„Það á enginn að þurfa að bera sorgir sínar og raunir út á torg“ Bjarki Sigurðsson skrifar 9. desember 2023 19:14 Dagbjört Ósk Steindórsdóttir og Gunnar Ingi Valgeirsson voru meðal þeirra sem skipulögðu mótmælin. Vísir/Steingrímur Dúi Aðstandendur fíkla boðuðu til mótmæla á Austurvelli í dag. Fluttar voru kröftugar ræður og kröfðust mótmælendur breytinga í kerfinu. Baulað var á heilbrigðisráðherra sem var þó ekki á staðnum. Mótmælin voru skipulögð af nýstofnuðum samtökum aðstandenda og fíknisjúkra. Krafa skipuleggjenda var sú að stjórnvöld hættu að hunsa þann vanda sem fíknisjúkdómurinn er í íslensku samfélagi og að sett verði upp ríkisrekin afeitrunarstöð. Meðal ræðumanna voru Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar, Inga Sæland formaður Flokks fólksins og Geir Ólafsson söngvari. Gestir lögðu rósir við tröppur Alþingishússins til þess að minnast ástvina sem þeir höfðu misst vegna fíknisjúkdóms. Rósir voru lagðar á tröppurnar við Alþingishúsið.Vísir/Steingrímur Dúi „Það eru búnar að vera flottar ræður sem koma inn á mjög marga hluti. Eins og með bílslysin. Ef við værum að missa áttatíu til hundrað í bílslysum á ári væri búið að setja tugi milljarða í að laga það. En við erum að missa þennan fjölda úr fíknisjúkdómum og það er ekki verið að gera neitt nema að skera niður. Það er kominn tími til að stjórnvöld beri ábyrgð,“ segir Gunnar Ingi Valgeirsson, einn skipuleggjenda mótmælanna. Önnur sem skipulagði mótmælin segir ræðurnar hafa verið kröftugar. Hún sjálf á son sem glímir við fíknisjúkdóm. Klippa: Krefjast aðgerða „Ég er búin að hlusta hérna á móður sem er búin að berjast fyrir son sinn í áraraðir, ég er búin að hlusta á móður sem er búin að missa son sinn, ég er búin að hlusta á fangelsissögur. Það á enginn að þurfa að bera sorgir sínar og raunir út á torg,“ segir Dagbjört Ósk Steindórsdóttir. Skipuleggjendur voru sammála um að heilbrigðisráðherra hefði þurft að láta sjá sig á mótmælunum. „En það er einn maður sem við ætlum ekki að þakka. Það er maðurinn sem lét ekki sjá sig hérna í dag. Það er Willum Þór heilbrigðisráðherra sem hefði átt að vera hérna og hlusta á fólkið tala,“ sagði Gunnar Ingi uppi í pontu við mikinn fögnuð þeirra sem voru viðstaddir. Fíkn Reykjavík Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Mótmælin voru skipulögð af nýstofnuðum samtökum aðstandenda og fíknisjúkra. Krafa skipuleggjenda var sú að stjórnvöld hættu að hunsa þann vanda sem fíknisjúkdómurinn er í íslensku samfélagi og að sett verði upp ríkisrekin afeitrunarstöð. Meðal ræðumanna voru Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar, Inga Sæland formaður Flokks fólksins og Geir Ólafsson söngvari. Gestir lögðu rósir við tröppur Alþingishússins til þess að minnast ástvina sem þeir höfðu misst vegna fíknisjúkdóms. Rósir voru lagðar á tröppurnar við Alþingishúsið.Vísir/Steingrímur Dúi „Það eru búnar að vera flottar ræður sem koma inn á mjög marga hluti. Eins og með bílslysin. Ef við værum að missa áttatíu til hundrað í bílslysum á ári væri búið að setja tugi milljarða í að laga það. En við erum að missa þennan fjölda úr fíknisjúkdómum og það er ekki verið að gera neitt nema að skera niður. Það er kominn tími til að stjórnvöld beri ábyrgð,“ segir Gunnar Ingi Valgeirsson, einn skipuleggjenda mótmælanna. Önnur sem skipulagði mótmælin segir ræðurnar hafa verið kröftugar. Hún sjálf á son sem glímir við fíknisjúkdóm. Klippa: Krefjast aðgerða „Ég er búin að hlusta hérna á móður sem er búin að berjast fyrir son sinn í áraraðir, ég er búin að hlusta á móður sem er búin að missa son sinn, ég er búin að hlusta á fangelsissögur. Það á enginn að þurfa að bera sorgir sínar og raunir út á torg,“ segir Dagbjört Ósk Steindórsdóttir. Skipuleggjendur voru sammála um að heilbrigðisráðherra hefði þurft að láta sjá sig á mótmælunum. „En það er einn maður sem við ætlum ekki að þakka. Það er maðurinn sem lét ekki sjá sig hérna í dag. Það er Willum Þór heilbrigðisráðherra sem hefði átt að vera hérna og hlusta á fólkið tala,“ sagði Gunnar Ingi uppi í pontu við mikinn fögnuð þeirra sem voru viðstaddir.
Fíkn Reykjavík Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira