Hvenær er maður dáinn? Umdeild aðferð klýfur læknasamfélagið í Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. desember 2023 06:18 Er maður dáinn ef hjartað fer að slá á ný og það þarf að klemma á æðarnar til heilans til að koma í veg fyrir heilastarfsemi? Ný aðferð vekur áleitnar spurningar, ekki síst þar sem líffæragjafakerfið allt byggir á trausti almennings. Getty „Það er óhugnanlegt að gera þetta,“ segir hjartaskurðlæknirinn V. Eric Thompson, um nýja aðferð við líffæraflutninga sem sérfræðingar vestanhafs deila nú hart um. Ummælin lét Thompson, sem einnig er sérfræðingur í líffæraígræðslum, falla í pallborðsumræðum um aðferðina við Yale School of Medicine. Við sama tilefni sagði Robert Truog, lífsiðfræðingur við Harvard Medical School, að aðferðin myndi fjölga gjafalíffærum en siðferðilegum og lagalegum spurningum væri ósvarað. Hingað til hafa flest gjafahjörtu verið fengin frá gjöfum sem hafa verið úrskurðaði heiladauðir, oft eftir alvarleg slys. Engin heilastarfsemi er til staðar en líkamanum er haldið gangandi þar til hægt er að sækja líffærin sem viðkomandi eða nákomnir honum hafa samþykkt að gefa. Nýja aðferðin er bundin við annan hóp sjúklinga; sjúklinga sem eru í dauðadái og sem aðstandendur hafa samþykkt að leyfa að deyja þar sem vonin á bata er nánast engin. Venjulega fer það ferli fram þannig að allri aðstoð við sjúklinginn er hætt, til að mynda öndunaraðstoð, og hann úrskurðaður látinn þegar hjartað hættir að slá. Í umræddum tilvikum hefur hingað til sárasjaldan verið hægt að nota hjartað úr viðkomandi, þar sem það er yfirleitt skemmt vegna súrefnisskorts. Nú hafa skurðlæknar hins vegar komist að því að hægt er að varðveita hjartað með því að koma því aftur af stað eftir að sjúklingurinn hefur verið úrskurðaður látinn. Margir heilbrigðisstarfsmenn og siðfræðingar hafa hins vegar bent á tvennt. Annars vegar segja þeir aðferðina kollvarpa skilgreiningunni á dauða, sem hefur verið á þann veg að manneskja sé látinn þegar hjartað hefur hætt að starfa í eitt skipti fyrir öll. Með því að koma blóðrásinni og hjartanu aftur í gang sé þessi skilgreining úreld. Þá gera þeir alvarlegar athugasemdir við hitt; að þegar hjartanu er aftur komið í gang er klemmt á æðar sem liggja til heilans til að koma í veg fyrir heilastarfsemi. Vilja sumir meina að þetta skref í ferlinu sé í raun viðurkenning á því að viðkomandi sé alls ekki látinn. Vestanahafs er aðgerðin kölluð N.R.P., sem stendur fyrir „normothermic regional perfusion“.Getty Gaslýsing eða raunveruleikaflótti? Samkvæmt umfjöllun New York Times eru NYU Langone og Vanderbilt Medical Center í Nashville meðal þeirra heilbrigðisstofnana sem hafa grætt hjarta í líffæraþega eftir að hafa beitt umræddri aðferð. Hún hefur verið notuð nærri 30 sinnum á NYU Langone. Aðrir hafa hins vegar sett sig alfarið upp á móti henni, til að mynda læknasamtökin American College of Physicians, sem segja skrefið við að klemma fyrir æðarnar til heilans ganga gegn einu helsta borðorði líffæragjafa; að líffæragjöf megi ekki vera ástæða dauða gjafans. „Ég hef dálitlar áhyggjur af því að meðal sérfræðinga í líffæraflutningum sé ákveðin gaslýsing í gangi gagnvart almenningi,“ sagði Truog í pallborðinu við Yale. Nader Moazami, sem framkvæmdi fyrstu aðgerðina við NYU Langone, sakar siðfræðinga hins vegar um að setja sig á háan hest. „Þið getið setið á skrifstofunum ykkar og haft áhyggjur af siðfræðinni en þið hafið aldrei þurft að ganga inn í herbergi og standa andspænis sjúklingi sem er að deyja og fjölskyldu hans, sjúklingi sem hefur beðið eftir líffæri og mun ekki fá líffæri og mun deyja,“ segir Moazami. Sumir andstæðingar aðferðarinnar hafa gert því skóna að mögulega sé hægt að sækja þá til saka sem beita henni, þar sem þeir séu vísvitandi að tryggja dauða sjúklingsins með því að skerða blóðflæðið til heilans. Um það bil 103 þúsund manns eru á biðlista eftir líffæri í Bandaríkjunum og af þeim deyja sautján á hverjum degi. Flestir eru að bíða eftir nýra eða lifur en á hverju ári deyja um 20 prósent þeirra sem bíða eftir hjarta eða verða of veikir til að uppfylla skilyrði fyrir líffæragjöf. Samkvæmt upplýsingum frá Þórdísi Jónu Hrafnkelsdóttur, umsjónarlækni hjartaígræðslna á Landspítalanum, hefur eingöngu tíðkast hérlendis að sækja líffæri hjá þeim sem hafa verið úrskurðaðir heiladauðir. Hún segist ekki hafa orðið vör við umræðu um að taka aðferðina upp hér á landi. Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef New York Times. Líffæragjöf Bandaríkin Heilbrigðismál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Ummælin lét Thompson, sem einnig er sérfræðingur í líffæraígræðslum, falla í pallborðsumræðum um aðferðina við Yale School of Medicine. Við sama tilefni sagði Robert Truog, lífsiðfræðingur við Harvard Medical School, að aðferðin myndi fjölga gjafalíffærum en siðferðilegum og lagalegum spurningum væri ósvarað. Hingað til hafa flest gjafahjörtu verið fengin frá gjöfum sem hafa verið úrskurðaði heiladauðir, oft eftir alvarleg slys. Engin heilastarfsemi er til staðar en líkamanum er haldið gangandi þar til hægt er að sækja líffærin sem viðkomandi eða nákomnir honum hafa samþykkt að gefa. Nýja aðferðin er bundin við annan hóp sjúklinga; sjúklinga sem eru í dauðadái og sem aðstandendur hafa samþykkt að leyfa að deyja þar sem vonin á bata er nánast engin. Venjulega fer það ferli fram þannig að allri aðstoð við sjúklinginn er hætt, til að mynda öndunaraðstoð, og hann úrskurðaður látinn þegar hjartað hættir að slá. Í umræddum tilvikum hefur hingað til sárasjaldan verið hægt að nota hjartað úr viðkomandi, þar sem það er yfirleitt skemmt vegna súrefnisskorts. Nú hafa skurðlæknar hins vegar komist að því að hægt er að varðveita hjartað með því að koma því aftur af stað eftir að sjúklingurinn hefur verið úrskurðaður látinn. Margir heilbrigðisstarfsmenn og siðfræðingar hafa hins vegar bent á tvennt. Annars vegar segja þeir aðferðina kollvarpa skilgreiningunni á dauða, sem hefur verið á þann veg að manneskja sé látinn þegar hjartað hefur hætt að starfa í eitt skipti fyrir öll. Með því að koma blóðrásinni og hjartanu aftur í gang sé þessi skilgreining úreld. Þá gera þeir alvarlegar athugasemdir við hitt; að þegar hjartanu er aftur komið í gang er klemmt á æðar sem liggja til heilans til að koma í veg fyrir heilastarfsemi. Vilja sumir meina að þetta skref í ferlinu sé í raun viðurkenning á því að viðkomandi sé alls ekki látinn. Vestanahafs er aðgerðin kölluð N.R.P., sem stendur fyrir „normothermic regional perfusion“.Getty Gaslýsing eða raunveruleikaflótti? Samkvæmt umfjöllun New York Times eru NYU Langone og Vanderbilt Medical Center í Nashville meðal þeirra heilbrigðisstofnana sem hafa grætt hjarta í líffæraþega eftir að hafa beitt umræddri aðferð. Hún hefur verið notuð nærri 30 sinnum á NYU Langone. Aðrir hafa hins vegar sett sig alfarið upp á móti henni, til að mynda læknasamtökin American College of Physicians, sem segja skrefið við að klemma fyrir æðarnar til heilans ganga gegn einu helsta borðorði líffæragjafa; að líffæragjöf megi ekki vera ástæða dauða gjafans. „Ég hef dálitlar áhyggjur af því að meðal sérfræðinga í líffæraflutningum sé ákveðin gaslýsing í gangi gagnvart almenningi,“ sagði Truog í pallborðinu við Yale. Nader Moazami, sem framkvæmdi fyrstu aðgerðina við NYU Langone, sakar siðfræðinga hins vegar um að setja sig á háan hest. „Þið getið setið á skrifstofunum ykkar og haft áhyggjur af siðfræðinni en þið hafið aldrei þurft að ganga inn í herbergi og standa andspænis sjúklingi sem er að deyja og fjölskyldu hans, sjúklingi sem hefur beðið eftir líffæri og mun ekki fá líffæri og mun deyja,“ segir Moazami. Sumir andstæðingar aðferðarinnar hafa gert því skóna að mögulega sé hægt að sækja þá til saka sem beita henni, þar sem þeir séu vísvitandi að tryggja dauða sjúklingsins með því að skerða blóðflæðið til heilans. Um það bil 103 þúsund manns eru á biðlista eftir líffæri í Bandaríkjunum og af þeim deyja sautján á hverjum degi. Flestir eru að bíða eftir nýra eða lifur en á hverju ári deyja um 20 prósent þeirra sem bíða eftir hjarta eða verða of veikir til að uppfylla skilyrði fyrir líffæragjöf. Samkvæmt upplýsingum frá Þórdísi Jónu Hrafnkelsdóttur, umsjónarlækni hjartaígræðslna á Landspítalanum, hefur eingöngu tíðkast hérlendis að sækja líffæri hjá þeim sem hafa verið úrskurðaðir heiladauðir. Hún segist ekki hafa orðið vör við umræðu um að taka aðferðina upp hér á landi. Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef New York Times.
Líffæragjöf Bandaríkin Heilbrigðismál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent