Skammist ykkar, Intuens! Eyjólfur Þorkelsson skrifar 24. nóvember 2023 14:00 Umræðan um segulómunarfyrirtækið Intuens hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum. Eftir að hafa farið illilega framúr sér með fyrirheitum sem ekki var nokkur fótur fyrir virðast þau hafa dregið í land með heilómunarórana. Þær upplýsingar voru í það minnsta fjarlægðar af vef þeirra í skjóli nætur og verðskrá uppfærð. Vona má að sú efnislega gagnrýni sem helstu fagfélög lækna heldu á lofti hafi náð eyrum fyrirtækisins og forvígismenn þess séð að sér. Það hefði verið meiri mannsbragur að koma hreint fram og viðurkenna mistökin en vissulega er gott og gilt að forðast að bera ábyrgð á frekari skaða en orðinn er. Þó er eitt sem ekki hefur enn komið fram opinberlega. Eitt sem veldur því að maður efast um að einungis hafi verið um vanhugsað frumhlaup að ræða hjá fyrirtækinu. Sem veldur því að fagurgali um aðstoð og valdeflingu sjúklinga hefur holan hljóm. Eitt meginatriðið í gagnrýni lækna á viðskiptahugmynd Intuens (eða markaðsmódel, heilbrigðisþjónusta er a.m.k. ekki rétta orðið) er að fyrirtækið er að selja falskt ”frískbevís” til fólks sem á ekki að þurfa á neinu slíku að halda. Þetta þó þeim eigi að vera fullljóst að slíkt sé ekki hægt. Eins og það sé ekki nóg, þá er sýnu verra hið fullkomna tómlæti fyrir því að svona tiltæki veldur ótta hjá því heilbrigða fólki sem reynist með einhverskonar frávik sem svo þarf að rannsaka, stinga á, jafnvel skera burt áður en hægt er að sefa þann ótta sem Intuens þáði 300.000 krónur fyrir að kynda upp. Ég var tilbúinn að fyrirgefa það sem ég hélt vera einskæran metnað sem hljóp með þau í gönur. Svo sá ég bréfið. “Tilboðið”. Intuens ákvað meðvitað og markvisst að herja á krabbameinssjúklinga. Bauð þeim “sérkjaradíl”. Fyrir litlar 75.000 krónur gætu þau séð hvort þau væru komin með krabbamein - aftur. Þeirra hugmynd að svörtum föstudegi með svörtum húmor. Orðið krabbamein vekur flestum ugg, fáum þó jafnmikinn og fólki sem þegar hefur þurft að ganga í gegnum tilfinningarússibanann og óvissuna sem fylgir þeirri greiningu. Að gera sér gróða úr ótta þess og örvæntingu og vísvitandi ýfa upp sár þess til þess að senda svo aftur frá sér - eitthvert. Mig skortir orð til að lýsa andstyggðinni sem þetta vekur. Ég sá fyrir mér að óska ykkur velfarnaðar á heilbrigðari starfsvettvangi. Hvers ég óska ykkur núna læt ég helst ósagt. Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um segulómunarfyrirtækið Intuens hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum. Eftir að hafa farið illilega framúr sér með fyrirheitum sem ekki var nokkur fótur fyrir virðast þau hafa dregið í land með heilómunarórana. Þær upplýsingar voru í það minnsta fjarlægðar af vef þeirra í skjóli nætur og verðskrá uppfærð. Vona má að sú efnislega gagnrýni sem helstu fagfélög lækna heldu á lofti hafi náð eyrum fyrirtækisins og forvígismenn þess séð að sér. Það hefði verið meiri mannsbragur að koma hreint fram og viðurkenna mistökin en vissulega er gott og gilt að forðast að bera ábyrgð á frekari skaða en orðinn er. Þó er eitt sem ekki hefur enn komið fram opinberlega. Eitt sem veldur því að maður efast um að einungis hafi verið um vanhugsað frumhlaup að ræða hjá fyrirtækinu. Sem veldur því að fagurgali um aðstoð og valdeflingu sjúklinga hefur holan hljóm. Eitt meginatriðið í gagnrýni lækna á viðskiptahugmynd Intuens (eða markaðsmódel, heilbrigðisþjónusta er a.m.k. ekki rétta orðið) er að fyrirtækið er að selja falskt ”frískbevís” til fólks sem á ekki að þurfa á neinu slíku að halda. Þetta þó þeim eigi að vera fullljóst að slíkt sé ekki hægt. Eins og það sé ekki nóg, þá er sýnu verra hið fullkomna tómlæti fyrir því að svona tiltæki veldur ótta hjá því heilbrigða fólki sem reynist með einhverskonar frávik sem svo þarf að rannsaka, stinga á, jafnvel skera burt áður en hægt er að sefa þann ótta sem Intuens þáði 300.000 krónur fyrir að kynda upp. Ég var tilbúinn að fyrirgefa það sem ég hélt vera einskæran metnað sem hljóp með þau í gönur. Svo sá ég bréfið. “Tilboðið”. Intuens ákvað meðvitað og markvisst að herja á krabbameinssjúklinga. Bauð þeim “sérkjaradíl”. Fyrir litlar 75.000 krónur gætu þau séð hvort þau væru komin með krabbamein - aftur. Þeirra hugmynd að svörtum föstudegi með svörtum húmor. Orðið krabbamein vekur flestum ugg, fáum þó jafnmikinn og fólki sem þegar hefur þurft að ganga í gegnum tilfinningarússibanann og óvissuna sem fylgir þeirri greiningu. Að gera sér gróða úr ótta þess og örvæntingu og vísvitandi ýfa upp sár þess til þess að senda svo aftur frá sér - eitthvert. Mig skortir orð til að lýsa andstyggðinni sem þetta vekur. Ég sá fyrir mér að óska ykkur velfarnaðar á heilbrigðari starfsvettvangi. Hvers ég óska ykkur núna læt ég helst ósagt. Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun