Talað í sitthvora áttina Guðbrandur Einarsson skrifar 23. nóvember 2023 08:30 Seðlabankinn hefur nú ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum að þessu sinni. Bankinn metur það svo að hvorki sé tilefni til hækkunar né lækkunar en helst er á honum að heyra að ef ekki væri fyrir óvissu vegna stöðunnar í Grindavík þá myndi hann hækka vexti. Það liggur fyrir að verðbólga er ekki að minnka. Stýrivextir eru nú þegar 9,25% og það er ekki einfalt fyrir fólk að takast á við enn frekari hækkanir afborgana sem í mörgum tilfellum hafa tvöfaldast hjá þeim sem tóku óverðtryggð lán á sínum tíma. Staðan er önnur hjá þeim sem eru með verðtryggð lán en þar horfa margir upp á það að sjá eignahlutinn í heimili sínu étast upp og jafnvel hverfa. Það er hlutverk Seðlabankans á sjá til þess að verðbólga sé innan fyrirfram ákveðinna markmiða sem eru 2,5 prósent. Seðlabankinn hefur hins vegar annað tæki en stýrivaxtahækkanir og það verður að teljast óeðlilegt að þeim sé ekki beitt í baráttunni við verðbólgu. Gjaldeyrisvarasjóður Seðlabanka er sagður mjög stór og það væri rétt af Seðlabankanum að beita honum við aðstæður sem þessar. Gengi krónunnar hefur verið að veikjast. Það hefur veikst um 4,5% síðast liðna tvo mánuði og 6% síðastliðna 3 mánuði. Það að krónunni sé leyft að veikjast vinnur gegn markmiðum bankans um að ná niður verðbólgu. Í raun er óskiljanlegt að bankinn skuli leyfa gengi krónunnar að veikjast við aðstæður sem þessar. Greinendur gera sér engar vonir um að verðbólga komi til með að minnka fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Það er útlit fyrir að margar fjölskyldur munu gefast upp. Að Seðlabankinn sé að vinna í sitthvora áttina gengur ekki ef við ætlum að ná einhverjum árangri í baráttunni við verðbólguna og allt of háa vexti. Á sama tíma og stýrivextir á Íslandi eru 9,25% eru stýrivextir í Albaníu 3%. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Alþingi Seðlabankinn Íslenska krónan Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Seðlabankinn hefur nú ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum að þessu sinni. Bankinn metur það svo að hvorki sé tilefni til hækkunar né lækkunar en helst er á honum að heyra að ef ekki væri fyrir óvissu vegna stöðunnar í Grindavík þá myndi hann hækka vexti. Það liggur fyrir að verðbólga er ekki að minnka. Stýrivextir eru nú þegar 9,25% og það er ekki einfalt fyrir fólk að takast á við enn frekari hækkanir afborgana sem í mörgum tilfellum hafa tvöfaldast hjá þeim sem tóku óverðtryggð lán á sínum tíma. Staðan er önnur hjá þeim sem eru með verðtryggð lán en þar horfa margir upp á það að sjá eignahlutinn í heimili sínu étast upp og jafnvel hverfa. Það er hlutverk Seðlabankans á sjá til þess að verðbólga sé innan fyrirfram ákveðinna markmiða sem eru 2,5 prósent. Seðlabankinn hefur hins vegar annað tæki en stýrivaxtahækkanir og það verður að teljast óeðlilegt að þeim sé ekki beitt í baráttunni við verðbólgu. Gjaldeyrisvarasjóður Seðlabanka er sagður mjög stór og það væri rétt af Seðlabankanum að beita honum við aðstæður sem þessar. Gengi krónunnar hefur verið að veikjast. Það hefur veikst um 4,5% síðast liðna tvo mánuði og 6% síðastliðna 3 mánuði. Það að krónunni sé leyft að veikjast vinnur gegn markmiðum bankans um að ná niður verðbólgu. Í raun er óskiljanlegt að bankinn skuli leyfa gengi krónunnar að veikjast við aðstæður sem þessar. Greinendur gera sér engar vonir um að verðbólga komi til með að minnka fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Það er útlit fyrir að margar fjölskyldur munu gefast upp. Að Seðlabankinn sé að vinna í sitthvora áttina gengur ekki ef við ætlum að ná einhverjum árangri í baráttunni við verðbólguna og allt of háa vexti. Á sama tíma og stýrivextir á Íslandi eru 9,25% eru stýrivextir í Albaníu 3%. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar