Um þriðjungur starfsfólks farinn heim til Póllands Lovísa Arnardóttir skrifar 23. nóvember 2023 11:31 Pétur segir að um leið og grænt ljós verði gefið fari starfsmenn aftur til vinnu í Grindavík. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík segir helstu starfsemi hafa verið flutta annað. Stefnt sé að því að undirbúa húsin í Grindavík næstu viku fyrir vinnslu þegar leyfi fæst. Þriðjungur hefur yfirgefið landið. Hann segir starfsemina byrja aftur í Grindavík um leið og grænt ljós kemur. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, segir alla starfsemi fyrirtækisins í Grindavík hafa verið flutta annað eftir að bærinn var rýmdur. Rýmingin sem tekur gildi í dag breyti því ekki miklu fyrir starfsemi fyrirtækisins. En skipti auðvitað höfuðmáli fyrir starfsfólk sem margt er búsett í bænum. „Við höfum verið með vélstjóra á staðnum sem hefur verið að sjá um viðhald fasteigna og annað slíkt, segir Pétur. Neyðarstigi almannavarna var aflétt klukkan 11 og farið niður á hættustig. Íbúar í Grindavík voru beðnir um að skrá sig á Island.is og sækja þar um heimild til að fara til bæjarins í dag. Lykilstarfsemi á þessum tíma er að sögn Péturs saltfiskur sem sé verið að verka. Hægt hafi verið á annarri starfsemi á meðan enn sé óvissa. Á meðan henni stendur hefur saltfiskvinnslan verið flutt til Þorlákshafnar. „Það tekur tuttugu daga, ferlið, og það er verið að klára það í Þorlákshöfn. Því lýkur um miðjan desember. Svo eru skipin á sjó og útgerðarhlutinn er í Hafnarfirði,“ segir Pétur og að starfsfólk skrifstofunnar hafi fengið aðstöðu á Höfða í Reykjavík. „Svo fóru 50 til 60 manns heim til Póllands,“ segir Pétur en alls voru starfsmenn Vísis í Grindavík um 160. Hann segir þriðjung þeirra í verkefnum í Þorlákshöfn, Hafnarfirði eða á Höfða. Restin af starfsfólki sé enn heima, að hugsa um börn og vinna að því að finna sér varanlegt húsnæði. Hann segir að starfsfólki hafi verið gefið út vikuna og svo eigi að taka upp þráðinn eftir helgi. „Við munum nýta okkur það í næstu viku að vinna betur í húsunum, ganga frá og verja þau og sinna viðhaldi. Það þarf að yfirfara lagnir og undirbúa annað hvort stutt eða langt stopp,“ segir Pétur. Hann segir að hægt verði að skipuleggja viðhaldsvinnu og eftirlit án þess að það sé á harðahlaupum eins og það hafi verið síðustu daga. „Við reynum að stefna að því hafa húsin tilbúin um leið og grænt ljós kæmi.“ Þannig þið viljið fara aftur þangað til að vinna? „Við gerum það um leið og Guð og góðir vættir leyfa. Húsin og höfnin eru óskemmd en það þarf auðvitað fara fram heilmikið skipulag áður en það gerist.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnsla hefst ekki í næstu viku heldur á aðeins að undirbúa húsin í Grindavík fyrir vinnslu þannig þau séu til þegar hún má hefjast. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ölfus Reykjavík Hafnarfjörður Sjávarútvegur Pólland Innflytjendamál Tengdar fréttir Fá ekki óheftan aðgang en hafa náð að bjarga nánast öllu Forstjóri Orf líftækni segir að rýmri opnun til Grindavíkur gildi ekki fyrir fyrirtækið, sem er nokkuð utan bæjarins. Fólk á vegum fyrirtækisins hafi þó fengið að fara á svæðið þrisvar í fylgd viðbragðsaðila og búið sé að bjarga nánast öllu því sem bjargað verður. 23. nóvember 2023 11:19 Ragnar Þór aflýsir mótmælum við Landsbankann Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur lýst því yfir að fyrirhuguðum mótmælum við Landsbankann, sem boðað hafði verið til klukkan 14 í dag, hefur verið aflýst. 23. nóvember 2023 10:11 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, segir alla starfsemi fyrirtækisins í Grindavík hafa verið flutta annað eftir að bærinn var rýmdur. Rýmingin sem tekur gildi í dag breyti því ekki miklu fyrir starfsemi fyrirtækisins. En skipti auðvitað höfuðmáli fyrir starfsfólk sem margt er búsett í bænum. „Við höfum verið með vélstjóra á staðnum sem hefur verið að sjá um viðhald fasteigna og annað slíkt, segir Pétur. Neyðarstigi almannavarna var aflétt klukkan 11 og farið niður á hættustig. Íbúar í Grindavík voru beðnir um að skrá sig á Island.is og sækja þar um heimild til að fara til bæjarins í dag. Lykilstarfsemi á þessum tíma er að sögn Péturs saltfiskur sem sé verið að verka. Hægt hafi verið á annarri starfsemi á meðan enn sé óvissa. Á meðan henni stendur hefur saltfiskvinnslan verið flutt til Þorlákshafnar. „Það tekur tuttugu daga, ferlið, og það er verið að klára það í Þorlákshöfn. Því lýkur um miðjan desember. Svo eru skipin á sjó og útgerðarhlutinn er í Hafnarfirði,“ segir Pétur og að starfsfólk skrifstofunnar hafi fengið aðstöðu á Höfða í Reykjavík. „Svo fóru 50 til 60 manns heim til Póllands,“ segir Pétur en alls voru starfsmenn Vísis í Grindavík um 160. Hann segir þriðjung þeirra í verkefnum í Þorlákshöfn, Hafnarfirði eða á Höfða. Restin af starfsfólki sé enn heima, að hugsa um börn og vinna að því að finna sér varanlegt húsnæði. Hann segir að starfsfólki hafi verið gefið út vikuna og svo eigi að taka upp þráðinn eftir helgi. „Við munum nýta okkur það í næstu viku að vinna betur í húsunum, ganga frá og verja þau og sinna viðhaldi. Það þarf að yfirfara lagnir og undirbúa annað hvort stutt eða langt stopp,“ segir Pétur. Hann segir að hægt verði að skipuleggja viðhaldsvinnu og eftirlit án þess að það sé á harðahlaupum eins og það hafi verið síðustu daga. „Við reynum að stefna að því hafa húsin tilbúin um leið og grænt ljós kæmi.“ Þannig þið viljið fara aftur þangað til að vinna? „Við gerum það um leið og Guð og góðir vættir leyfa. Húsin og höfnin eru óskemmd en það þarf auðvitað fara fram heilmikið skipulag áður en það gerist.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnsla hefst ekki í næstu viku heldur á aðeins að undirbúa húsin í Grindavík fyrir vinnslu þannig þau séu til þegar hún má hefjast.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ölfus Reykjavík Hafnarfjörður Sjávarútvegur Pólland Innflytjendamál Tengdar fréttir Fá ekki óheftan aðgang en hafa náð að bjarga nánast öllu Forstjóri Orf líftækni segir að rýmri opnun til Grindavíkur gildi ekki fyrir fyrirtækið, sem er nokkuð utan bæjarins. Fólk á vegum fyrirtækisins hafi þó fengið að fara á svæðið þrisvar í fylgd viðbragðsaðila og búið sé að bjarga nánast öllu því sem bjargað verður. 23. nóvember 2023 11:19 Ragnar Þór aflýsir mótmælum við Landsbankann Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur lýst því yfir að fyrirhuguðum mótmælum við Landsbankann, sem boðað hafði verið til klukkan 14 í dag, hefur verið aflýst. 23. nóvember 2023 10:11 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Fá ekki óheftan aðgang en hafa náð að bjarga nánast öllu Forstjóri Orf líftækni segir að rýmri opnun til Grindavíkur gildi ekki fyrir fyrirtækið, sem er nokkuð utan bæjarins. Fólk á vegum fyrirtækisins hafi þó fengið að fara á svæðið þrisvar í fylgd viðbragðsaðila og búið sé að bjarga nánast öllu því sem bjargað verður. 23. nóvember 2023 11:19
Ragnar Þór aflýsir mótmælum við Landsbankann Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur lýst því yfir að fyrirhuguðum mótmælum við Landsbankann, sem boðað hafði verið til klukkan 14 í dag, hefur verið aflýst. 23. nóvember 2023 10:11