Reykjavíkurborg tilbúin að draga úr hækkunum Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 30. nóvember 2023 20:07 Einar Þorsteinsson tekur við embætti borgarstjóra á nýju ári. Vísir/Ívar Fannar Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir að borgin sé tilbúin til þess að draga úr boðuðum gjaldskrárhækknum, að því gefnu að aðilar vinnumarkaðar nái saman um hóflegar launahækkanir. Verkalýðshreyfingin hefur kallað ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til ábyrgðar í baráttunni við verðbólguna. Engin merki væru á lofti um að þessir aðilar ætli að leggja sitt af mörkum, sem geti sett stórt strik í reikninginn fyrir komandi kjarasamninga. Samninganefnd Alþýðusambandsins réði ráðum sínum á fundi í dag í tengslum við gerð nýrra kjarasamninga á almennum markaði eftir að núgildandi skammtímasamningar renna úr gildi hinn 31. janúar. Seðlabankinn hefur kallað eftir því að allir leggist á eitt við að ná niður verðbólgunni, bæði aðilar vinnumarkaðarins, hið opinbera og verslunin í landinu. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri, segir borgina tilbúna til þess að leggja sitt af mörkum. Verkefni sem allir þurfa að vinna saman Einar segir það lykilatriði að ná niður verðbólgu og háu vaxtastigi. Það sé verkefni sem allir þurfi að leggjast á eitt um til þess að leysa. „Það sem skiptir mestu máli er að aðilar vinnumarkaðarins nái hófsömum kjarasamningum með það að markmiði að ná verðstöðugleika í landinu. Ef það tekst þá er Reykjavíkurborg tilbúin að axla ábyrgð og draga úr þessum breytingum á gjaldskrám, og ég geri ráð fyrir því að önnur sveitarfélög muni fylgja því. Við þurfum að eiga samtal um það á breiðum grundvell,“ sagði Einar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann lagði þó áherslu á það að lykilatriðið sé við samningaborðið og bíða þurfi og sjá hver niðurstaðan verður þar. Verkalýðshreyfingin hefur aftur á móti sagt boltann vera hjá sveitarfélögunum og jafnvel gengið svo langt að boða frestun viðræðna fram yfir áramót. Mögulegt að endurskoða gjaldskrár eftir á Einar segir að sveitarfélög séu á lokametrunum við gerð fjárhagsáætlana. Seinni umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fari til að mynda fram á þriðjudag í næstu viku og henni verði ekki breytt úr þessu. „En það er með þessum fyrirvara að ef kjarasamningar nást og þeir eru hófsamir og skynsamir, þá er hægt að endurskoða þessar gjaldskrár. En við þurfum líka að gera það í stærra samtali. Sveitarfélögin þurfa að finna það að atvinnulífið sé tilbúið að axla þá ábyrgð að velta ekki öllum hækkunum út í verðlagið og launakröfurnar þurfa að vera hófsamur. Auðvitað er þetta bara svona.“ Þá segir hann að ríkið þurfi einnig að koma að borðinu og það sé enginn einn sem nái niður verðbólgunni. Allir þurfi að leggjast á árarnar. „Það er verið að gjaldskrárnar halda verðgildi sínu og það er það sem alls staðar er að gerast. Þær eru að breytast og hækka vegna þess að launakostnaður hefur aukist. Þannig að þarna erum við komin með svona hænuna og eggið, nú er bara kominn sá tímapunktur að við verðum að ná árangri. Kjaraviðræður 2023 Borgarstjórn Efnahagsmál Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta kemur auðvitað ekkert á óvart“ Formaður Eflingar segir ekki koma á óvart að atvinnurekendur segi engin efni til launahækkana. Koma verði til móts við þau lægst launuðu og þannig vinna gegn verðbólgunni. 21. október 2023 14:08 Þrálát verðbólga heldur vöxtum áfram háum Verðbólga hefur verið og verður samkvæmt spá Seðlabankans þrálátari en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Þrátt fyrir það og vegna aukinnar óvissu í efnahagsmálum í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesi ákvað peningastefnunefnd Seðlabankans að halda meginvöxtum óbreyttum í morgun. 22. nóvember 2023 12:23 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Sjá meira
Verkalýðshreyfingin hefur kallað ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til ábyrgðar í baráttunni við verðbólguna. Engin merki væru á lofti um að þessir aðilar ætli að leggja sitt af mörkum, sem geti sett stórt strik í reikninginn fyrir komandi kjarasamninga. Samninganefnd Alþýðusambandsins réði ráðum sínum á fundi í dag í tengslum við gerð nýrra kjarasamninga á almennum markaði eftir að núgildandi skammtímasamningar renna úr gildi hinn 31. janúar. Seðlabankinn hefur kallað eftir því að allir leggist á eitt við að ná niður verðbólgunni, bæði aðilar vinnumarkaðarins, hið opinbera og verslunin í landinu. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri, segir borgina tilbúna til þess að leggja sitt af mörkum. Verkefni sem allir þurfa að vinna saman Einar segir það lykilatriði að ná niður verðbólgu og háu vaxtastigi. Það sé verkefni sem allir þurfi að leggjast á eitt um til þess að leysa. „Það sem skiptir mestu máli er að aðilar vinnumarkaðarins nái hófsömum kjarasamningum með það að markmiði að ná verðstöðugleika í landinu. Ef það tekst þá er Reykjavíkurborg tilbúin að axla ábyrgð og draga úr þessum breytingum á gjaldskrám, og ég geri ráð fyrir því að önnur sveitarfélög muni fylgja því. Við þurfum að eiga samtal um það á breiðum grundvell,“ sagði Einar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann lagði þó áherslu á það að lykilatriðið sé við samningaborðið og bíða þurfi og sjá hver niðurstaðan verður þar. Verkalýðshreyfingin hefur aftur á móti sagt boltann vera hjá sveitarfélögunum og jafnvel gengið svo langt að boða frestun viðræðna fram yfir áramót. Mögulegt að endurskoða gjaldskrár eftir á Einar segir að sveitarfélög séu á lokametrunum við gerð fjárhagsáætlana. Seinni umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fari til að mynda fram á þriðjudag í næstu viku og henni verði ekki breytt úr þessu. „En það er með þessum fyrirvara að ef kjarasamningar nást og þeir eru hófsamir og skynsamir, þá er hægt að endurskoða þessar gjaldskrár. En við þurfum líka að gera það í stærra samtali. Sveitarfélögin þurfa að finna það að atvinnulífið sé tilbúið að axla þá ábyrgð að velta ekki öllum hækkunum út í verðlagið og launakröfurnar þurfa að vera hófsamur. Auðvitað er þetta bara svona.“ Þá segir hann að ríkið þurfi einnig að koma að borðinu og það sé enginn einn sem nái niður verðbólgunni. Allir þurfi að leggjast á árarnar. „Það er verið að gjaldskrárnar halda verðgildi sínu og það er það sem alls staðar er að gerast. Þær eru að breytast og hækka vegna þess að launakostnaður hefur aukist. Þannig að þarna erum við komin með svona hænuna og eggið, nú er bara kominn sá tímapunktur að við verðum að ná árangri.
Kjaraviðræður 2023 Borgarstjórn Efnahagsmál Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta kemur auðvitað ekkert á óvart“ Formaður Eflingar segir ekki koma á óvart að atvinnurekendur segi engin efni til launahækkana. Koma verði til móts við þau lægst launuðu og þannig vinna gegn verðbólgunni. 21. október 2023 14:08 Þrálát verðbólga heldur vöxtum áfram háum Verðbólga hefur verið og verður samkvæmt spá Seðlabankans þrálátari en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Þrátt fyrir það og vegna aukinnar óvissu í efnahagsmálum í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesi ákvað peningastefnunefnd Seðlabankans að halda meginvöxtum óbreyttum í morgun. 22. nóvember 2023 12:23 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Sjá meira
„Þetta kemur auðvitað ekkert á óvart“ Formaður Eflingar segir ekki koma á óvart að atvinnurekendur segi engin efni til launahækkana. Koma verði til móts við þau lægst launuðu og þannig vinna gegn verðbólgunni. 21. október 2023 14:08
Þrálát verðbólga heldur vöxtum áfram háum Verðbólga hefur verið og verður samkvæmt spá Seðlabankans þrálátari en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Þrátt fyrir það og vegna aukinnar óvissu í efnahagsmálum í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesi ákvað peningastefnunefnd Seðlabankans að halda meginvöxtum óbreyttum í morgun. 22. nóvember 2023 12:23