Nýjasta stjarna Dallas Cowboys liðsins kom úr óvæntri átt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2023 12:00 Brandon Aubrey hefur slegið í gegn hjá Dallas Cowboys liðinu. Getty/Richard Rodriguez Saga sparkarans Brandon Aubrey er stórmerkileg en hann setti tvö NFL-met i sigri Dallas Cowboys liðsins á sunnudaginn. Fyrir aðeins fjórum árum síðan hafði Aubrey gefist upp á fótboltaferli sínum og fór þess í stað að læra að verða hugbúnaðarverkfræðingur. Þar eru við að tala um það sem við Evrópubúar köllum fótbolta en ekki fótbolta þeirra Bandaríkjamanna sem er er hér auðvitað bara kallaður amerískur fótbolti. Aubrey hafði verið valin í nýliðvalinu fyrir bandarísku MLS-fótboltadeildina árið 2017 en spilaði þó bara fyrir varalið félagsins. Before setting NFL records, Brandon Aubrey was a FIRST ROUND PICK in the MLS draft pic.twitter.com/MDLOqUoL8b— Bleacher Report (@BleacherReport) December 11, 2023 Hann spilaði síðan eitt tímabil með Bethlehem Steel FC í United Soccer League. Árið 2018 hætti hann í fótboltanum og hóf nám í hugbúnaðarverkfræði við Notre Dame háskólann. Árið 2019 var hann að horfa á leik í NFL-deildinni þegar sparkari í leiknum klikkaði á vallarmarkstilraun. Konan hans sagði þá við hann: „Þú gætir gert þetta.“ Frá 2019 til 2022 þá æfði Aubrey þrisvar í viku með þjálfaranum Brian Egan sem sérhæfir sig í að þjálfa sparkara í ameríska fótboltanum. Egan vann lengi hjá Mississippi State háskólanum. Brandon Aubrey was a software engineer before becoming a kicker in the USFL Now? He s 28-28 as the kicker of the #CowboysHe s the first kicker in NFL history to kick two field goals of 59 or more yards in the same game.The Cowboys signed a superstar off the streets pic.twitter.com/jRaURg89YZ— JPAFootball (@jasrifootball) December 11, 2023 Aubrey fékk síðan samning hjá Birmingham Stallions í USFL deildinni og spilaði í tvö tímabil í deildinni með góðum árangri. Hann fékk síðan í framhaldinu samning hjá stórliði Dallas Cowboys í sumar. Aubrey hefur nú spilað þrettán leiki með Dallas liðinu og skorað úr öllum þrjátíu vallarmarkstilraunum sínum. Því hefur enginn náð frá upphafi ferils síns í sögu NFL. Í frábærum sigri á Philadelphia Eagles á sunnudaginn setti hann annað met með því að verða fyrsti sparkarinn til að skora tvö vallarmörk af 59 jarda færi eða lengra, í sama leiknum. Fyrir nokkrum árum sat hann í sófanum og horfði á NFL leik en nú er hann einn af stjörnuleikmönnum Dallas Cowboys liðsins og farinn að slá NFL-met. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) NFL Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Sjá meira
Fyrir aðeins fjórum árum síðan hafði Aubrey gefist upp á fótboltaferli sínum og fór þess í stað að læra að verða hugbúnaðarverkfræðingur. Þar eru við að tala um það sem við Evrópubúar köllum fótbolta en ekki fótbolta þeirra Bandaríkjamanna sem er er hér auðvitað bara kallaður amerískur fótbolti. Aubrey hafði verið valin í nýliðvalinu fyrir bandarísku MLS-fótboltadeildina árið 2017 en spilaði þó bara fyrir varalið félagsins. Before setting NFL records, Brandon Aubrey was a FIRST ROUND PICK in the MLS draft pic.twitter.com/MDLOqUoL8b— Bleacher Report (@BleacherReport) December 11, 2023 Hann spilaði síðan eitt tímabil með Bethlehem Steel FC í United Soccer League. Árið 2018 hætti hann í fótboltanum og hóf nám í hugbúnaðarverkfræði við Notre Dame háskólann. Árið 2019 var hann að horfa á leik í NFL-deildinni þegar sparkari í leiknum klikkaði á vallarmarkstilraun. Konan hans sagði þá við hann: „Þú gætir gert þetta.“ Frá 2019 til 2022 þá æfði Aubrey þrisvar í viku með þjálfaranum Brian Egan sem sérhæfir sig í að þjálfa sparkara í ameríska fótboltanum. Egan vann lengi hjá Mississippi State háskólanum. Brandon Aubrey was a software engineer before becoming a kicker in the USFL Now? He s 28-28 as the kicker of the #CowboysHe s the first kicker in NFL history to kick two field goals of 59 or more yards in the same game.The Cowboys signed a superstar off the streets pic.twitter.com/jRaURg89YZ— JPAFootball (@jasrifootball) December 11, 2023 Aubrey fékk síðan samning hjá Birmingham Stallions í USFL deildinni og spilaði í tvö tímabil í deildinni með góðum árangri. Hann fékk síðan í framhaldinu samning hjá stórliði Dallas Cowboys í sumar. Aubrey hefur nú spilað þrettán leiki með Dallas liðinu og skorað úr öllum þrjátíu vallarmarkstilraunum sínum. Því hefur enginn náð frá upphafi ferils síns í sögu NFL. Í frábærum sigri á Philadelphia Eagles á sunnudaginn setti hann annað met með því að verða fyrsti sparkarinn til að skora tvö vallarmörk af 59 jarda færi eða lengra, í sama leiknum. Fyrir nokkrum árum sat hann í sófanum og horfði á NFL leik en nú er hann einn af stjörnuleikmönnum Dallas Cowboys liðsins og farinn að slá NFL-met. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports)
NFL Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Sjá meira