„Við bíðum bara eftir gosi“ Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. nóvember 2023 18:17 Ólöf Helga segir að það verði að koma betur til móts við Grindvíkinga. Óvissan sé mikil og mjög erfið. Vísir/Ívar Fannar Ólöf Helga Pálsdóttir íbúi í Grindavík segir óvissuna erfiðasta. Fjölskyldan sé örugg og það sé mikilvægast. Hún segir áríðandi að Grindvíkingar fái aðstoð með lán, leigu og afkomu. „Þetta er búið að vera óvissa. Mér lítið breytast dag frá degi nema mér finnst maður fara upp og niður í bjartsýni og svartsýni á móti. Maður er bjartsýnn á að komast heim og svo eftir tíu mínútur er maður farinn að gráta og sakna heimilisins,“ segir Ólöf Helga Pálsdóttir íbúi í Grindavík. Hún segir Grindvíkinga í miklum tilfinningarússíbana og að óvissan sé hvað erfiðust. „Við bíðum bara eftir gosi. Okkur líður bara eins og við séum í bíómynd sem við viljum helst að taki enda.“ Ólöf Helga var í dag á sérstökum upplýsingafundi sem haldinn var í Laugardalshöll um skólamál barna frá Grindavík. Hún segist sjálf vinna fyrir bæinn og hafi verið meðvituð um upplýsingar en að það sé mikilvægt að stefna fólki saman til að geta miðlað helstu upplýsingum til fólks. „Ég hef fundið að fólki hefur þótt óþægilegt að vita ekki hvert krakkarnir eru að fara. En að mínu leyti hef ég ekki einu sinni hugsað út í skólamál strax. Ég er bara að reyna að dreifa huga þeirra. Ég get ekki hugsað mér að senda þau í skóla með ókunnugum börnum og senda þau í enn meiri óvissu,“ segir hún en að gott sé að vita að unnið sé að málinu og að það verði til úrræði þegar þau eru tilbúin. Hvað varðar húsnæðismál fjölskyldunnar segir Ólöf Helga að þau séu fimm í fjölskyldu og þau hafi fengið inn hjá bróður hennar í Vesturbæ Reykjavíkur. „Þar erum við með tvö herbergi. Á meðan við erum örugg erum við ekki að kvarta. Auðvitað þurfum við að minnka töluvert við okkur en í stóra samhenginu skiptir það ekki máli,“ segir hún og að þau séu með allt sem þau þurfi eins og stendur. Horfa til næstu sex mánaða Hún segist á sama tíma meðvituð um það að Grindvíkingar séu ekki að fara heim næstu mánuði. Því séu þau að reyna að finna einhverjar lausnir til langs tíma. „Allir eru að gera sér grein fyrir því. Jafnvel í sex mánuði, ef einhvern tímann,“ segir hún og að fólk vonist til þess að þau verði aðstoðuð. Það sé áríðandi að fá skýr svör hvað varðar lán, leigu og afkomu Grindvíkinga. „Það gerir svo mikið þessi óvissa, að vita ekki um afkomu okkar. Það er það sem veldur mestum kvíða og óöryggi.“ Hún segir frystingu lána bjarnargreiða og að það verði að koma betur til móts við Grindvíkinga þarna. „Við þurfum að fá einhverja hjálp þarna.“ Hún segir að maður hennar og bróðir hafi fengið að fara heim á mánudag að sækja verðmæti en hafi gleymt miklu. Maðurinn hennar hafi fengið að fara aftur inn í dag og hafi verið á heimleið síðdegis í dag. „Við Grindvíkingar erum ótrúlega sterk og samheldin og ég trúi að við getum sigrast á þessu saman.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Íslenskir bankar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
„Þetta er búið að vera óvissa. Mér lítið breytast dag frá degi nema mér finnst maður fara upp og niður í bjartsýni og svartsýni á móti. Maður er bjartsýnn á að komast heim og svo eftir tíu mínútur er maður farinn að gráta og sakna heimilisins,“ segir Ólöf Helga Pálsdóttir íbúi í Grindavík. Hún segir Grindvíkinga í miklum tilfinningarússíbana og að óvissan sé hvað erfiðust. „Við bíðum bara eftir gosi. Okkur líður bara eins og við séum í bíómynd sem við viljum helst að taki enda.“ Ólöf Helga var í dag á sérstökum upplýsingafundi sem haldinn var í Laugardalshöll um skólamál barna frá Grindavík. Hún segist sjálf vinna fyrir bæinn og hafi verið meðvituð um upplýsingar en að það sé mikilvægt að stefna fólki saman til að geta miðlað helstu upplýsingum til fólks. „Ég hef fundið að fólki hefur þótt óþægilegt að vita ekki hvert krakkarnir eru að fara. En að mínu leyti hef ég ekki einu sinni hugsað út í skólamál strax. Ég er bara að reyna að dreifa huga þeirra. Ég get ekki hugsað mér að senda þau í skóla með ókunnugum börnum og senda þau í enn meiri óvissu,“ segir hún en að gott sé að vita að unnið sé að málinu og að það verði til úrræði þegar þau eru tilbúin. Hvað varðar húsnæðismál fjölskyldunnar segir Ólöf Helga að þau séu fimm í fjölskyldu og þau hafi fengið inn hjá bróður hennar í Vesturbæ Reykjavíkur. „Þar erum við með tvö herbergi. Á meðan við erum örugg erum við ekki að kvarta. Auðvitað þurfum við að minnka töluvert við okkur en í stóra samhenginu skiptir það ekki máli,“ segir hún og að þau séu með allt sem þau þurfi eins og stendur. Horfa til næstu sex mánaða Hún segist á sama tíma meðvituð um það að Grindvíkingar séu ekki að fara heim næstu mánuði. Því séu þau að reyna að finna einhverjar lausnir til langs tíma. „Allir eru að gera sér grein fyrir því. Jafnvel í sex mánuði, ef einhvern tímann,“ segir hún og að fólk vonist til þess að þau verði aðstoðuð. Það sé áríðandi að fá skýr svör hvað varðar lán, leigu og afkomu Grindvíkinga. „Það gerir svo mikið þessi óvissa, að vita ekki um afkomu okkar. Það er það sem veldur mestum kvíða og óöryggi.“ Hún segir frystingu lána bjarnargreiða og að það verði að koma betur til móts við Grindvíkinga þarna. „Við þurfum að fá einhverja hjálp þarna.“ Hún segir að maður hennar og bróðir hafi fengið að fara heim á mánudag að sækja verðmæti en hafi gleymt miklu. Maðurinn hennar hafi fengið að fara aftur inn í dag og hafi verið á heimleið síðdegis í dag. „Við Grindvíkingar erum ótrúlega sterk og samheldin og ég trúi að við getum sigrast á þessu saman.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Íslenskir bankar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira