Forystufólk ASÍ og SA segir alla þurfa að leggjast á eitt Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2023 19:21 Forystufólk Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins er sammála um að gera eigi nýja langtíma kjarasamninga sem skapi stöðugleika og stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Nú eru átta vikur þar til gildandi skammtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út. Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir stjórnvöld eiga að leiða stjórn efnahagsmála í stað þess að bíða eftir niðurstöðu kjarasamninga og sýna gott fordæmi með hækkun vaxta- og barnabóta. Forystufólk ASÍ og SA mega hvorugt hugsa til þess ef ekki tekst að ná samstöðu um aðgerðir til að ná niður verðbólgu. Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir stjórnvöld verða að fara á undan með góðu fordæmi í stað þess að bíða eftir gerð kjarasamninga.Vísir/Vilhelm „Það er töluvert margt í húfi. Það er að verðbólgan verði áframhaldandi og verðbólgan gerir ekkert annað en éta undan samfélaginu í heild sinni. Ég held að sá möguleiki að þetta takist ekki er eiginlega ekki í boði,“ sagði Finnbjörn í Pallborðinu. Sigríður Margrét segir ekki hægt að humma stöðu mála fram af sér. Sigríður Margrét Oddsdóttir segir þann tíma liðinn að öllum hækkunum sé hleypt út í verðlagið.Vísir/Vilhelm „Það liggur alveg fyrir. Ég er algerlega sammála Finnbirni hvað þetta varðar. Það er gríðarlega mikið í húfi og það er ákall bæði frá bæði einstaklingum og fyrirtækjunum í landinu um að við brjótumst út úr þessum vítahring sem við erum föst í,“ sagði Sigríður Margrét. „Það er búið að tefja okkur svolítið núna þetta ábyrgðarleysi sem við viljum meina að sé hjá þeim aðilum sem eiga að halda uppi stöðugleika hérna. Þeir eru alltaf að bíða eftir okkur. Það eru þeir sem eiga að halda uppi stöðugleikanum og þeir eiga að sýna á spilin hjá sér,“ sagði forseti ASÍ. Sigríður Margrét alla þurfa að leggja sitt að mörkum. „Ef við ætlum okkur raunverulega að brjótast út úr þessum vítahring þurfum við að læra að tala um tölur upp á nýtt. Sá tími þar sem umhugsunarlaust menn hækka laun eða veltir einhverju út í verðlagið; hann er liðinn,“ sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir. Hér má sjá Pallborðið í heild. Pallborðið Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Atvinnurekendur ASÍ Tengdar fréttir Ríkið verði að sýna á spilin Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóra SA og Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ mættust í Pallborði Vísis og fóru yfir komandi samnininga. 5. desember 2023 16:20 Afdrifaríkar átta vikur framundan Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. 5. desember 2023 13:33 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir stjórnvöld eiga að leiða stjórn efnahagsmála í stað þess að bíða eftir niðurstöðu kjarasamninga og sýna gott fordæmi með hækkun vaxta- og barnabóta. Forystufólk ASÍ og SA mega hvorugt hugsa til þess ef ekki tekst að ná samstöðu um aðgerðir til að ná niður verðbólgu. Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir stjórnvöld verða að fara á undan með góðu fordæmi í stað þess að bíða eftir gerð kjarasamninga.Vísir/Vilhelm „Það er töluvert margt í húfi. Það er að verðbólgan verði áframhaldandi og verðbólgan gerir ekkert annað en éta undan samfélaginu í heild sinni. Ég held að sá möguleiki að þetta takist ekki er eiginlega ekki í boði,“ sagði Finnbjörn í Pallborðinu. Sigríður Margrét segir ekki hægt að humma stöðu mála fram af sér. Sigríður Margrét Oddsdóttir segir þann tíma liðinn að öllum hækkunum sé hleypt út í verðlagið.Vísir/Vilhelm „Það liggur alveg fyrir. Ég er algerlega sammála Finnbirni hvað þetta varðar. Það er gríðarlega mikið í húfi og það er ákall bæði frá bæði einstaklingum og fyrirtækjunum í landinu um að við brjótumst út úr þessum vítahring sem við erum föst í,“ sagði Sigríður Margrét. „Það er búið að tefja okkur svolítið núna þetta ábyrgðarleysi sem við viljum meina að sé hjá þeim aðilum sem eiga að halda uppi stöðugleika hérna. Þeir eru alltaf að bíða eftir okkur. Það eru þeir sem eiga að halda uppi stöðugleikanum og þeir eiga að sýna á spilin hjá sér,“ sagði forseti ASÍ. Sigríður Margrét alla þurfa að leggja sitt að mörkum. „Ef við ætlum okkur raunverulega að brjótast út úr þessum vítahring þurfum við að læra að tala um tölur upp á nýtt. Sá tími þar sem umhugsunarlaust menn hækka laun eða veltir einhverju út í verðlagið; hann er liðinn,“ sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir. Hér má sjá Pallborðið í heild.
Pallborðið Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Atvinnurekendur ASÍ Tengdar fréttir Ríkið verði að sýna á spilin Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóra SA og Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ mættust í Pallborði Vísis og fóru yfir komandi samnininga. 5. desember 2023 16:20 Afdrifaríkar átta vikur framundan Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. 5. desember 2023 13:33 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Ríkið verði að sýna á spilin Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóra SA og Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ mættust í Pallborði Vísis og fóru yfir komandi samnininga. 5. desember 2023 16:20
Afdrifaríkar átta vikur framundan Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. 5. desember 2023 13:33