„Áfengi og kaffi eru einu fíkniefnin í mínu lífi“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. nóvember 2023 18:09 Snúningur Arndísar Önnu á skemmtistaðnum Kiki tók óvæntan snúning á föstudagskvöld. Vísir/Arnar Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata, sem handtekin var á skemmtistaðnum Kiki á föstudagskvöld segir framkomu dyravarða staðarins hafa verið harkalega og niðurlægjandi en viðurkennir að hafa rifið kjaft. Greint var frá því í dag að Arndís Anna hafi verið handtekin. Í samtali við fréttastofu segir Arndís Anna að ástæðan fyrir því að henni hafi verið hent út sé að hún hafi verið of lengi inni á salerni staðarins. „Ég hef verið þarna í talsverðan tíma en þá grunaði ekki neitt,“ segir hún enn fremur. Dyraverðirnir hafi tjáð henni að hún væri að teppa umferðina á klósettið. „Mér fannst þetta óttalega harkalegt og niðurlægjandi. Ég var auðvitað með kjaft líka,“ segir Arndís Anna og viðurkennir að það hafi sennilega verið ástæðan fyrir því að henni hafi verið hent út á endanum. Hún neitar því að hafa neytt fíkniefna á salerninu. „Áfengi og kaffi eru einu fíkniefnin í mínu lífi.“ Arndís Anna tjáði sig einnig í formi Facebook-færslu í kvöld: „Ég brá mér á skemmtistað á föstudagskvöld, eins og gengur og gerist, og fór á einn minn uppáhaldsstað, Kiki. Ég fór á salernið og var búin að vera þar sjálfsagt í talsverðan tíma þegar dyraverðir opna hurðina. Mér brá við þetta og við að það stæði til að bera mig út með valdi, þegar mér fannst ekki tilefni til,“ skrifar Arndís Anna sem segist hafa skilning á því að starf dyravarða sé erfitt. Hennar upplifun hafi hins vegar verið sú að framganga dyravarðanna hafi verið óþarflega harkaleg og niðurlægjandi. „Ég hef talað við fyrirsvarsmann staðarins sem bað mig afsökunar fyrir þeirra hönd, sem mér þykir afar vænt um,“ segir Arndís. Hún er hins vegar þakklát lögreglu sem kölluð var á staðinn. „Fyrir alúðina sem þau sýndu mér í kjölfarið, enda komst ég í talsvert uppnám við þessar aðfarir. Það að lögreglan taki útkall frá hinsegin skemmtistað alvarlega, hvers eðlis sem það er, og bregðist svona skjót við er sérstaklega mikilvægt og yljaði það mér um hjartaræturnar í öllum þessum ósköpum,“ skrifar hún að lokum. Alþingi Lögreglumál Næturlíf Píratar Tengdar fréttir Þingmaður Pírata handtekinn á skemmtistað Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, var handtekin síðasta föstudag á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir ástæðuna vera að hún hafi verið of lengi inn á salerni staðarins. 26. nóvember 2023 14:57 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Greint var frá því í dag að Arndís Anna hafi verið handtekin. Í samtali við fréttastofu segir Arndís Anna að ástæðan fyrir því að henni hafi verið hent út sé að hún hafi verið of lengi inni á salerni staðarins. „Ég hef verið þarna í talsverðan tíma en þá grunaði ekki neitt,“ segir hún enn fremur. Dyraverðirnir hafi tjáð henni að hún væri að teppa umferðina á klósettið. „Mér fannst þetta óttalega harkalegt og niðurlægjandi. Ég var auðvitað með kjaft líka,“ segir Arndís Anna og viðurkennir að það hafi sennilega verið ástæðan fyrir því að henni hafi verið hent út á endanum. Hún neitar því að hafa neytt fíkniefna á salerninu. „Áfengi og kaffi eru einu fíkniefnin í mínu lífi.“ Arndís Anna tjáði sig einnig í formi Facebook-færslu í kvöld: „Ég brá mér á skemmtistað á föstudagskvöld, eins og gengur og gerist, og fór á einn minn uppáhaldsstað, Kiki. Ég fór á salernið og var búin að vera þar sjálfsagt í talsverðan tíma þegar dyraverðir opna hurðina. Mér brá við þetta og við að það stæði til að bera mig út með valdi, þegar mér fannst ekki tilefni til,“ skrifar Arndís Anna sem segist hafa skilning á því að starf dyravarða sé erfitt. Hennar upplifun hafi hins vegar verið sú að framganga dyravarðanna hafi verið óþarflega harkaleg og niðurlægjandi. „Ég hef talað við fyrirsvarsmann staðarins sem bað mig afsökunar fyrir þeirra hönd, sem mér þykir afar vænt um,“ segir Arndís. Hún er hins vegar þakklát lögreglu sem kölluð var á staðinn. „Fyrir alúðina sem þau sýndu mér í kjölfarið, enda komst ég í talsvert uppnám við þessar aðfarir. Það að lögreglan taki útkall frá hinsegin skemmtistað alvarlega, hvers eðlis sem það er, og bregðist svona skjót við er sérstaklega mikilvægt og yljaði það mér um hjartaræturnar í öllum þessum ósköpum,“ skrifar hún að lokum.
Alþingi Lögreglumál Næturlíf Píratar Tengdar fréttir Þingmaður Pírata handtekinn á skemmtistað Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, var handtekin síðasta föstudag á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir ástæðuna vera að hún hafi verið of lengi inn á salerni staðarins. 26. nóvember 2023 14:57 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Þingmaður Pírata handtekinn á skemmtistað Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, var handtekin síðasta föstudag á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir ástæðuna vera að hún hafi verið of lengi inn á salerni staðarins. 26. nóvember 2023 14:57