„Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar þáttarins taka afstöðu til og rökstyðja svo svar sitt.
„Devin Booker er besti skotbakvörður deildarinnar“
„Ég er búinn að hugsa þetta í allan dag og ég ætla að segja nei,“ sagði Tómas áður en hann lýsti því yfir að ákveðinn leikmaður Minnesota Timberwolves væri besti skotbakvörður NBA-deildarinnar.
„Booker er meira búinn að vera í ásnum,“ bætti Tómas við.
Sigurður Orri var ósammála Tómasi og taldi Booker betri en téðan leikmann úr Úlfunum.
„Umræðan er á milli þeirra í dag, sem er bara skemmtilegt. Booker er kominn með ótrúlegt vopnabúr, orðinn allt annar varnarmaður, tekur ábyrgð sóknarlega og setur leikinn upp líka.“
Þá voru sérfræðingarnir spurðir hvor væri betri, Booker eða Jayson Tatum í Boston Celtics. Þar hölluðust þeir að manninum sem spilar oftast nær í grænu.
„Oklahoma City Thunder er einum góðum leikmanni frá því að vera meistarakandídat“
„Já. Taka kistuna, einn svona langur. Ef Paul George hefði ekki einu sinni verið þarna og þvingað sér í burtu myndi ég segja að hann væri sú týpa. Vængur sem dekkað stórar stöður,“ sagði Sigurður Orri.
Hvorki Sigurður Orri né Tómas vilja sjá DeMar DeRozan eða Zach Lavine í OKC.Á endanum stakk Tómas upp á Pascal Siakam.
Aðrar fullyrðingar að þessu sinni voru „J.B. Bickerstaff verður fyrsti þjálfarinn til að vera rekinn“ og „Los Angeles Clippers þarf að sprengja upp liðið.“
„Nei eða Já“ má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.