„Óli stóð upp úr“ en sagðist ekki of góður: „Það er kjaftæði“ Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2023 09:30 Ólafur Ólafsson og Haraldur Birgisson sigurreifir með verðlaunagripinn sinn. Stöð 2 Sport „Ég hef aldrei unnið í úrvalsdeildinni,“ sagði körfuknattleiksmaðurinn Ólafur Ólafsson laufléttur í bragði eftir að hafa reynst sannkallaður senuþjófur í Stjörnupílunni á Bullseye um helgina. Mótið var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöld en þetta er annað árið sem Stjörnupílan fer fram. Þar keppa pör skipuð einum reyndum pílukastara og svo frægum einstaklingi. Ólafur og Haraldur Birgisson fögnuðu saman sigri á mótinu, eftir æsispennandi úrslitaleik gegn knattspyrnumanninum Höskuldi Gunnlaugssyni og Hallgrími Egilssyni. Ólafur hóf úrslitaleikinn frábærlega með því að ná 140, og hann sá einnig um að klára oddalegginn með því að hitta í 16, en þeir keppendur sem eru ekki pílukastarar þurftu ekki að hitta í tvöfaldan reit til að klára legg. Klippa: Úrslitin í Stjörnupílunni „Aðeins að láta menn heyra það“ Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan var létt yfir Ólafi og Haraldi eftir sigurinn. Andri Már Eggertsson benti á að Ólafur hefði verið duglegur að hafa áhrif á andstæðingana með því að tala við þá, og spurði hvort það væri eitthvað sem hann væri vanur úr körfuboltanum: „Já, já, allan daginn. Bara láta menn heyra það. Þetta myndi ekki ganga upp í venjulegri pílu en ég var aðeins svona að láta menn heyra það. Bara gaman af því,“ sagði Ólafur. Makkerinn hans var hæstánægður: „Geggjuð tilfinning. Ég var að hefna mín eftir tapið í gær. Við vorum með salinn með okkur. Óli var með salinn með okkur. Geggjaður stuðningur. Við fórum bara auðveldlega með þetta,“ sagði Haraldur sem keppti á úrslitakvöldi Úrvalsdeildarinnar á föstudagskvöld en þar stóð fyrrnefndur Hallgrímur, Halli E, uppi sem sigurvegari. „Ég var svolítið ósáttur í gær en þetta vegur vel upp á móti,“ sagði Haraldur. Andri fullyrti að Ólafur hefði átt tilþrif kvöldsins í Stjörnupílunni þegar hann hóf úrslitaleikinn á að hitta 140: „Það eru allir að segja að ég sé svo góður í þessu en þetta er í raun bara eins og að taka víti. Eins og Pétur Guðmundsson sagði við okkur, þú þarft bara að fylgja eftir. Þegar pílan fer í þrefalda reitinn þá miða ég bara á píluna… Þetta er bara grís,“ sagði Ólafur hógvær. Einn af andstæðingunum sem hann sló út, Rikki G., sagði að Ólafur væri einfaldlega ekki rétt flokkaður því hann væri of góður í pílukasti: „Það er kjaftæði. Hann hitti fleiri þrefalda reiti á móti mér. Það er bara geggjað að fá að taka þátt í þessu, í geggjaðri stemningu,“ sagði Ólafur og Haraldur hrósaði honum í hástert: „Óli stóð upp úr. „Clutch player“ sem kláraði þetta allt þegar við þurftum á því að halda. Geggjaður.“ Pílukast Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fleiri fréttir Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Sjá meira
Mótið var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöld en þetta er annað árið sem Stjörnupílan fer fram. Þar keppa pör skipuð einum reyndum pílukastara og svo frægum einstaklingi. Ólafur og Haraldur Birgisson fögnuðu saman sigri á mótinu, eftir æsispennandi úrslitaleik gegn knattspyrnumanninum Höskuldi Gunnlaugssyni og Hallgrími Egilssyni. Ólafur hóf úrslitaleikinn frábærlega með því að ná 140, og hann sá einnig um að klára oddalegginn með því að hitta í 16, en þeir keppendur sem eru ekki pílukastarar þurftu ekki að hitta í tvöfaldan reit til að klára legg. Klippa: Úrslitin í Stjörnupílunni „Aðeins að láta menn heyra það“ Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan var létt yfir Ólafi og Haraldi eftir sigurinn. Andri Már Eggertsson benti á að Ólafur hefði verið duglegur að hafa áhrif á andstæðingana með því að tala við þá, og spurði hvort það væri eitthvað sem hann væri vanur úr körfuboltanum: „Já, já, allan daginn. Bara láta menn heyra það. Þetta myndi ekki ganga upp í venjulegri pílu en ég var aðeins svona að láta menn heyra það. Bara gaman af því,“ sagði Ólafur. Makkerinn hans var hæstánægður: „Geggjuð tilfinning. Ég var að hefna mín eftir tapið í gær. Við vorum með salinn með okkur. Óli var með salinn með okkur. Geggjaður stuðningur. Við fórum bara auðveldlega með þetta,“ sagði Haraldur sem keppti á úrslitakvöldi Úrvalsdeildarinnar á föstudagskvöld en þar stóð fyrrnefndur Hallgrímur, Halli E, uppi sem sigurvegari. „Ég var svolítið ósáttur í gær en þetta vegur vel upp á móti,“ sagði Haraldur. Andri fullyrti að Ólafur hefði átt tilþrif kvöldsins í Stjörnupílunni þegar hann hóf úrslitaleikinn á að hitta 140: „Það eru allir að segja að ég sé svo góður í þessu en þetta er í raun bara eins og að taka víti. Eins og Pétur Guðmundsson sagði við okkur, þú þarft bara að fylgja eftir. Þegar pílan fer í þrefalda reitinn þá miða ég bara á píluna… Þetta er bara grís,“ sagði Ólafur hógvær. Einn af andstæðingunum sem hann sló út, Rikki G., sagði að Ólafur væri einfaldlega ekki rétt flokkaður því hann væri of góður í pílukasti: „Það er kjaftæði. Hann hitti fleiri þrefalda reiti á móti mér. Það er bara geggjað að fá að taka þátt í þessu, í geggjaðri stemningu,“ sagði Ólafur og Haraldur hrósaði honum í hástert: „Óli stóð upp úr. „Clutch player“ sem kláraði þetta allt þegar við þurftum á því að halda. Geggjaður.“
Pílukast Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fleiri fréttir Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Sjá meira