Stórkostlegt gáleysi að fjarlægja eggjastokk án leyfis Árni Sæberg skrifar 1. desember 2023 16:02 Aðgerðin var framkvæmd af kvensjúkdómalækni. Vísir/Egill Landsréttur hefur dæmt Sjúkratryggingar Íslands til þess að greiða konu 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna stórkostlegs gáleysis læknis. Sá fjarlægði vinstri eggjastokk konunnar án þess að hún veitti samþykki fyrir. Dómur þess efnis var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Í dóminum segir að konan hafi höfðað mál til heimtu bóta vegna stórkostlegs gáleysis sem læknir hefði sýnt við undirbúning og framkvæmd aðgerðar á henni árið 2015 þar sem vinstri eggjastokkur hennar var fjarlægður án hennar samþykkis. Undir rekstri málsins í héraði hafi verið gerð sátt um aðrar kröfur konunnar en miskabótakröfu hennar. Héraðsdómur sýknaði Sjúkratryggingar af þeirri kröfu á þeim grundvelli að ekki hafi verið um stórkostlegt gáleysi læknisins að ræða. Vísir fjallaði ítarlega um niðurstöðu héraðsdóms á sínum tíma. Málið má rekja aftur til ársins 2015 þegar konan gekkst undir kviðarholsspeglun á Landspítala. Hún var þá 34 ára gömul og átti að baki langa sögu um sjúkdóminn endómetríósu, eða legslímuflakk. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að einstaklingur með endómetríósu fær mánaðarlega innvortis blæðingar þar sem endómetríósufrumur hafa lagst, sem getur verið á hinum ýmsu líffærum. Þar sem blóðið kemst hvergi í burtu geta myndast blöðrur á blæðingarstöðum. Þá geta myndast samgróningar milli líffæra og innan kviðarholsins eða annars staðar í líkama sem getur valdið miklum sársauka. Undirbúningur fyrir glasafrjóvgunarmeðferð Aðgerð konunnar framkvæmdi kvensjúkdómalæknir á Landspítala, öðrum kvensjúkdómalækni en sá sem hafði meðhöndlað hana í langan tíma. Speglunin var undirbúningur fyrir glasafrjóvgunarmeðferð sem konan hugðist gangast undir. Samkvæmt dómi héraðsdóms stóð til í aðgerðinni að brenna endómetríósu, fjarlægja stórt endómetríóma á hægri eggjastokk og eftir atvikum sjálfan eggjastokkinn ásamt því að leysa úr samvöxtum í kviðarholi sem gætu valdið konunni sársauka. Í aðgerðinni fundust nokkur minni endómetríóma á vinstri eggjastokknum, sem ekki átti að fjarlægja en svo fór að læknirinn taldi nauðsynlegt að fjarlægja hann líka. Báðir eggjastokkar konunnar voru því fjarlægðir sem hafði í för með sér ótímabær tíðahvörf. Konan hafnar því alfarið að hafa veitt samþykki fyrir því að vinstri eggjastokkurinn yrði fjarlægður. Hvergi minnst á að sá vinstri yrði fjarlægður Í dómi Landsréttar kom fram að í þeim gögnum sem lægju fyrir um aðdraganda aðgerðar konunnar væri þess hvergi getið að til greina hefði komið að fjarlægja vinstri eggjastokk hennar við aðgerðina. Í matsgerð dómkvaddra matsmanna hefði því verið slegið föstu að það að fjarlægja vinstri eggjastokk konunnar hefði, eins og á stóð, ekki verið meðferð sem talist gæti bráðnauðsynleg í skilningi laga um réttindi sjúklinga. Það hvort sá eggjastokkur yrði fjarlægður væri því atriði sem hún hefði sjálf átt að fá ráðið samkvæmt meginreglu nefndrar greinar sömu laga. Ósannað væri að konan hefði samþykkt þá meðferð, sem hefði farið þvert gegn þeim tilgangi með aðgerðinni að undirbúa hana undir glasafrjóvgunarmeðferð. Þá hafi legið fyrir að aðgerðin var óafturkræf. Þegar þessa væri gætt þætti læknirinn, með því að fjarlægja vinstri eggjastokk konunnar án hennar samþykkis, hafa sýnt af sér slíka háttsemi að telja yrði saknæmisskilyrði skaðabótalaga um stórkostlegt gáleysi uppfyllt í málinu. Af þeim sökum hafi verið fallist á það með konunni að hún ætti rétt til greiðslu miskabóta úr hendi Sjúkratrygginga vegna hinnar saknæmu háttsemi læknisins á grundvelli laga um sjúklingatryggingu. Við mat á miskabótum til handa konunni hafi verið litið til umfjöllunar og niðurstöðu hinna dómkvöddu matsmanna um afleiðingar aðgerðarinnar. Þá hafi sérstaklega verið litið til þess að með aðgerðinni hafi konan, að henni forspurðri, verið svipt allri von um frekari barneignir. Sjúkratryggingum var því gert að greiða konunni 1.500.000 krónur í miskabætur. Hún hafði farið fram á tvær milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Heilbrigðismál Tryggingar Sjúkratryggingar Frjósemi Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Dómur þess efnis var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Í dóminum segir að konan hafi höfðað mál til heimtu bóta vegna stórkostlegs gáleysis sem læknir hefði sýnt við undirbúning og framkvæmd aðgerðar á henni árið 2015 þar sem vinstri eggjastokkur hennar var fjarlægður án hennar samþykkis. Undir rekstri málsins í héraði hafi verið gerð sátt um aðrar kröfur konunnar en miskabótakröfu hennar. Héraðsdómur sýknaði Sjúkratryggingar af þeirri kröfu á þeim grundvelli að ekki hafi verið um stórkostlegt gáleysi læknisins að ræða. Vísir fjallaði ítarlega um niðurstöðu héraðsdóms á sínum tíma. Málið má rekja aftur til ársins 2015 þegar konan gekkst undir kviðarholsspeglun á Landspítala. Hún var þá 34 ára gömul og átti að baki langa sögu um sjúkdóminn endómetríósu, eða legslímuflakk. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að einstaklingur með endómetríósu fær mánaðarlega innvortis blæðingar þar sem endómetríósufrumur hafa lagst, sem getur verið á hinum ýmsu líffærum. Þar sem blóðið kemst hvergi í burtu geta myndast blöðrur á blæðingarstöðum. Þá geta myndast samgróningar milli líffæra og innan kviðarholsins eða annars staðar í líkama sem getur valdið miklum sársauka. Undirbúningur fyrir glasafrjóvgunarmeðferð Aðgerð konunnar framkvæmdi kvensjúkdómalæknir á Landspítala, öðrum kvensjúkdómalækni en sá sem hafði meðhöndlað hana í langan tíma. Speglunin var undirbúningur fyrir glasafrjóvgunarmeðferð sem konan hugðist gangast undir. Samkvæmt dómi héraðsdóms stóð til í aðgerðinni að brenna endómetríósu, fjarlægja stórt endómetríóma á hægri eggjastokk og eftir atvikum sjálfan eggjastokkinn ásamt því að leysa úr samvöxtum í kviðarholi sem gætu valdið konunni sársauka. Í aðgerðinni fundust nokkur minni endómetríóma á vinstri eggjastokknum, sem ekki átti að fjarlægja en svo fór að læknirinn taldi nauðsynlegt að fjarlægja hann líka. Báðir eggjastokkar konunnar voru því fjarlægðir sem hafði í för með sér ótímabær tíðahvörf. Konan hafnar því alfarið að hafa veitt samþykki fyrir því að vinstri eggjastokkurinn yrði fjarlægður. Hvergi minnst á að sá vinstri yrði fjarlægður Í dómi Landsréttar kom fram að í þeim gögnum sem lægju fyrir um aðdraganda aðgerðar konunnar væri þess hvergi getið að til greina hefði komið að fjarlægja vinstri eggjastokk hennar við aðgerðina. Í matsgerð dómkvaddra matsmanna hefði því verið slegið föstu að það að fjarlægja vinstri eggjastokk konunnar hefði, eins og á stóð, ekki verið meðferð sem talist gæti bráðnauðsynleg í skilningi laga um réttindi sjúklinga. Það hvort sá eggjastokkur yrði fjarlægður væri því atriði sem hún hefði sjálf átt að fá ráðið samkvæmt meginreglu nefndrar greinar sömu laga. Ósannað væri að konan hefði samþykkt þá meðferð, sem hefði farið þvert gegn þeim tilgangi með aðgerðinni að undirbúa hana undir glasafrjóvgunarmeðferð. Þá hafi legið fyrir að aðgerðin var óafturkræf. Þegar þessa væri gætt þætti læknirinn, með því að fjarlægja vinstri eggjastokk konunnar án hennar samþykkis, hafa sýnt af sér slíka háttsemi að telja yrði saknæmisskilyrði skaðabótalaga um stórkostlegt gáleysi uppfyllt í málinu. Af þeim sökum hafi verið fallist á það með konunni að hún ætti rétt til greiðslu miskabóta úr hendi Sjúkratrygginga vegna hinnar saknæmu háttsemi læknisins á grundvelli laga um sjúklingatryggingu. Við mat á miskabótum til handa konunni hafi verið litið til umfjöllunar og niðurstöðu hinna dómkvöddu matsmanna um afleiðingar aðgerðarinnar. Þá hafi sérstaklega verið litið til þess að með aðgerðinni hafi konan, að henni forspurðri, verið svipt allri von um frekari barneignir. Sjúkratryggingum var því gert að greiða konunni 1.500.000 krónur í miskabætur. Hún hafði farið fram á tvær milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Heilbrigðismál Tryggingar Sjúkratryggingar Frjósemi Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira