Sköpunargleðiferlinu hefur verið skipt í fimm þætti: Skilgreining á vandamáli/áskorun Söfnun á viðeigandi gögnum Hugarflug Tilraunir Mat á hugmyndum Til þess að sköpunargleði flæði innan fyrirtækisins ætti stefnan að vera skýr til þess að starfsfólk geti stýrt hugsanamynstrinu sínu í rétta átt, viðeigandi ferlar fyrir flæði hugmynda ættu að vera til staðar og umhverfið þarf að styðja við sköpunargleðina. Þarna snertast sköpunargleðin og nýsköpunin því eins og talað er um í ISO 56002, Innovation and Management Systems staðlinum, þá er markmiðið með þeim staðli að skapa umhverfið sem styður við nýsköpun og það er sama umhverfið sem styður við sköpunargleðina því sköpunargleði er forsenda nýsköpunar. Nýsköpun tekur svo við þarna og inni í henni er verkefnastjórnun til þess að hugmyndin verði að veruleika og stöðugt á leiðinni þarf sköpunargleðina til þess að skapa næstu skref. Það sem sköpunargleðistjórar gera svo aukalega er að hjálpa starfsfólki að þjálfa sköpunargleðina sína og það eru til ýmsar rannsóknir um hvernig best sé að gera það. Þegar ég er með erindi um sköpunargleði þá spyr ég oft þátttakendur hvort að þau séu skapandi og yfirleitt réttir einungis um helmingur þátttakenda upp höndina. Þetta er sambærilegt niðurstöðum úr rannsókn Adobe, þar sem þau söfnuðu gögnum frá 5000 manns frá 5 mismunandi löndum og einungis um 40% svarenda sögðust vera skapandi. Hlutverk sköpunargleðistjóra væri því að hjálpa um helmingi starfsfólks að sjá að þau eru skapandi og heilt yfir að efla sköpunargleði allra og bæta þar með nýsköpun og árangur fyrirtækisins. Þannig má leysa úr læðingi þvílíka krafta, eins og að setja hágæða eldsneyti á lúxus bílinn til þess að hann virki eins vel og hann getur. Höfundur er sköpunargleðifræðingur, fyrirlesari, ráðgjafi og annar stofnandi Bulby sem er sköpunargleðihugbúnaður.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar