Þurfa kennarar að að vera lögfróðir? Elísabet Pétursdóttir skrifar 2. desember 2023 12:01 Starfsumhverfi skóla hefur breyst hratt á undanförnum árum. Við sjáum þess glögga mynd í fjölmiðlum. Í síauknum mæli birtast okkur fréttir um mál úr skólastarfi sem eru lagalegs eðlis. Oft á tíðum vekja þessar fréttir furðu okkar. Fréttir um skólastarf hreyfa við okkur enda tilheyrum við mörg skólasamfélaginu með einhverjum hætti eða höfum að minnsta kosti tilheyrt því á einhverjum tímapunkti, ýmist sem nemendur, foreldrar eða starfsfólk skóla. Sagt er að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Sú fullyrðing endurspeglast í lögum um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þannig njóta aðilar skólasamfélagsins ýmissa réttinda og á þeim hvílir ábyrgð og skyldur. Eðli málsins samkvæmt birtist ábyrgð þessara aðila með mismunandi hætti eftir því um hvaða skólastig ræðir en stafar það meðal annars af því að ábyrgð nemenda eykst í samræmi við hækkandi aldur og aukinn þroska. Í mörg horn að líta Kennarar og skólastjórnendur hafa greint frá því að sú birtingarmynd skólastarfs sem við sjáum í fjölmiðlum eigi sér samsvörun innan veggja skólanna. Þannig þarf oftar en áður aðkomu lögfræðinga og dómstóla vegna mála sem koma upp í skólastarfi. Það má spyrja sig hvort ástæðan fyrir því geti verið sú að réttarumhverfi menntastofnana er að mörgu leyti mjög flókið og það er í mörg horn að líta þegar það reynir á regluverkið? Því er ef til vill eðlilegt að þau sem telja sig hlunnfarin í skólastarfi leiti til löglærðra aðila við slíkar kringumstæður. Fjórtán reglur og reglugerðir En þá er spurt, hvað er svona flókið við réttarumhverfið? Eru þetta ekki bara lög um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla? Vissulega erum við með lög um hvert skólastig. Með þessum lögum eru aðilum skólasamfélagsins tryggð ýmis réttindi og lagðar á þá margskonar skyldur. Í lögunum má einnig finna ýmis atriði sem eru framkvæmdarlegs eðlis, svo sem um ráðningu starfsfólks o.fl. Þá er einkennandi fyrir menntalöggjöfina að það hefur verið settur fjöldinn allur af reglugerðum og reglum sem eru á víð og dreif. Ef við tökum til að mynda lög um grunnskóla sem dæmi að þá eru nú í gildi 14 reglur og reglugerðir sem settar hafa verið á grundvelli laganna. Með þessum reglum og reglugerðum er kveðið á um ýmis réttindi og skyldur aðila skólasamfélagsins. Þar er m.a. fjallað um hvernig skólaakstri skal háttað, skólagöngu fósturbarna, stuðning við nemendur með sérþarfir og heimakennslu. Að auki ber að nefna að nemendur leik- og grunnskóla, auk flestra nemenda menntaskóla eru börn. Því þarf skólastarf að taka mið af þeim réttindum sem börnum eru tryggð auk almennra laga sem gilda á Íslandi. Má meðal annars nefna bann við mismunun, rétt barns til lífs og þroska og rétt þess til að láta skoðanir sínar í ljós. Þegar lög á sviði menntamála eru framkvæmd þá þarf ætíð að huga að því að barn njóti þeirra réttinda sem stjórnarskrá, almenn lög og alþjóðasáttmálar tryggja því og öll úrræði sem skólar grípa til verða að stefna að því að vernda þessi réttindi barna. Þekking á menntarétti getur skipt sköpum Til samræmis við þetta breytta starfsumhverfi hefur löggjafinn með lögum um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda, nr. 95/2019, gert þá kröfu að kennarar og skólastjórnendur hafi þekkingu á þeim lögum og reglum sem gilda á því skólastigi sem þeir starfa á. Varðandi skólastjórnendur hefur löggjafinn enn fremur gert þá kröfu að þeir hafi þekkingu á öðrum lögum, reglugerðum og opinberum fyrirmælum sem varða skólastarf og hæfni til að leiða skólastarf í samræmi við markmið og ákvæði laga. Ljóst er að með aukinni þekkingu kennara og skólastjórnenda á réttarsviðinu hefði mátt koma í veg fyrir mörg mál sem ratað hafa í fjölmiðla. Það má ef til vill leiða líkur að því að löggjafinn hafi metið það sem svo að betri innsýn og þekking kennara og skólastjórnenda á því réttarumhverfi sem í hlut á hverju sinni getur skipt sköpum fyrir farsæla úrlausn mála. Námsefni um réttarumhverfi skóla sem sniðið er að þörfum kennara hefur hingað til ekki verið til. Lögfræðiþjónusta Hafnarfjarðar hefur hins vegar nýverið sett saman greinargóð námskeið sem veita kennurum og skólastjórnendum á mismunandi skólastigum góða yfirsýn yfir helstu lög og reglugerðir sem hafa þarf að leiðarljósi í skólastarfi. Ég vona að námskeiðin nýtist sem flestum og stuðli að farsælli úrlausn ýmissa mála sem upp kunna að koma í skólastarfi. Höfundur er lögmaður hjá Lögfræðiþjónustu Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Starfsumhverfi skóla hefur breyst hratt á undanförnum árum. Við sjáum þess glögga mynd í fjölmiðlum. Í síauknum mæli birtast okkur fréttir um mál úr skólastarfi sem eru lagalegs eðlis. Oft á tíðum vekja þessar fréttir furðu okkar. Fréttir um skólastarf hreyfa við okkur enda tilheyrum við mörg skólasamfélaginu með einhverjum hætti eða höfum að minnsta kosti tilheyrt því á einhverjum tímapunkti, ýmist sem nemendur, foreldrar eða starfsfólk skóla. Sagt er að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Sú fullyrðing endurspeglast í lögum um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þannig njóta aðilar skólasamfélagsins ýmissa réttinda og á þeim hvílir ábyrgð og skyldur. Eðli málsins samkvæmt birtist ábyrgð þessara aðila með mismunandi hætti eftir því um hvaða skólastig ræðir en stafar það meðal annars af því að ábyrgð nemenda eykst í samræmi við hækkandi aldur og aukinn þroska. Í mörg horn að líta Kennarar og skólastjórnendur hafa greint frá því að sú birtingarmynd skólastarfs sem við sjáum í fjölmiðlum eigi sér samsvörun innan veggja skólanna. Þannig þarf oftar en áður aðkomu lögfræðinga og dómstóla vegna mála sem koma upp í skólastarfi. Það má spyrja sig hvort ástæðan fyrir því geti verið sú að réttarumhverfi menntastofnana er að mörgu leyti mjög flókið og það er í mörg horn að líta þegar það reynir á regluverkið? Því er ef til vill eðlilegt að þau sem telja sig hlunnfarin í skólastarfi leiti til löglærðra aðila við slíkar kringumstæður. Fjórtán reglur og reglugerðir En þá er spurt, hvað er svona flókið við réttarumhverfið? Eru þetta ekki bara lög um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla? Vissulega erum við með lög um hvert skólastig. Með þessum lögum eru aðilum skólasamfélagsins tryggð ýmis réttindi og lagðar á þá margskonar skyldur. Í lögunum má einnig finna ýmis atriði sem eru framkvæmdarlegs eðlis, svo sem um ráðningu starfsfólks o.fl. Þá er einkennandi fyrir menntalöggjöfina að það hefur verið settur fjöldinn allur af reglugerðum og reglum sem eru á víð og dreif. Ef við tökum til að mynda lög um grunnskóla sem dæmi að þá eru nú í gildi 14 reglur og reglugerðir sem settar hafa verið á grundvelli laganna. Með þessum reglum og reglugerðum er kveðið á um ýmis réttindi og skyldur aðila skólasamfélagsins. Þar er m.a. fjallað um hvernig skólaakstri skal háttað, skólagöngu fósturbarna, stuðning við nemendur með sérþarfir og heimakennslu. Að auki ber að nefna að nemendur leik- og grunnskóla, auk flestra nemenda menntaskóla eru börn. Því þarf skólastarf að taka mið af þeim réttindum sem börnum eru tryggð auk almennra laga sem gilda á Íslandi. Má meðal annars nefna bann við mismunun, rétt barns til lífs og þroska og rétt þess til að láta skoðanir sínar í ljós. Þegar lög á sviði menntamála eru framkvæmd þá þarf ætíð að huga að því að barn njóti þeirra réttinda sem stjórnarskrá, almenn lög og alþjóðasáttmálar tryggja því og öll úrræði sem skólar grípa til verða að stefna að því að vernda þessi réttindi barna. Þekking á menntarétti getur skipt sköpum Til samræmis við þetta breytta starfsumhverfi hefur löggjafinn með lögum um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda, nr. 95/2019, gert þá kröfu að kennarar og skólastjórnendur hafi þekkingu á þeim lögum og reglum sem gilda á því skólastigi sem þeir starfa á. Varðandi skólastjórnendur hefur löggjafinn enn fremur gert þá kröfu að þeir hafi þekkingu á öðrum lögum, reglugerðum og opinberum fyrirmælum sem varða skólastarf og hæfni til að leiða skólastarf í samræmi við markmið og ákvæði laga. Ljóst er að með aukinni þekkingu kennara og skólastjórnenda á réttarsviðinu hefði mátt koma í veg fyrir mörg mál sem ratað hafa í fjölmiðla. Það má ef til vill leiða líkur að því að löggjafinn hafi metið það sem svo að betri innsýn og þekking kennara og skólastjórnenda á því réttarumhverfi sem í hlut á hverju sinni getur skipt sköpum fyrir farsæla úrlausn mála. Námsefni um réttarumhverfi skóla sem sniðið er að þörfum kennara hefur hingað til ekki verið til. Lögfræðiþjónusta Hafnarfjarðar hefur hins vegar nýverið sett saman greinargóð námskeið sem veita kennurum og skólastjórnendum á mismunandi skólastigum góða yfirsýn yfir helstu lög og reglugerðir sem hafa þarf að leiðarljósi í skólastarfi. Ég vona að námskeiðin nýtist sem flestum og stuðli að farsælli úrlausn ýmissa mála sem upp kunna að koma í skólastarfi. Höfundur er lögmaður hjá Lögfræðiþjónustu Hafnarfjarðar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar