Ætla að fylgjast grannt með aðgerðum bankanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2023 11:15 Lilja Björk Einarsdóttir yfirgefur fundinn í morgun. Hún hefur verið bankastjóri Landsbankans í tæp sjö ár. vísir/vilhelm Þingmaður Framsóknarflokksins segir Alþingi munu fylgjast vel með aðgerðum bankanna er varða fólk og fyrirtæki í Grindavík. Gripið verði til aðgerða þyki þinginu bankarnir ekki standa sína vakt. Bankastjórar stóru bankanna þriggja voru boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka og Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans sóttu fundinn. „Við vildum taka þá snemma inn. Mér finnst mikilvægt að allir finni að það eru allir saman í þessu. Það standi allir vaktina. Heyra hvað er að gerast hjá bönkunum,“ segir Ágúst Bjarni Garðarsson sem kallaði eftir því að bankastjórarnir kæmu á fundinn. Ágúst Bjarni Garðarsson er fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni.vísir/vilhelm Hann segist nokkuð ánægður með tóninn í bönkunum að loknum fundi. „Við munum þurfa að halda áfram að fylgjast með stöðunni. Mér heyrist allir vera á þeim nótum að þeir skynji sína ábyrgð.“ Horfa þurfi til lagaumgjarðarinnar í því samhengi. Þá verði að öllum líkindum fundað að nýju á föstudag og málinu fylgt eftir. Hann sagði tóninn hjá bankastjórunum mjög líkan. Mikil óvissa er hvort og hvenær Grindvíkingar geta snúið aftur til síns heima. Enn eru líkur á eldgosi sem gæti orðið í bænum eða nánasta umhverfi hans.vísir/einar „Það átta sig allir á sinni ábyrgð,“ segir Ágúst Bjarni. Bankarnir þrír hafa boðið Grindvíkingum upp á að frysta lán sín sem þó safna vöxtum og verðbótum. Grindvíkingar hafa kallað eftir því að ekki þurfi að greiða vexti á lánunum í einhvern tíma. Ágúst Bjarni segir að áfram verði fylgst með því á Alþingi að bankarnir standi með fólki og fyrirtækjum í Grindavík. „Það verður að öllum líkindum fundur hjá nefndinni á föstudag sem sýnir að þinginu er alvara. Við munum fylgjast með aðgerðum bankanna og beita þeim úrræðum sem þarf ef ekki er nóg gert.“ Íslenskir bankar Grindavík Alþingi Tengdar fréttir Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37 Geymsluhólf Landsbankans í Grindavík flutt úr bænum Geymsluhólf sem voru í útibúi Landsbankans í Grindavík voru seinnipartinn í gær flutt í útibú bankans í Mjódd. Um 150 geymsluhólf var að ræða og verða þau aðgengileg fyrir viðskiptavini frá og með morgundeginum. 16. nóvember 2023 11:14 Krefja Grindvíkinga ekki um afborganir í bili Stóru viðskiptabankarnir þrír bjóða Grindvíkingum allir upp á frystingu húsnæðislána vegna þeirrar stöðu sem uppi er í bænum. Fryst húsnæðislán safna þó vöxtum og verðbótum. 14. nóvember 2023 12:26 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Bankastjórar stóru bankanna þriggja voru boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka og Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans sóttu fundinn. „Við vildum taka þá snemma inn. Mér finnst mikilvægt að allir finni að það eru allir saman í þessu. Það standi allir vaktina. Heyra hvað er að gerast hjá bönkunum,“ segir Ágúst Bjarni Garðarsson sem kallaði eftir því að bankastjórarnir kæmu á fundinn. Ágúst Bjarni Garðarsson er fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni.vísir/vilhelm Hann segist nokkuð ánægður með tóninn í bönkunum að loknum fundi. „Við munum þurfa að halda áfram að fylgjast með stöðunni. Mér heyrist allir vera á þeim nótum að þeir skynji sína ábyrgð.“ Horfa þurfi til lagaumgjarðarinnar í því samhengi. Þá verði að öllum líkindum fundað að nýju á föstudag og málinu fylgt eftir. Hann sagði tóninn hjá bankastjórunum mjög líkan. Mikil óvissa er hvort og hvenær Grindvíkingar geta snúið aftur til síns heima. Enn eru líkur á eldgosi sem gæti orðið í bænum eða nánasta umhverfi hans.vísir/einar „Það átta sig allir á sinni ábyrgð,“ segir Ágúst Bjarni. Bankarnir þrír hafa boðið Grindvíkingum upp á að frysta lán sín sem þó safna vöxtum og verðbótum. Grindvíkingar hafa kallað eftir því að ekki þurfi að greiða vexti á lánunum í einhvern tíma. Ágúst Bjarni segir að áfram verði fylgst með því á Alþingi að bankarnir standi með fólki og fyrirtækjum í Grindavík. „Það verður að öllum líkindum fundur hjá nefndinni á föstudag sem sýnir að þinginu er alvara. Við munum fylgjast með aðgerðum bankanna og beita þeim úrræðum sem þarf ef ekki er nóg gert.“
Íslenskir bankar Grindavík Alþingi Tengdar fréttir Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37 Geymsluhólf Landsbankans í Grindavík flutt úr bænum Geymsluhólf sem voru í útibúi Landsbankans í Grindavík voru seinnipartinn í gær flutt í útibú bankans í Mjódd. Um 150 geymsluhólf var að ræða og verða þau aðgengileg fyrir viðskiptavini frá og með morgundeginum. 16. nóvember 2023 11:14 Krefja Grindvíkinga ekki um afborganir í bili Stóru viðskiptabankarnir þrír bjóða Grindvíkingum allir upp á frystingu húsnæðislána vegna þeirrar stöðu sem uppi er í bænum. Fryst húsnæðislán safna þó vöxtum og verðbótum. 14. nóvember 2023 12:26 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37
Geymsluhólf Landsbankans í Grindavík flutt úr bænum Geymsluhólf sem voru í útibúi Landsbankans í Grindavík voru seinnipartinn í gær flutt í útibú bankans í Mjódd. Um 150 geymsluhólf var að ræða og verða þau aðgengileg fyrir viðskiptavini frá og með morgundeginum. 16. nóvember 2023 11:14
Krefja Grindvíkinga ekki um afborganir í bili Stóru viðskiptabankarnir þrír bjóða Grindvíkingum allir upp á frystingu húsnæðislána vegna þeirrar stöðu sem uppi er í bænum. Fryst húsnæðislán safna þó vöxtum og verðbótum. 14. nóvember 2023 12:26
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent