Halli Egils fagnaði sigri eftir æsispennandi úrslitakvöld Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. desember 2023 11:45 Til vinstri er Halli Egils, sigurvegari kvöldsins, hægra megin við hann er Hörður Guðjónsson Vísir/ Egill Birgisson Hallgrímur Egilsson stóð uppi sem sigurvegari Úrvalsdeildarinnar í pílukasti árið 2023 eftir gríðarlega fjörugt og æsispennandi úrslitakvöld á Bullseye. Hann vann undanúrslitin 5-3 gegn Páli Péturssyni og lagði svo Hörð Guðjónsson 6-4 af velli í úrslitaleiknum. Í undanúrslitaviðureignum þurfti að vinna fimm leggi en í úrslitaleiknum sjálfum þurfti sex til sigurs. Ríkjandi meistari Úrvalsdeildarinnar í pílukasti, Vitor Charrua, tókst ekki að verja titilinn að þessu sinni. Undanúrslitin hófust með viðureign Harðar Guðjónssonar frá Pílufélagi Grindavíkur og Haralds Birgissonar frá Pílukastfélagi Hafnarfjarðar. Eftir spennandi rimmu þar sem Haraldur tók 3-1 forystu tókst Herði að snúa gengi sínu við, vann næstu fjóra leggi og kom sér í úrslitin. Hinum megin í undanúrslitunum voru þeir Hallgrímur Egilsson frá Pílukastfélagi Reykjavíkur og Páll Árni Pétursson úr Pílufélagi Grindavíkur. Jafnræði ríkti milli þeirra lengst af, þegar staðan var 4-3 Hallgrími í vil fékk Páll tækifæri til að jafna metin með útskoti á tvöföldum 20 en honum brást bogalistin. Hallgrímur hafði þrjár pílur til að skjóta sig út og komast í úrslitin en þurfti ekki nema eina. Klippa: Hápunktar úrslitakvölds Úrvalsdeildarinnar í pílukasti Það voru því þeir Hallgrímur og Hörður sem kepptu til úrslita. Hörður tók fyrsta legginn en Hallgrímur vann svo fimm af næstu sex leggjum eftir það. Spennuþrungið andrúmsloft ríkti og brekkan var orðin ansi brött fyrir Hörð. Hann klóraði vel í bakkann og vann næstu tvo leggi til að minnka muninn í 5-4. Herði gafst svo tækifæri til að jafna leikinn með útskoti á tvöföldum 20, en líkt og Páli í undanúrslitum brást honum bogalistin. Aftur hafði Hallgrímur þrjár pílur í hendi til að skjóta sig út og fagna sigri. Tvær þurfti til í þetta sinn en sigurinn engu að síður í hús. Klippa: Halli Egils hampaði sigri í Úrvalsdeildinni í pílukasti Hápunkta úrslitakvöldsins og viðtal við sigurvegarann Halla má finna í spilurunum hér að ofan. Eftirvæntingin er ekki síðri fyrir Stjörnupílunni sem fram fer annað kvöld þar sem keppendur spreyta sig sem frægir eru fyrir allt annað en pílukast. Stjörnupílan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld, laugardaginn 2. desember klukkan 19:30. Pílukast Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Sjá meira
Í undanúrslitaviðureignum þurfti að vinna fimm leggi en í úrslitaleiknum sjálfum þurfti sex til sigurs. Ríkjandi meistari Úrvalsdeildarinnar í pílukasti, Vitor Charrua, tókst ekki að verja titilinn að þessu sinni. Undanúrslitin hófust með viðureign Harðar Guðjónssonar frá Pílufélagi Grindavíkur og Haralds Birgissonar frá Pílukastfélagi Hafnarfjarðar. Eftir spennandi rimmu þar sem Haraldur tók 3-1 forystu tókst Herði að snúa gengi sínu við, vann næstu fjóra leggi og kom sér í úrslitin. Hinum megin í undanúrslitunum voru þeir Hallgrímur Egilsson frá Pílukastfélagi Reykjavíkur og Páll Árni Pétursson úr Pílufélagi Grindavíkur. Jafnræði ríkti milli þeirra lengst af, þegar staðan var 4-3 Hallgrími í vil fékk Páll tækifæri til að jafna metin með útskoti á tvöföldum 20 en honum brást bogalistin. Hallgrímur hafði þrjár pílur til að skjóta sig út og komast í úrslitin en þurfti ekki nema eina. Klippa: Hápunktar úrslitakvölds Úrvalsdeildarinnar í pílukasti Það voru því þeir Hallgrímur og Hörður sem kepptu til úrslita. Hörður tók fyrsta legginn en Hallgrímur vann svo fimm af næstu sex leggjum eftir það. Spennuþrungið andrúmsloft ríkti og brekkan var orðin ansi brött fyrir Hörð. Hann klóraði vel í bakkann og vann næstu tvo leggi til að minnka muninn í 5-4. Herði gafst svo tækifæri til að jafna leikinn með útskoti á tvöföldum 20, en líkt og Páli í undanúrslitum brást honum bogalistin. Aftur hafði Hallgrímur þrjár pílur í hendi til að skjóta sig út og fagna sigri. Tvær þurfti til í þetta sinn en sigurinn engu að síður í hús. Klippa: Halli Egils hampaði sigri í Úrvalsdeildinni í pílukasti Hápunkta úrslitakvöldsins og viðtal við sigurvegarann Halla má finna í spilurunum hér að ofan. Eftirvæntingin er ekki síðri fyrir Stjörnupílunni sem fram fer annað kvöld þar sem keppendur spreyta sig sem frægir eru fyrir allt annað en pílukast. Stjörnupílan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld, laugardaginn 2. desember klukkan 19:30.
Pílukast Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Sjá meira