Ógn og öryggi í Vesturbæ Halla Helgadóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir og Auður Karítas Ásgeirsdóttir skrifa 5. desember 2023 11:00 Íbúar á Íslandi og í Reykjavík búa við þau miklu, en alls ekki sjálfsögðu, lífsgæði að hér ríkir öryggi, traust, jafnræði, frelsi og ekki síst sakleysi. Þessi gæði eru mikill auður sem við verðum öll að standa vörð um. Bandaríska sendiráðið hefur sótt um leyfi til Reykjavíkurborgar til að ráðast í miklar breytingar á húsi við Sólvallagötu 14 sem fjöldi íbúa í Vesturbæ og víðar í borginni hafa áhyggjur af. Íbúar draga í efa að starfsemin sem fara á fram í húsinu flokkist undir heimilisrekstur í ljósi umfangs og eðlis þeirra öryggisvarna sem fyrirhugaðar eru. Breytingarnar sem sótt er um munu hafa óafturkræf áhrif á hverfisanda, öryggi, traust og jafnræði, auk þess sem þær munu vega að friðhelgi einkalífs nágranna, verði þær samþykktar. Kjarni málsins er að starfsemin sem fara á fram í húsinu fellur alls ekki að friðsælu og þéttbýlu íbúðahverfi. Bandaríska sendiráðið telur þörf á miklum og áberandi öryggisvörnum til að verjast aðsteðjandi vá. Það er í sjálfu sér ógn við aðra íbúa, hverfið allt og fullgild rök til að leyfa alls ekki breytingarnar: Aðstaða fyrir varðmenn við húsið. Sólarhringsviðvera varðmanna á lóð hússins, sem kunna að verða vopnaðir. Hvíldaraðstaða fyrir varðmenn í aukahæð sem byggja á ofan á bílskúr á lóðinni. Framkvæmd sem hefur slæmt fordæmisgildi og yrði aldrei leyfð öðrum íbúum. Hátt öryggisstálgrindverk í kring um lóðina sem mun breyta varanlega ásýnd og anda hverfisins. Yfirgnæfandi líkur á að öryggiskröfur sendiráðsins kalli síðar á frekari mannvirki og öryggisvörslu. Greinilegt er af fyrirhuguðum öryggisviðbúnaði að talið er að sendiherra og bústaðnum sé ógnað á þessum stað, sem er í þéttri, friðsælli íbúðabyggð. Þess vegna er eðlilegast að Reykjavíkurborg aðstoði fulltrúa sendiráðsins við að finna farsæla lausn, sem tryggir sendiherranum öryggi, án þess að skerða öryggi og lífsgæði annarra. Miðað við þessar kröfur til öryggisviðbúnaðar verður það best gert með því að finna stað þar sem almennir borgarar verða hvorki fyrir ónæði né ógn af starfsemi í bústað sendiherrans. Það var íbúum hverfisins ákveðinn léttir að umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar um fyrirhugaðar breytingar á húsi og lóð mælir gegn því að heimila byggingu vakthúss fremst á lóð Sólvallagötu 14, enda fjarstæðukennd framkvæmd í íbúðahverfi. En það veldur vonbrigðum að umsögnin er ekki afgerandi gagnvart heildaráhrifum breytinganna. Ekkert mat er lagt á þá ógn og ónæði sem af starfsemi sendiherrabústaðarins getur stafað né alvarleg áhrif á öryggi íbúa, almennra borgara og hverfisanda. Það vekur ugg að ekki sé horft á alvarleika málsins í heild og að skipulagsfulltrúi borgarinnar virðist ekki skoða heildstætt áhrif þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru á lóðinni sem tengjast öryggisvörnum. Áformaðar breytingar á húsi og lóð vegna sendiherrabústaðarins eru bæði það umfangsmiklar og þess eðlis að meta þarf hvort starfsemi sem kallar á þennan viðbúnað falli yfir höfuð að íbúðabyggð. Húsið er mjög áberandi og inni í miðju hverfinu þar sem garðurinn snýr fram í götuna og allar breytingar verða mjög sýnilegar. Hverfið er friðsælt íbúðahverfi, þar sem fólk býr mun þéttar en virðist við fyrstu sýn, fjöldi barna er á ferð og úti að leika sér og fjölskyldur telja sig fullkomlega öruggar. Landakotsskóli er steinsnar frá húsinu með hátt í 400 nemendur á aldrinum 5-16 ára af öllum þjóðernum. Hússtjórnarskólinn er við hliðina á húsinu og hjúkrunarheimilið Grund með um 200 íbúa rétt hjá. Verslunin Kjötborg er skammt frá og dregur að sér fólk víða að, oft einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Landakotsspítali er handan túnsins og Landakotskirkja er fjölsótt af fjölþjóðlegum hópi. Það er því fjölmennur og fjölbreyttur hópur fólks sem heldur til og leggur leið sína um hverfið. Reykjavík er friðsæl borg og ásýnd hennar í samræmi við það. Borgaryfirvöld verða að gæta hagsmuna borgarbúa og standa vörð um öryggi þeirra, traust og sakleysi. Fulltrúar íbúa hverfisins, Halla HelgadóttirSigríður MagnúsdóttirÁsdís Hlökk TheodórsdóttirAuður Karítas Ásgeirsdóttir Þann 30. nóvember síðastliðinn var tölvupóstur þessa efnis sendur á alla borgarfulltrúa og embættismenn umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar auk Íbúaráðs Vesturbæjar, en um 80 íbúar úr hverfinu skrifuðu undir bréfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Helgadóttir Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Sendiráð á Íslandi Skipulag Reykjavík Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Íbúar á Íslandi og í Reykjavík búa við þau miklu, en alls ekki sjálfsögðu, lífsgæði að hér ríkir öryggi, traust, jafnræði, frelsi og ekki síst sakleysi. Þessi gæði eru mikill auður sem við verðum öll að standa vörð um. Bandaríska sendiráðið hefur sótt um leyfi til Reykjavíkurborgar til að ráðast í miklar breytingar á húsi við Sólvallagötu 14 sem fjöldi íbúa í Vesturbæ og víðar í borginni hafa áhyggjur af. Íbúar draga í efa að starfsemin sem fara á fram í húsinu flokkist undir heimilisrekstur í ljósi umfangs og eðlis þeirra öryggisvarna sem fyrirhugaðar eru. Breytingarnar sem sótt er um munu hafa óafturkræf áhrif á hverfisanda, öryggi, traust og jafnræði, auk þess sem þær munu vega að friðhelgi einkalífs nágranna, verði þær samþykktar. Kjarni málsins er að starfsemin sem fara á fram í húsinu fellur alls ekki að friðsælu og þéttbýlu íbúðahverfi. Bandaríska sendiráðið telur þörf á miklum og áberandi öryggisvörnum til að verjast aðsteðjandi vá. Það er í sjálfu sér ógn við aðra íbúa, hverfið allt og fullgild rök til að leyfa alls ekki breytingarnar: Aðstaða fyrir varðmenn við húsið. Sólarhringsviðvera varðmanna á lóð hússins, sem kunna að verða vopnaðir. Hvíldaraðstaða fyrir varðmenn í aukahæð sem byggja á ofan á bílskúr á lóðinni. Framkvæmd sem hefur slæmt fordæmisgildi og yrði aldrei leyfð öðrum íbúum. Hátt öryggisstálgrindverk í kring um lóðina sem mun breyta varanlega ásýnd og anda hverfisins. Yfirgnæfandi líkur á að öryggiskröfur sendiráðsins kalli síðar á frekari mannvirki og öryggisvörslu. Greinilegt er af fyrirhuguðum öryggisviðbúnaði að talið er að sendiherra og bústaðnum sé ógnað á þessum stað, sem er í þéttri, friðsælli íbúðabyggð. Þess vegna er eðlilegast að Reykjavíkurborg aðstoði fulltrúa sendiráðsins við að finna farsæla lausn, sem tryggir sendiherranum öryggi, án þess að skerða öryggi og lífsgæði annarra. Miðað við þessar kröfur til öryggisviðbúnaðar verður það best gert með því að finna stað þar sem almennir borgarar verða hvorki fyrir ónæði né ógn af starfsemi í bústað sendiherrans. Það var íbúum hverfisins ákveðinn léttir að umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar um fyrirhugaðar breytingar á húsi og lóð mælir gegn því að heimila byggingu vakthúss fremst á lóð Sólvallagötu 14, enda fjarstæðukennd framkvæmd í íbúðahverfi. En það veldur vonbrigðum að umsögnin er ekki afgerandi gagnvart heildaráhrifum breytinganna. Ekkert mat er lagt á þá ógn og ónæði sem af starfsemi sendiherrabústaðarins getur stafað né alvarleg áhrif á öryggi íbúa, almennra borgara og hverfisanda. Það vekur ugg að ekki sé horft á alvarleika málsins í heild og að skipulagsfulltrúi borgarinnar virðist ekki skoða heildstætt áhrif þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru á lóðinni sem tengjast öryggisvörnum. Áformaðar breytingar á húsi og lóð vegna sendiherrabústaðarins eru bæði það umfangsmiklar og þess eðlis að meta þarf hvort starfsemi sem kallar á þennan viðbúnað falli yfir höfuð að íbúðabyggð. Húsið er mjög áberandi og inni í miðju hverfinu þar sem garðurinn snýr fram í götuna og allar breytingar verða mjög sýnilegar. Hverfið er friðsælt íbúðahverfi, þar sem fólk býr mun þéttar en virðist við fyrstu sýn, fjöldi barna er á ferð og úti að leika sér og fjölskyldur telja sig fullkomlega öruggar. Landakotsskóli er steinsnar frá húsinu með hátt í 400 nemendur á aldrinum 5-16 ára af öllum þjóðernum. Hússtjórnarskólinn er við hliðina á húsinu og hjúkrunarheimilið Grund með um 200 íbúa rétt hjá. Verslunin Kjötborg er skammt frá og dregur að sér fólk víða að, oft einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Landakotsspítali er handan túnsins og Landakotskirkja er fjölsótt af fjölþjóðlegum hópi. Það er því fjölmennur og fjölbreyttur hópur fólks sem heldur til og leggur leið sína um hverfið. Reykjavík er friðsæl borg og ásýnd hennar í samræmi við það. Borgaryfirvöld verða að gæta hagsmuna borgarbúa og standa vörð um öryggi þeirra, traust og sakleysi. Fulltrúar íbúa hverfisins, Halla HelgadóttirSigríður MagnúsdóttirÁsdís Hlökk TheodórsdóttirAuður Karítas Ásgeirsdóttir Þann 30. nóvember síðastliðinn var tölvupóstur þessa efnis sendur á alla borgarfulltrúa og embættismenn umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar auk Íbúaráðs Vesturbæjar, en um 80 íbúar úr hverfinu skrifuðu undir bréfið.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun