Furðulegar áhyggjur formanns Gabríela Bryndís Ernudóttir skrifar 3. desember 2023 23:31 Formaður Lögmannafélags Íslands skrifar grein og fer í útvarpsviðtal, og áréttar að sem formaður þessa félags verði hann að minna okkur á að við megum ekki taka lögin í okkar hendur og eigum að virða samfélagslegan sáttmála um réttarkerfið í landinu. Ég er nú bara mjög ósammála því að fólk megi ekki mótmæla því að sjö barna móðir sé framseld í gæsluvarðhald og að börnin hennar þurfi að vera móðurlaus um jólin. Ég held nú að þessi börn hafi ekkert sérstaklega samþykkt þennan samfélagslega sáttmála sem formaðurinn vísar í. Reyndar má benda á að stjórnarskrá Íslands var aldeilis ekki samin af kvenfólki heldur. En það sem fór þó hvað mest fyrir brjóstið á mér, er að formaðurinn missti út úr sér í viðtalinu: "Hvað ef niðurstaðan í þessu máli, væri einfaldlega omvendt? Ef móðirin hefði fengið börnin og faðirinn væri að beita öllum þessum ráðum? Væri allt þetta fólk sömu skoðunar? Ég held bara ekki. Og þess vegna höfum við sett lög um þetta." Sem sagt, formaðurinn segist hafa áhyggjur af réttarríkinu, en virðist svo raunverulega vera ekki síður misboðið sem karlmanni. Hann hefur áhyggjur af því að ef faðir fyndi sig í sömu stöðu, fengi hann ekki sama stuðning. Ég get því ekki annað en spurt, veit formaðurinn um marga feður sem hafa verið framseldir frá Íslandi í mánaðarlangt gæsluvarðhald fyrir að vernda börnin sín? Veit hann um einhvern föður sem hefur verið fangelsaður fyrir svipað brot yfir höfuð? Veit hann um marga feður sem hafa verið gerðarþolar í aðfararmáli? Ég veit að svarið er nei, því ég þekki öll aðfararmál sem hafa átt sér stað á Íslandi síðastliðinn áratug eða meira, og í öllum tilvikum hefur gerðarþoli í framkvæmdri aðför verið móðir, og í öllum tilvikum voru móðir og börn þolendur ofbeldis föður. Þau börn sem orðin eru fullorðin í dag, halda sig enn við frásögn sína af ofbeldi. Rannsóknir sýna að líkur á því að móðir missi forsjá til föður aukast til muna, ef móðirin ásakar föðurinn um ofbeldi, og aukast enn meira ef faðirinn sakar móðurina á móti um tálmun. Kynbundið ofbeldi þrífst mjög vel í forsjármálum um allan heim, svo ég tel ástæðulaust að formaður Lögmannafélags Íslands mæti í útvarpsviðtal til að lýsa áhyggjum af ósanngjörnu viðhorfi til feðra í forsjármálum. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Formaður Lögmannafélags Íslands skrifar grein og fer í útvarpsviðtal, og áréttar að sem formaður þessa félags verði hann að minna okkur á að við megum ekki taka lögin í okkar hendur og eigum að virða samfélagslegan sáttmála um réttarkerfið í landinu. Ég er nú bara mjög ósammála því að fólk megi ekki mótmæla því að sjö barna móðir sé framseld í gæsluvarðhald og að börnin hennar þurfi að vera móðurlaus um jólin. Ég held nú að þessi börn hafi ekkert sérstaklega samþykkt þennan samfélagslega sáttmála sem formaðurinn vísar í. Reyndar má benda á að stjórnarskrá Íslands var aldeilis ekki samin af kvenfólki heldur. En það sem fór þó hvað mest fyrir brjóstið á mér, er að formaðurinn missti út úr sér í viðtalinu: "Hvað ef niðurstaðan í þessu máli, væri einfaldlega omvendt? Ef móðirin hefði fengið börnin og faðirinn væri að beita öllum þessum ráðum? Væri allt þetta fólk sömu skoðunar? Ég held bara ekki. Og þess vegna höfum við sett lög um þetta." Sem sagt, formaðurinn segist hafa áhyggjur af réttarríkinu, en virðist svo raunverulega vera ekki síður misboðið sem karlmanni. Hann hefur áhyggjur af því að ef faðir fyndi sig í sömu stöðu, fengi hann ekki sama stuðning. Ég get því ekki annað en spurt, veit formaðurinn um marga feður sem hafa verið framseldir frá Íslandi í mánaðarlangt gæsluvarðhald fyrir að vernda börnin sín? Veit hann um einhvern föður sem hefur verið fangelsaður fyrir svipað brot yfir höfuð? Veit hann um marga feður sem hafa verið gerðarþolar í aðfararmáli? Ég veit að svarið er nei, því ég þekki öll aðfararmál sem hafa átt sér stað á Íslandi síðastliðinn áratug eða meira, og í öllum tilvikum hefur gerðarþoli í framkvæmdri aðför verið móðir, og í öllum tilvikum voru móðir og börn þolendur ofbeldis föður. Þau börn sem orðin eru fullorðin í dag, halda sig enn við frásögn sína af ofbeldi. Rannsóknir sýna að líkur á því að móðir missi forsjá til föður aukast til muna, ef móðirin ásakar föðurinn um ofbeldi, og aukast enn meira ef faðirinn sakar móðurina á móti um tálmun. Kynbundið ofbeldi þrífst mjög vel í forsjármálum um allan heim, svo ég tel ástæðulaust að formaður Lögmannafélags Íslands mæti í útvarpsviðtal til að lýsa áhyggjum af ósanngjörnu viðhorfi til feðra í forsjármálum. Höfundur er sálfræðingur.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun