Dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir fyrstu tæklingu eftir leikbann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2023 17:00 Kareem Jackson er harður varnarmaður en kannski aðeins of harður. Getty/Jamie Schwaberow NFL leikmaðurinn Kareem Jackson hjá Denver Broncos er á leiðinni í langt bann eftir harða tæklingu sína í deildinni um helgina. NFL-deildin hefur dæmt Jackson í fjögurra leikja bann fyrir hættulega tæklingu sína á Joshua Dobbs, leikmanns Minnesota Vikings, leik á sunnudagskvöldið. Denver Broncos vann leikinn á endanum 21-20 en Dobbs gat haldið leik áfram. Jackson keyrði inn í Dobbs með hjálminn á undan. Jackson ætlar seint að læra sem sést á því að þetta var fyrsta tækling hans í fyrsta leiknum eftir að hann kom úr öðru tveggja leikja banni. Broncos DB Kareem Jackson has been suspended without pay for four games for repeated violations of playing rules intended to protect the health and safety of players, including during Sunday s game against the Minnesota Vikings. pic.twitter.com/RGMZ7VGnaL— Adam Schefter (@AdamSchefter) November 20, 2023 Jackson ætlar sér að áfrýja banninu en haldi bannið mun hann missa 560 þúsund dollara í laun eða 78 milljónir íslenskra króna. Sumir hafa komið honum til varnar vegna þessa atviks sem sjá má hér fyrir ofan en hann hefur samt sem áður átt margar ljótar tæklingar á þessu tímabili. Jackson hefur þegar verið sektaður um tæplega 90 þúsund dali vegna grófs leik á þessu tímabili og hann fékk einnig fjögurra leikja bann fyrir tæklingu sína á Luke Musgrave hjá Green Bay Packers. Eftir áfrýjun var það bann stytt niður í tvo leiki og kostaði bannið hann 279 þúsund Bandaríkjadali í töpuðum launum eða um 39 milljónir íslenskra króna. Hann mátti því spila á móti Vikings og strax í fyrstu tæklingu þá var hann rekinn í sturtu. Kareem Jackson s teammates how are we supposed to play defense? Kareem Jackson every third play pic.twitter.com/6ju1nl3sVs— Thomas Sullivan (@Yfz84) November 21, 2023 NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
NFL-deildin hefur dæmt Jackson í fjögurra leikja bann fyrir hættulega tæklingu sína á Joshua Dobbs, leikmanns Minnesota Vikings, leik á sunnudagskvöldið. Denver Broncos vann leikinn á endanum 21-20 en Dobbs gat haldið leik áfram. Jackson keyrði inn í Dobbs með hjálminn á undan. Jackson ætlar seint að læra sem sést á því að þetta var fyrsta tækling hans í fyrsta leiknum eftir að hann kom úr öðru tveggja leikja banni. Broncos DB Kareem Jackson has been suspended without pay for four games for repeated violations of playing rules intended to protect the health and safety of players, including during Sunday s game against the Minnesota Vikings. pic.twitter.com/RGMZ7VGnaL— Adam Schefter (@AdamSchefter) November 20, 2023 Jackson ætlar sér að áfrýja banninu en haldi bannið mun hann missa 560 þúsund dollara í laun eða 78 milljónir íslenskra króna. Sumir hafa komið honum til varnar vegna þessa atviks sem sjá má hér fyrir ofan en hann hefur samt sem áður átt margar ljótar tæklingar á þessu tímabili. Jackson hefur þegar verið sektaður um tæplega 90 þúsund dali vegna grófs leik á þessu tímabili og hann fékk einnig fjögurra leikja bann fyrir tæklingu sína á Luke Musgrave hjá Green Bay Packers. Eftir áfrýjun var það bann stytt niður í tvo leiki og kostaði bannið hann 279 þúsund Bandaríkjadali í töpuðum launum eða um 39 milljónir íslenskra króna. Hann mátti því spila á móti Vikings og strax í fyrstu tæklingu þá var hann rekinn í sturtu. Kareem Jackson s teammates how are we supposed to play defense? Kareem Jackson every third play pic.twitter.com/6ju1nl3sVs— Thomas Sullivan (@Yfz84) November 21, 2023
NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira