Minni afköst á vinnustöðum í desember Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. desember 2023 07:00 Í aðdraganda jóla er oft margt í gangi á vinnustöðum sem mögulega hefur áhrif á það hvernig afköst eru að mælast heilt yfir mánuðinn. Desember mælist þannig afkastaminni hjá flestum vinnustöðum í Evrópu og því er vinnustöðum jafnvel bent á að setja sér frekar fljótunnin verkefni sem markmið til að klára, frekar en umfangsmeiri eða flóknari verkefni. Vísir/Getty Rannsóknir sýna að það hægir á hjá flestum vinnustöðum í desember. Væntanlega að undanskildum verslunum eða þjónustufyrirtækjum þar sem viðskiptavinum fjölgar í aðdraganda jóla. Fjölmargar rannsóknir sýna fram á þetta. Í einni þeirra, sem gerð var víðs vegar í Evrópu árið 2021, voru 25 milljónir verkefna vinnustaða skoðuð. Það sem kom í ljós var að afköstin voru hvað minnst í desembermánuði. Október var hins vegar afkastabesti mánuðurinn. Afköst í desember eru þó ekkert endilega lítil allan mánuðinn. Heldur er það einna helst síðasta vikan fyrir jól sem dregur verulega úr. Í breskri rannsókn frá árinu 2017, er þó talað um að hægagangurinn á vinnustöðum hefjist um miðjan desember. Því samkvæmt þeirri rannsókn sögðust 60% starfsfólks á vinnumarkaði vera með hugan við jólin um og uppúr miðjum desember. Þá er enn ein rannsóknin sem sýnir samanburð á milli mánaða með mældum árangri á markmiðum sem vinnustaðurinn ætlaði sér að ná yfir mánuðinn. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að vinnustaðir ná að klára um 25% markmiða sinna í desember, í samanburði við 35% markmiða sinna fyrir verkefni sett á haustmánuði. Ein lausn sem bent er á til að vinna með þessa staðreynd, er að vinnustaðir setji sér frekar markmið um að klára auðleysanleg eða frekar fljótunnin verkefni í desember, frekar en að ætla sér að ná stærri eða umfangsmeiri verkefnum í gegn. Þá er áhugavert að sjá að sambærilegar rannsóknir sýna Nóvember sem afkastaminni mánuð í Bandaríkjunum. Má ætla að það sé vegna þess að í Bandaríkjunum er Þakkargjörðarhátíðin í Nóvember að öllu jöfnu stærri hátíð hjá flestum en jólin. En eins og með allt þá eru undantekningar á reglunni og við minnum því á góðu ráðin fyrir vinnualkana að lesa fyrir jólin. Vinnumarkaður Mannauðsmál Góðu ráðin Vinnustaðurinn Stjórnun Tengdar fréttir Að peppa upp dauðþreytt starfsfólk í desember Á mörgum stöðum er desember stærsti sölumánuðurinn. Mesti álagstími ársins fyrir starfsfólk. Sem þó, til viðbótar við að vinna mikið, er líka að undirbúa sín jól. Með tilheyrandi stússi. 9. desember 2022 07:00 Oft snúast kaup á vöru frekar um öryggistilfinningu en lægsta verðið „Mikilvægasta hlutverk vörumerkis er að fólk taki eftir því og muni eftir því. Það þýðir að vinnan við að byggja upp vörumerki þarf að vera löngu hafin áður en hin árlega auglýsingasturlun hefst í kringum jólin og allt það áreiti sem því fylgir,“ segir Kári Sævarsson, stofnandi TVIST auglýsingastofu um þær áherslur sem þurfa að vera hjá söluaðilum sem nú eru í óða önn að setja sig í stellingar til að selja sem mest fyrir jólin. 16. nóvember 2022 07:01 Fimm nauðsynlegar spurningar í desember Á mörgum vinnustöðum er álagið mikið í desember og á sumum stöðum hefur verið viðvarandi álag alltof lengi vegna Covid. En gleymum okkur ekki í streitu og álagi… 10. desember 2021 07:01 Að kúpla sig frá vinnu og streitu um jólin Þegar líður að jólum finnum við hvernig tilhlökkunin eykst eins og lítið fiðrildi í maganum. Vissulega þarf að gera klára margt fyrir jólin, bæði í vinnu og jólastússi. En síðan taka frídagarnir við og þá er um að gera að njóta. 21. desember 2020 07:01 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira
Fjölmargar rannsóknir sýna fram á þetta. Í einni þeirra, sem gerð var víðs vegar í Evrópu árið 2021, voru 25 milljónir verkefna vinnustaða skoðuð. Það sem kom í ljós var að afköstin voru hvað minnst í desembermánuði. Október var hins vegar afkastabesti mánuðurinn. Afköst í desember eru þó ekkert endilega lítil allan mánuðinn. Heldur er það einna helst síðasta vikan fyrir jól sem dregur verulega úr. Í breskri rannsókn frá árinu 2017, er þó talað um að hægagangurinn á vinnustöðum hefjist um miðjan desember. Því samkvæmt þeirri rannsókn sögðust 60% starfsfólks á vinnumarkaði vera með hugan við jólin um og uppúr miðjum desember. Þá er enn ein rannsóknin sem sýnir samanburð á milli mánaða með mældum árangri á markmiðum sem vinnustaðurinn ætlaði sér að ná yfir mánuðinn. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að vinnustaðir ná að klára um 25% markmiða sinna í desember, í samanburði við 35% markmiða sinna fyrir verkefni sett á haustmánuði. Ein lausn sem bent er á til að vinna með þessa staðreynd, er að vinnustaðir setji sér frekar markmið um að klára auðleysanleg eða frekar fljótunnin verkefni í desember, frekar en að ætla sér að ná stærri eða umfangsmeiri verkefnum í gegn. Þá er áhugavert að sjá að sambærilegar rannsóknir sýna Nóvember sem afkastaminni mánuð í Bandaríkjunum. Má ætla að það sé vegna þess að í Bandaríkjunum er Þakkargjörðarhátíðin í Nóvember að öllu jöfnu stærri hátíð hjá flestum en jólin. En eins og með allt þá eru undantekningar á reglunni og við minnum því á góðu ráðin fyrir vinnualkana að lesa fyrir jólin.
Vinnumarkaður Mannauðsmál Góðu ráðin Vinnustaðurinn Stjórnun Tengdar fréttir Að peppa upp dauðþreytt starfsfólk í desember Á mörgum stöðum er desember stærsti sölumánuðurinn. Mesti álagstími ársins fyrir starfsfólk. Sem þó, til viðbótar við að vinna mikið, er líka að undirbúa sín jól. Með tilheyrandi stússi. 9. desember 2022 07:00 Oft snúast kaup á vöru frekar um öryggistilfinningu en lægsta verðið „Mikilvægasta hlutverk vörumerkis er að fólk taki eftir því og muni eftir því. Það þýðir að vinnan við að byggja upp vörumerki þarf að vera löngu hafin áður en hin árlega auglýsingasturlun hefst í kringum jólin og allt það áreiti sem því fylgir,“ segir Kári Sævarsson, stofnandi TVIST auglýsingastofu um þær áherslur sem þurfa að vera hjá söluaðilum sem nú eru í óða önn að setja sig í stellingar til að selja sem mest fyrir jólin. 16. nóvember 2022 07:01 Fimm nauðsynlegar spurningar í desember Á mörgum vinnustöðum er álagið mikið í desember og á sumum stöðum hefur verið viðvarandi álag alltof lengi vegna Covid. En gleymum okkur ekki í streitu og álagi… 10. desember 2021 07:01 Að kúpla sig frá vinnu og streitu um jólin Þegar líður að jólum finnum við hvernig tilhlökkunin eykst eins og lítið fiðrildi í maganum. Vissulega þarf að gera klára margt fyrir jólin, bæði í vinnu og jólastússi. En síðan taka frídagarnir við og þá er um að gera að njóta. 21. desember 2020 07:01 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira
Að peppa upp dauðþreytt starfsfólk í desember Á mörgum stöðum er desember stærsti sölumánuðurinn. Mesti álagstími ársins fyrir starfsfólk. Sem þó, til viðbótar við að vinna mikið, er líka að undirbúa sín jól. Með tilheyrandi stússi. 9. desember 2022 07:00
Oft snúast kaup á vöru frekar um öryggistilfinningu en lægsta verðið „Mikilvægasta hlutverk vörumerkis er að fólk taki eftir því og muni eftir því. Það þýðir að vinnan við að byggja upp vörumerki þarf að vera löngu hafin áður en hin árlega auglýsingasturlun hefst í kringum jólin og allt það áreiti sem því fylgir,“ segir Kári Sævarsson, stofnandi TVIST auglýsingastofu um þær áherslur sem þurfa að vera hjá söluaðilum sem nú eru í óða önn að setja sig í stellingar til að selja sem mest fyrir jólin. 16. nóvember 2022 07:01
Fimm nauðsynlegar spurningar í desember Á mörgum vinnustöðum er álagið mikið í desember og á sumum stöðum hefur verið viðvarandi álag alltof lengi vegna Covid. En gleymum okkur ekki í streitu og álagi… 10. desember 2021 07:01
Að kúpla sig frá vinnu og streitu um jólin Þegar líður að jólum finnum við hvernig tilhlökkunin eykst eins og lítið fiðrildi í maganum. Vissulega þarf að gera klára margt fyrir jólin, bæði í vinnu og jólastússi. En síðan taka frídagarnir við og þá er um að gera að njóta. 21. desember 2020 07:01