Ábyrgð og auðlindir Jóna Bjarnadóttir skrifar 2. desember 2023 14:00 Landsvirkjun var í vikunni útnefnd umhverfisfyrirtæki ársins 2023 af Samtökum atvinnulífsins. Það er ánægjulegt að fá viðurkenningu á því umfangsmikla starfi sem fer fram hjá okkur í umhverfis- og loftslagsmálum. Við erum með skýra stefnu og henni fylgja markmið og tímasettar aðgerðir. Landsvirkjun, orkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar, framleiðir rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum á fimm starfssvæðum víðs vegar um landið. Við tökum þeirri ábyrgð alvarlega að vinna með náttúruauðlindir. Við þekkjum umhverfisáhrif starfseminnar vel og vinnum stöðugt að því að draga úr þeim eins og kostur er á öllum stigum; við hönnun nýrra virkjana, í framkvæmdum og í rekstri. Við hjá Landsvirkjun gerum einnig ríkar kröfur til þeirra sem við vinnum með um að draga úr losun og koma í veg fyrir umhverfisatvik. Við beitum til dæmis innra kolefnisverði við ákvarðanatöku og vorum fyrsta íslenska fyrirtækið til að taka það verkfæri í notkun. Orkumál eru loftslagsmál Loftslagsmál eru samofin allri starfsemi fyrirtækisins. Kolefnisspor orkuvinnslu fyrirtækisins er með því lægsta sem þekkist á heimsvísu. Frá árinu 2005 höfum við tvöfaldað raforkuvinnsluna, en á sama tíma hefur losun á orkueiningu lækkað um 67%.Sá árangur hefur náðst með stöðugri áherslu á loftslags- og umhverfismál á öllum sviðum starfseminnar. Landsvirkjun er eitt 283 fyrirtækja í heiminum og eina íslenska fyrirtækið sem hefur fengið hæstu einkunn alþjóðlegu samtakanna CDP og telst þar með til leiðandi fyrirtækja í loftslagsmálum á heimsvísu. Landsvirkjun situr líka á lista Financial Times yfir þau evrópsku fyrirtæki sem hafa minnkað losun á framleiðslueiningu mest á árunum 2016-2021. Að vera leiðandi í loftslagsmálum snýst ekki bara um að minnka eigin losun. Við leggjum áherslu á að bregðast við loftslagsbreytingum þvert á starfsemina. Sem dæmi má nefna aðlögun að auknu rennsli og græna fjármögnun. Öll okkar orkuvinnsla telst til loftslagsaðgerða enda leika orkuskipti lykilhlutverk í því að minnka samfélagslosun. Við styðjum jafnframt við orkuskiptin með margvíslegum hætti, til dæmis með þátttöku í samstarfsverkefnum um orkutengda nýsköpun og þróun rafeldsneytisframleiðslu. Við þurfum öll að vinna saman Við leggjum okkur fram við að vera heiðarleg og gegnsæ um markmið, aðgerðir og árangur. Bæði til að upplýsa um framvindu en einnig til að deila með öðrum þeim aðferðum sem við beitum því í umhverfismálum þurfum við öll að vinna saman.Ávinningur af öflugu umhverfisstarfi er okkar allra og komandi kynslóða. Vönduð vinnubrögð, framsýni og hugrekki til að fara nýjar leiðir, oft umfram lagalegar kröfur, skilar sér í því að við erum tilbúin að takast á við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í dag. Þar gildir einu hvort við tölum um orkuskiptin eða nýja löggjöf sem verið er að innleiða varðandi ófjárhagslega upplýsingagjöf og umhverfislega sjálfbæra atvinnustarfsemi. Við hjá Landsvirkjun erum þakklát fyrir viðurkenningu Samtaka atvinnulífsins á þessum góða árangri okkar í loftslags- og umhverfismálum. Þetta er hvatning fyrir okkur að halda áfram á þessari mikilvægu vegferð. Orkufyrirtæki þjóðarinnar á að ganga á undan með góðu fordæmi og verður áfram í forystu í umhverfis- og loftslagsmálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun var í vikunni útnefnd umhverfisfyrirtæki ársins 2023 af Samtökum atvinnulífsins. Það er ánægjulegt að fá viðurkenningu á því umfangsmikla starfi sem fer fram hjá okkur í umhverfis- og loftslagsmálum. Við erum með skýra stefnu og henni fylgja markmið og tímasettar aðgerðir. Landsvirkjun, orkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar, framleiðir rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum á fimm starfssvæðum víðs vegar um landið. Við tökum þeirri ábyrgð alvarlega að vinna með náttúruauðlindir. Við þekkjum umhverfisáhrif starfseminnar vel og vinnum stöðugt að því að draga úr þeim eins og kostur er á öllum stigum; við hönnun nýrra virkjana, í framkvæmdum og í rekstri. Við hjá Landsvirkjun gerum einnig ríkar kröfur til þeirra sem við vinnum með um að draga úr losun og koma í veg fyrir umhverfisatvik. Við beitum til dæmis innra kolefnisverði við ákvarðanatöku og vorum fyrsta íslenska fyrirtækið til að taka það verkfæri í notkun. Orkumál eru loftslagsmál Loftslagsmál eru samofin allri starfsemi fyrirtækisins. Kolefnisspor orkuvinnslu fyrirtækisins er með því lægsta sem þekkist á heimsvísu. Frá árinu 2005 höfum við tvöfaldað raforkuvinnsluna, en á sama tíma hefur losun á orkueiningu lækkað um 67%.Sá árangur hefur náðst með stöðugri áherslu á loftslags- og umhverfismál á öllum sviðum starfseminnar. Landsvirkjun er eitt 283 fyrirtækja í heiminum og eina íslenska fyrirtækið sem hefur fengið hæstu einkunn alþjóðlegu samtakanna CDP og telst þar með til leiðandi fyrirtækja í loftslagsmálum á heimsvísu. Landsvirkjun situr líka á lista Financial Times yfir þau evrópsku fyrirtæki sem hafa minnkað losun á framleiðslueiningu mest á árunum 2016-2021. Að vera leiðandi í loftslagsmálum snýst ekki bara um að minnka eigin losun. Við leggjum áherslu á að bregðast við loftslagsbreytingum þvert á starfsemina. Sem dæmi má nefna aðlögun að auknu rennsli og græna fjármögnun. Öll okkar orkuvinnsla telst til loftslagsaðgerða enda leika orkuskipti lykilhlutverk í því að minnka samfélagslosun. Við styðjum jafnframt við orkuskiptin með margvíslegum hætti, til dæmis með þátttöku í samstarfsverkefnum um orkutengda nýsköpun og þróun rafeldsneytisframleiðslu. Við þurfum öll að vinna saman Við leggjum okkur fram við að vera heiðarleg og gegnsæ um markmið, aðgerðir og árangur. Bæði til að upplýsa um framvindu en einnig til að deila með öðrum þeim aðferðum sem við beitum því í umhverfismálum þurfum við öll að vinna saman.Ávinningur af öflugu umhverfisstarfi er okkar allra og komandi kynslóða. Vönduð vinnubrögð, framsýni og hugrekki til að fara nýjar leiðir, oft umfram lagalegar kröfur, skilar sér í því að við erum tilbúin að takast á við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í dag. Þar gildir einu hvort við tölum um orkuskiptin eða nýja löggjöf sem verið er að innleiða varðandi ófjárhagslega upplýsingagjöf og umhverfislega sjálfbæra atvinnustarfsemi. Við hjá Landsvirkjun erum þakklát fyrir viðurkenningu Samtaka atvinnulífsins á þessum góða árangri okkar í loftslags- og umhverfismálum. Þetta er hvatning fyrir okkur að halda áfram á þessari mikilvægu vegferð. Orkufyrirtæki þjóðarinnar á að ganga á undan með góðu fordæmi og verður áfram í forystu í umhverfis- og loftslagsmálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun